Biðst afsökunar á ummælum um transkonur í íþróttum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. mars 2019 12:30 Martina Navratilova gerði marga reiða með ummælum sínum vísir/getty Tennisgoðsögnin Martina Navratilova komst í klandur á dögunum þegar hún sagði álit sitt á því hvort ætti að leyfa transkonum að keppa í kvennaflokki í íþróttum. Navratilova sagði það ósanngjarnt að hleypa transkonum í kvennaíþróttir því þær hefðu líkamlega yfirburði og það væri svindl. Hún fékk miklar skammir fyrir og var hún meðal annars rekin úr starfi sínu sem sendiherra samtaka transfólks í Bandaríkjunum, en Navratilova er samkynhneigð og hefur verið baráttukona fyrir réttindum samkynhneigðra og í seinni tíð einnig transfólks. Í bloggfærslu sem Navratilova birti í dag biðst hún afsökunnar á orðalagi sínu. „Ég veit að ég hef ekki öll svörin og ég held það sé ekki eitt rétt svar, þess vegna vil ég umræðu. Umræðu byggða á vísindum, hlutleysi og með hag kvennaíþrótta í heiminum í fyrirrúmi,“ skrifar Navratilova. „Ég mun ávallt berjast fyrir lýðræði, jafnrétti og mannréttindum. Þegar ég tala um íþróttir og sanngirni þá er ég ekki að reyna að útiloka transfólk frá því að lifa lífi sínu til fulls.“ „Það eina sem ég vil er að sjá til þess að stelpur og konur sem fæðast kvenkyns geti keppt á eins jöfnum grundvelli og hægt er innan íþróttanna.“ Navratilova er ein besta tenniskona allra tíma og á hún 18 risatitla í verðlaunaskápnum.Lesa má alla bloggfærsluna hér. Aðrar íþróttir Jafnréttismál Tengdar fréttir „Væri ekki ánægð ef ég þyrfti að keppa á móti transkonu“ Tennisgoðsögnin Martina Navratilova hefur gert transfólk víða um heim brjálað með síðustu ummælum sínum og samtök transfólks í Bandaríkjunum hefur slitið samstarfi við hana. 20. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Sjá meira
Tennisgoðsögnin Martina Navratilova komst í klandur á dögunum þegar hún sagði álit sitt á því hvort ætti að leyfa transkonum að keppa í kvennaflokki í íþróttum. Navratilova sagði það ósanngjarnt að hleypa transkonum í kvennaíþróttir því þær hefðu líkamlega yfirburði og það væri svindl. Hún fékk miklar skammir fyrir og var hún meðal annars rekin úr starfi sínu sem sendiherra samtaka transfólks í Bandaríkjunum, en Navratilova er samkynhneigð og hefur verið baráttukona fyrir réttindum samkynhneigðra og í seinni tíð einnig transfólks. Í bloggfærslu sem Navratilova birti í dag biðst hún afsökunnar á orðalagi sínu. „Ég veit að ég hef ekki öll svörin og ég held það sé ekki eitt rétt svar, þess vegna vil ég umræðu. Umræðu byggða á vísindum, hlutleysi og með hag kvennaíþrótta í heiminum í fyrirrúmi,“ skrifar Navratilova. „Ég mun ávallt berjast fyrir lýðræði, jafnrétti og mannréttindum. Þegar ég tala um íþróttir og sanngirni þá er ég ekki að reyna að útiloka transfólk frá því að lifa lífi sínu til fulls.“ „Það eina sem ég vil er að sjá til þess að stelpur og konur sem fæðast kvenkyns geti keppt á eins jöfnum grundvelli og hægt er innan íþróttanna.“ Navratilova er ein besta tenniskona allra tíma og á hún 18 risatitla í verðlaunaskápnum.Lesa má alla bloggfærsluna hér.
Aðrar íþróttir Jafnréttismál Tengdar fréttir „Væri ekki ánægð ef ég þyrfti að keppa á móti transkonu“ Tennisgoðsögnin Martina Navratilova hefur gert transfólk víða um heim brjálað með síðustu ummælum sínum og samtök transfólks í Bandaríkjunum hefur slitið samstarfi við hana. 20. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Sjá meira
„Væri ekki ánægð ef ég þyrfti að keppa á móti transkonu“ Tennisgoðsögnin Martina Navratilova hefur gert transfólk víða um heim brjálað með síðustu ummælum sínum og samtök transfólks í Bandaríkjunum hefur slitið samstarfi við hana. 20. febrúar 2019 07:30