Íbúum verður gert að yfirgefa hús sín þegar skorsteinninn verður felldur Birgir Olgeirsson skrifar 19. mars 2019 13:55 Strompurinn á Akranesi sést hér fyrir miðri mynd. FBL/GVA Áætlað að fella skorstein Sementsverksmiðjunnar á Akranesi klukkan 12:15 næstkomandi fimmtudag. Miðast það við að framvinda við undirbúning gangi eftir. Ef undirbúningur gengur ekki eftir eins og áætlað er, verður fellingu frestað. Ný tímasetning verður þá auglýst á heimasíðu Akraneskaupstaðar með um sólarhrings fyrirvara. Skorsteinninn verður felldur í tveimur hlutum. Efri hlutinn kemur til með að falla í suðaustur, en neðri hlutinn fellur í suðvestur. Neðri hlutinn verður felldur nokkrum sekúndum eftir að efri hlutinn byrjar að falla. Rétt fyrir fellingu verður gefið hljóðmerki, sem er aðvörun um að felling verði eftir nokkrar mínútur. Þegar felling er yfirstaðin verður gefið hljóðmerki um að felling sé yfirstaðin og hætta liðin hjá. Öryggissvæði við fellingu er hringur í 160 metra fjarlægð umhverfis skorsteininn. Innan þessa svæðis má engin manneskja vera óvarinn. Myndin sem fylgir þessari frétt sýnir hvar götum verður lokað fyrir fellingu. Sunnubraut, Merkigerði og Suðurgötu verður lokað um 30-60 mínútum fyrir fellingu. Faxabrautinni verður lokað að morgni fellinga dags. Einnig sýnir myndin öryggissvæðið umhverfis skorsteininn og þau svæði sem að fólk getur fylgst með fellingunni.Íbúar í nokkrum húsum við Suðurgötu verða beðnir um að yfirgefa hús sín. Íbúar húsa innan öryggissvæðisins, sem ekki verða beðnir um að yfirgefa hús sín, verða beðnir um að vera í skjóli frá gluggum, þegar felling verður. Hættan við svona aðgerð er að það verði frákast, þ.e. fljúgandi steinar, þegar skorsteinninn fellur. Öryggisráðstafanir miðast m.a. við að eitthvað gæti farið öðruvísi en ætlað er. Umfram allt er það öryggi allra við þessa aðgerð sem skiptir mestu máli. Björgunarfélag Akraness og Lögreglan á Vesturlandi munu aðstoða við lokanir og eftirlit á svæðinu. Settir verða upp mælar til að mæla titring frá fallinu. Íbúar og vegfarendur eru beðnir um að virða öryggisreglur við fellingu skorsteinsins og einnig að hafa gætur á gæludýrum. Íbúar Akraness tóku þátt í íbúakosningu um framtíð strompsins en þar vildu rúm 94 prósent hann í burtu. Kusu 1.023 strompinn burt en 63 vildu halda honum. Mannvit hafði birt úttekt á viðhaldskostnaði ef að strompurinn fengi að standa. Hefði upphafskostnaðurinn verið 30 milljónir króna en síðan tvær til þrjár milljónir króna á nokkurra ára fresti. Um er að ræða hluta af niðurrifi á Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi, sem reist var á árunum 1956 til 1958, en fyrirhugað er að reisa 356 íbúðir á Sementsreitnum ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði og hóteli við höfnina. Akranes Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Áætlað að fella skorstein Sementsverksmiðjunnar á Akranesi klukkan 12:15 næstkomandi fimmtudag. Miðast það við að framvinda við undirbúning gangi eftir. Ef undirbúningur gengur ekki eftir eins og áætlað er, verður fellingu frestað. Ný tímasetning verður þá auglýst á heimasíðu Akraneskaupstaðar með um sólarhrings fyrirvara. Skorsteinninn verður felldur í tveimur hlutum. Efri hlutinn kemur til með að falla í suðaustur, en neðri hlutinn fellur í suðvestur. Neðri hlutinn verður felldur nokkrum sekúndum eftir að efri hlutinn byrjar að falla. Rétt fyrir fellingu verður gefið hljóðmerki, sem er aðvörun um að felling verði eftir nokkrar mínútur. Þegar felling er yfirstaðin verður gefið hljóðmerki um að felling sé yfirstaðin og hætta liðin hjá. Öryggissvæði við fellingu er hringur í 160 metra fjarlægð umhverfis skorsteininn. Innan þessa svæðis má engin manneskja vera óvarinn. Myndin sem fylgir þessari frétt sýnir hvar götum verður lokað fyrir fellingu. Sunnubraut, Merkigerði og Suðurgötu verður lokað um 30-60 mínútum fyrir fellingu. Faxabrautinni verður lokað að morgni fellinga dags. Einnig sýnir myndin öryggissvæðið umhverfis skorsteininn og þau svæði sem að fólk getur fylgst með fellingunni.Íbúar í nokkrum húsum við Suðurgötu verða beðnir um að yfirgefa hús sín. Íbúar húsa innan öryggissvæðisins, sem ekki verða beðnir um að yfirgefa hús sín, verða beðnir um að vera í skjóli frá gluggum, þegar felling verður. Hættan við svona aðgerð er að það verði frákast, þ.e. fljúgandi steinar, þegar skorsteinninn fellur. Öryggisráðstafanir miðast m.a. við að eitthvað gæti farið öðruvísi en ætlað er. Umfram allt er það öryggi allra við þessa aðgerð sem skiptir mestu máli. Björgunarfélag Akraness og Lögreglan á Vesturlandi munu aðstoða við lokanir og eftirlit á svæðinu. Settir verða upp mælar til að mæla titring frá fallinu. Íbúar og vegfarendur eru beðnir um að virða öryggisreglur við fellingu skorsteinsins og einnig að hafa gætur á gæludýrum. Íbúar Akraness tóku þátt í íbúakosningu um framtíð strompsins en þar vildu rúm 94 prósent hann í burtu. Kusu 1.023 strompinn burt en 63 vildu halda honum. Mannvit hafði birt úttekt á viðhaldskostnaði ef að strompurinn fengi að standa. Hefði upphafskostnaðurinn verið 30 milljónir króna en síðan tvær til þrjár milljónir króna á nokkurra ára fresti. Um er að ræða hluta af niðurrifi á Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi, sem reist var á árunum 1956 til 1958, en fyrirhugað er að reisa 356 íbúðir á Sementsreitnum ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði og hóteli við höfnina.
Akranes Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira