Hatari og Friðrik Ómar munu bítast um að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision í Ísrael í maí.
Lög þeirra voru stigahæst eftir atkvæðagreiðslu og munu Hatari og Friðrik Ómar stíga aftur á svið, flytja lög sín og aftur verða greidd atkvæði.
Fyrir Söngvakeppnina í árvar gerð sú breyting á fyrirkomulagiá einvíginu að atkvæðin sem lögin tvö fá í fyrri umferð úrslitakvöldsins munu fylgja þeim í einvígið, en fram að þessu hafa atkvæðin úr fyrri umferð núllast út.
Í seinni umferðinni eru einungis atkvæði frá þjóðinni sem telja en í fyrri umferðinni kom alþjóðleg dómnefnd við sögu.
Fylgst er með umræðunni á #12stig hér.
Hatari og Friðrik Ómar áfram í einvígið

Tengdar fréttir

Þetta höfðu landsmenn að segja um frammistöðu keppenda í Söngvakeppninni
Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöll í kvöld en líkt og fyrri ár hafa áhorfendur farið á kostum á Twitter undir myllumerkinu #12stig.

Landsmenn tísta um úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins: Falin markaðsetning fyrir Vogaídýfu?
Bestu tístin frá umræðum á Twitter undir myllumerkinu #12stig.

Búið að tilkynna alþjóðlegu dómnefndina í Söngvakeppninni
Búið er að tilkynna þá sem skipa alþjóðlegu dómnefndina í Söngvakeppnina í ár en samkvæmt reglum keppninnar skal það gert fyrir úrslitakeppnina sjálfa.