Innlent

Sameina prestaköll á Vesturfjörðum og Austurlandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Hólmavíkurkirkja. Prestakallið þar verður sameinað Reykhólaprestakalli.
Hólmavíkurkirkja. Prestakallið þar verður sameinað Reykhólaprestakalli. Þjóðkirkjan
Kirkjuþing þjóðkirkjunnar samþykkti að sameina prestaköll á Austurlandi og Vestfjörðum dag. Sameiningin er sögð hluti af stefnu biskupafundar um að horfið verði frá einmenningsprestaköllum.

Í tilkynningu frá Biskupsstofu kemur fram að Hólmavíkur- og Reykhólaprestaköll í Vestfjarðaprófastsdæmi verði sameinuðu í eitt prestakall sem mun bera heitið Breiðafjarðar- og Strandaprestakall.

Auk þess verða Djúpavogs-, Heydala-, Kolfreyjustaðar-, Eskifjarðar- og Norðfjarðarprestaköll í Austurlandsprófastsdæmi sameinuðu í Austfjarðaprestakall.

Þá samþykkti kirkjuþingið tillögu um að leggja niður Saurbæjarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×