Sport

Biðst afsökunar á ummælum um transkonur í íþróttum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Martina Navratilova gerði marga reiða með ummælum sínum
Martina Navratilova gerði marga reiða með ummælum sínum vísir/getty
Tennisgoðsögnin Martina Navratilova komst í klandur á dögunum þegar hún sagði álit sitt á því hvort ætti að leyfa transkonum að keppa í kvennaflokki í íþróttum.

Navratilova sagði það ósanngjarnt að hleypa transkonum í kvennaíþróttir því þær hefðu líkamlega yfirburði og það væri svindl.

Hún fékk miklar skammir fyrir og var hún meðal annars rekin úr starfi sínu sem sendiherra samtaka transfólks í Bandaríkjunum, en Navratilova er samkynhneigð og hefur verið baráttukona fyrir réttindum samkynhneigðra og í seinni tíð einnig transfólks.

Í bloggfærslu sem Navratilova birti í dag biðst hún afsökunnar á orðalagi sínu.

„Ég veit að ég hef ekki öll svörin og ég held það sé ekki eitt rétt svar, þess vegna vil ég umræðu. Umræðu byggða á vísindum, hlutleysi og með hag kvennaíþrótta í heiminum í fyrirrúmi,“ skrifar Navratilova.

„Ég mun ávallt berjast fyrir lýðræði, jafnrétti og mannréttindum. Þegar ég tala um íþróttir og sanngirni þá er ég ekki að reyna að útiloka transfólk frá því að lifa lífi sínu til fulls.“

„Það eina sem ég vil er að sjá til þess að stelpur og konur sem fæðast kvenkyns geti keppt á eins jöfnum grundvelli og hægt er innan íþróttanna.“

Navratilova er ein besta tenniskona allra tíma og á hún 18 risatitla í verðlaunaskápnum.

Lesa má alla bloggfærsluna hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×