Bjórinn 30 ára: „Megináhyggjuefnið var að menn myndu fara að drekka í vinnunni“ Sunna Sæmundsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 1. mars 2019 21:00 Bjórinn á stórafmæli í dag þar sem bjórbanni var aflétt fyrir þrjátíu árum. Íslendingar yfir tvítugu drukku að meðaltali um tvö og hálfan stóran bjór á viku á síðasta ári en eru þó enn miklir eftirbátar annarra Evrópuþjóða í bjórdrykkju. Sunna Sæmundsdóttir hefur kynnt sér málið. Sjötíu og fjögurra ára bjórbanni var aflétt 1. mars 1989 eftir að andstæðingar höfðu lengi varað við mikilli lýðheilsuvá. Meðal þeirra var Svavar Gestsson, þáverandi þingmaður Alþýðubandalagsins en hann bað þingið á sínum tíma að „skoða hugsi ábyrgðina sem fylgi því að hella áfengu öli yfir íslensku þjóðina.“ Stór áfangi var árið 1980 þegar Davíð Scheving Thorsteinsson fór með bjór í gegnum tollinn í fríhöfninni í trássi við reglur. Bjórinn var gerður upptækur en í kjölfarið var reglum breytt og almenningi leyft að koma með bjór inn í landið.Hvað varð til þess að þú tókst þessa ákvörðun á sínum tíma að fara með bjór í gegn um tollinn?„Það var vegna þess að dóttir mín var flugfreyja. Hún mátti koma með bjór en ekki ég. Þetta var bara frekja, ekkert annað en frekjukast.“Drykkja í vinnunni helsta áhyggjuefni bjórandstæðinga „Menn höfðu áhyggjur af því að þetta myndi auka unglingadrykkju, sem það gerði svo sem tímabundið. Áfengisakstur var einnig sérstakt áhyggjuefni en megináhyggjuefnið var að menn myndu fara að drekka í vinnunni,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur og einn helsti bjórsérfræðingur landsins. Bjórsala hefur vissulega aukist, en árið 1998 drukku Íslendingar um sjö milljónir lítra af bjór en í fyrra sautján milljónir lítra. Íslendingum hefur reyndar fjölgað líka og miðað við selda lítra má ætla að hver Íslendingur yfir tvítugu hafi drukkuð 67 lítra af bjór í fyrra eða um tvo og hálfan bjór á viku. „Við höfum alla tíð drukkið minnst allra kristinna Evrópuþjóða. Við erum reyndar að draga dálítið hratt á hina núna en við erum miklir eftirbátar flestra annarra Evrópubúa,“ segir Stefán.Fréttamaður Stöðvar 2 fór á stúfana í tilefni stórafmælis bjórsins en innslagið má sjá hér að ofan. Áfengi og tóbak Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Bjórinn á stórafmæli í dag þar sem bjórbanni var aflétt fyrir þrjátíu árum. Íslendingar yfir tvítugu drukku að meðaltali um tvö og hálfan stóran bjór á viku á síðasta ári en eru þó enn miklir eftirbátar annarra Evrópuþjóða í bjórdrykkju. Sunna Sæmundsdóttir hefur kynnt sér málið. Sjötíu og fjögurra ára bjórbanni var aflétt 1. mars 1989 eftir að andstæðingar höfðu lengi varað við mikilli lýðheilsuvá. Meðal þeirra var Svavar Gestsson, þáverandi þingmaður Alþýðubandalagsins en hann bað þingið á sínum tíma að „skoða hugsi ábyrgðina sem fylgi því að hella áfengu öli yfir íslensku þjóðina.“ Stór áfangi var árið 1980 þegar Davíð Scheving Thorsteinsson fór með bjór í gegnum tollinn í fríhöfninni í trássi við reglur. Bjórinn var gerður upptækur en í kjölfarið var reglum breytt og almenningi leyft að koma með bjór inn í landið.Hvað varð til þess að þú tókst þessa ákvörðun á sínum tíma að fara með bjór í gegn um tollinn?„Það var vegna þess að dóttir mín var flugfreyja. Hún mátti koma með bjór en ekki ég. Þetta var bara frekja, ekkert annað en frekjukast.“Drykkja í vinnunni helsta áhyggjuefni bjórandstæðinga „Menn höfðu áhyggjur af því að þetta myndi auka unglingadrykkju, sem það gerði svo sem tímabundið. Áfengisakstur var einnig sérstakt áhyggjuefni en megináhyggjuefnið var að menn myndu fara að drekka í vinnunni,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur og einn helsti bjórsérfræðingur landsins. Bjórsala hefur vissulega aukist, en árið 1998 drukku Íslendingar um sjö milljónir lítra af bjór en í fyrra sautján milljónir lítra. Íslendingum hefur reyndar fjölgað líka og miðað við selda lítra má ætla að hver Íslendingur yfir tvítugu hafi drukkuð 67 lítra af bjór í fyrra eða um tvo og hálfan bjór á viku. „Við höfum alla tíð drukkið minnst allra kristinna Evrópuþjóða. Við erum reyndar að draga dálítið hratt á hina núna en við erum miklir eftirbátar flestra annarra Evrópubúa,“ segir Stefán.Fréttamaður Stöðvar 2 fór á stúfana í tilefni stórafmælis bjórsins en innslagið má sjá hér að ofan.
Áfengi og tóbak Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira