„Það er mikill kærleikur í svona köku,“ sagði Klemens sem er nákvæmlega sama og það sem Bjarni sagði í myndbandi sem Sjálfstæðisflokkurinn gerði fyrir Alþingiskosningarnar árið 2016. Þar má sjá Bjarna dunda sér við að skreyta köku sem eiginkona hans bakaði fyrir hann.
Þetta einfalda myndband af Bjarnaað skreyta köku fyrir barnaafmæli fór ansi víða en á það hefur horft yfir 200 þúsund sinnum. Augljóst var að Hatari sótti innblásturinn í þetta myndband ogvakti innslagið mikla athygli á Twitter.
Svanhildur Hólm, aðstoðarkona Bjarna, tísti einmitt um kökugerðarlist Hatara-manna og sagði gaman að sjá að Hatari hafi „lært af þeim bestu.“
Bjarni var ekki lengi að grípa boltann og spurði einfaldlega til baka: „Gera menn hvað sem er fyrir atkvæði?“
Gera menn hvað sem er fyrir atkvæði?
— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) March 2, 2019