Rafdanstónlistargoðsögnin Darude, verður fulltrúi Finnlands í Eurovision sem fram fer í Ísrael í maí næstkomandi.
Darude var valinn af finnska ríkisútvarpinu YLE og flutti hann þrjú lög í beinni útsendingu í kvöld. Finnska þjóðin valdi lagið Look Away og mun Darude, sem heitir réttu nafni Ville Virtanen flytja lagið í Tel Aviv ásamt Sebastian Rejman.
Með því að smella hér er hægt að hlusta á finnska eurovisionlagið Look Away á vef Eurovision.
Hlustaðu á Eurovisionlag Darude

Tengdar fréttir

Finnar senda Darude í Eurovision
Hans frægasta lag er tuttugu ára gamalt.