Rúmar heimildir til að setja lög um makrílinn Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 2. mars 2019 07:15 Glaðbeittir veiðimenn landa góðum afla af makríl. Fréttablaðið/GVA Gildandi lög sníða ráðherra þröngan stakk við úthlutun aflahlutdeilda í makríl. Löggjafinn hefur hins vegar rúmar heimildir til að ákveða veiðistjórnun og úthlutun hlutdeilda samkvæmt eigin mati að áliti starfshóps sjávarútvegsráðherra um aflahlutdeild í makríl. Starfshópinn skipaði Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, til að gera tillögur að viðbrögðum við dómum Hæstaréttar sem féllu í desember síðastliðnum um bótaskyldu ríkisins gagnvart útgerðarfélögum sem fengið höfðu minni úthlutun en skylt var á árunum 2011 til 2014 á grundvelli reglugerðar sem miðaði að því að opna á úthlutun til útgerða sem ekki höfðu veiðireynslu. Var þetta í ráðherratíð Jóns Bjarnasonar úr Vinstri grænum í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Samkvæmt samandregnum ályktunum starfshópsins er ráðherra aðeins heimilt að ákveða með reglugerð að miða aflahlutdeild í makríl við veiðireynslu þriggja bestu veiðitímabila af síðustu sex árum. Ef hann hins vegar gæfi út reglugerð sem miðaði við veiðireynslu allra þessara ára væri líklegt að hann skapaði ríkinu skaðabótaskyldu. Þrátt fyrir að slík reglugerð byggðist á fullnægjandi lagastoð myndi hún viðhalda því ólögmæta ástandi sem dómar Hæstaréttar grundvallast á að mati starfshópsins. Að mati starfshópsins hefur löggjafinn rúmar heimildir til veiðistjórnunar með vísan til fyrirvara í lögum um varanleika þeirra réttinda sem felast í úthlutun aflaheimilda. Þannig myndi lagasetning sem fæli í sér hóflega skerðingu á úthlutuðum eða væntum aflahlutdeildum, á grundvelli lögmætra markmiða og reist væri á efnislegum mælikvarða, ekki vera til þess fallin að skapa ríkinu bótaskyldu. Í áliti sínu reifar starfshópurinn fjóra valkosti um útfærslu slíkra lagabreytinga. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Gildandi lög sníða ráðherra þröngan stakk við úthlutun aflahlutdeilda í makríl. Löggjafinn hefur hins vegar rúmar heimildir til að ákveða veiðistjórnun og úthlutun hlutdeilda samkvæmt eigin mati að áliti starfshóps sjávarútvegsráðherra um aflahlutdeild í makríl. Starfshópinn skipaði Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, til að gera tillögur að viðbrögðum við dómum Hæstaréttar sem féllu í desember síðastliðnum um bótaskyldu ríkisins gagnvart útgerðarfélögum sem fengið höfðu minni úthlutun en skylt var á árunum 2011 til 2014 á grundvelli reglugerðar sem miðaði að því að opna á úthlutun til útgerða sem ekki höfðu veiðireynslu. Var þetta í ráðherratíð Jóns Bjarnasonar úr Vinstri grænum í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Samkvæmt samandregnum ályktunum starfshópsins er ráðherra aðeins heimilt að ákveða með reglugerð að miða aflahlutdeild í makríl við veiðireynslu þriggja bestu veiðitímabila af síðustu sex árum. Ef hann hins vegar gæfi út reglugerð sem miðaði við veiðireynslu allra þessara ára væri líklegt að hann skapaði ríkinu skaðabótaskyldu. Þrátt fyrir að slík reglugerð byggðist á fullnægjandi lagastoð myndi hún viðhalda því ólögmæta ástandi sem dómar Hæstaréttar grundvallast á að mati starfshópsins. Að mati starfshópsins hefur löggjafinn rúmar heimildir til veiðistjórnunar með vísan til fyrirvara í lögum um varanleika þeirra réttinda sem felast í úthlutun aflaheimilda. Þannig myndi lagasetning sem fæli í sér hóflega skerðingu á úthlutuðum eða væntum aflahlutdeildum, á grundvelli lögmætra markmiða og reist væri á efnislegum mælikvarða, ekki vera til þess fallin að skapa ríkinu bótaskyldu. Í áliti sínu reifar starfshópurinn fjóra valkosti um útfærslu slíkra lagabreytinga.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent