Yfir hundrað kjarasamningar losna hjá hinu opinbera í lok mánaðar Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2019 19:00 Yfir hundrað kjarasamningar losna í lok mánaðar hjá hinu opinbera, ríki og sveitarfélögum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vonar að viðræður muni ganga vel jafnvel þótt mörg mál standi út af borðinu. Ólíklegt sé þó að samið verði áður en niðurstöður liggi fyrir í kjaradeilum á almenna markaðnum. Ólga er á vinnumarkaði og fjöldi kjarasamninga í lausu lofti. Nú styttist í að samningar hjá opinbera vinnumarkaðnum losni en í lok mánaðar losna 152 samningar. Algengt er að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera en vegna þeirra stöðu sem upp er komin gætu samningar þar einnig dregist. „Við stefnum á að hefja viðræðurnar og reyna að byggja vel undir grunninn en auðvitað er það þannig að við bíðum og sjáum hver niðurstaðan verður á almenna vinnumarkaðnum áður en við klárum okkar samninga,“ segir Sonja Ýr. Verkföll í vændumFjögur félög á almenna vinnumarkaðnum undirbúa nú röð verkfallsaðgerða. Starfsgreinasambandið og Iðnaðarmenn sitja enn við samningaborðið í Karphúsinu en öll félög hafa vísað deilu sinni til Ríkissáttasemjara. Efling og VR hafa samþykkt kosningar um aðgerðir sínar og fyrsta verkfall í vændum á föstudag. Verkalýðsfélag Akraness mun í lok mánaðar hefja atkvæðagreiðslu um allsherjar verkfall sem hefjast á 12. apríl og næstkomandi þriðjudag fundar Verkalýðsfélag Grindavíkur um næstu skref. Félagsdómur tekur fyrir mál Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu á morgun en SA telur Eflingu hafa staðið ólöglega að málum og krefst þess að verkfallið, næstkomandi föstudag, verði dæmt ólögmætt.En komi til verkfallaáalmenna vinnumarkaðnum mun hinn opinberi fylgjaáeftir? „Það er of snemmt að segja til um það. Við höfum ekki látið reyna á samningaviðræðurnar enn þá. En auðvitað ætlum við okkur að ná í gegnum þessum stóru málum og þá munum við fylgja því eftir með þeim úrræðum sem við höfum,“ segir hún. Kjaramál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Sjá meira
Yfir hundrað kjarasamningar losna í lok mánaðar hjá hinu opinbera, ríki og sveitarfélögum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vonar að viðræður muni ganga vel jafnvel þótt mörg mál standi út af borðinu. Ólíklegt sé þó að samið verði áður en niðurstöður liggi fyrir í kjaradeilum á almenna markaðnum. Ólga er á vinnumarkaði og fjöldi kjarasamninga í lausu lofti. Nú styttist í að samningar hjá opinbera vinnumarkaðnum losni en í lok mánaðar losna 152 samningar. Algengt er að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera en vegna þeirra stöðu sem upp er komin gætu samningar þar einnig dregist. „Við stefnum á að hefja viðræðurnar og reyna að byggja vel undir grunninn en auðvitað er það þannig að við bíðum og sjáum hver niðurstaðan verður á almenna vinnumarkaðnum áður en við klárum okkar samninga,“ segir Sonja Ýr. Verkföll í vændumFjögur félög á almenna vinnumarkaðnum undirbúa nú röð verkfallsaðgerða. Starfsgreinasambandið og Iðnaðarmenn sitja enn við samningaborðið í Karphúsinu en öll félög hafa vísað deilu sinni til Ríkissáttasemjara. Efling og VR hafa samþykkt kosningar um aðgerðir sínar og fyrsta verkfall í vændum á föstudag. Verkalýðsfélag Akraness mun í lok mánaðar hefja atkvæðagreiðslu um allsherjar verkfall sem hefjast á 12. apríl og næstkomandi þriðjudag fundar Verkalýðsfélag Grindavíkur um næstu skref. Félagsdómur tekur fyrir mál Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu á morgun en SA telur Eflingu hafa staðið ólöglega að málum og krefst þess að verkfallið, næstkomandi föstudag, verði dæmt ólögmætt.En komi til verkfallaáalmenna vinnumarkaðnum mun hinn opinberi fylgjaáeftir? „Það er of snemmt að segja til um það. Við höfum ekki látið reyna á samningaviðræðurnar enn þá. En auðvitað ætlum við okkur að ná í gegnum þessum stóru málum og þá munum við fylgja því eftir með þeim úrræðum sem við höfum,“ segir hún.
Kjaramál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Sjá meira