Erlent

Eggi kastað í Jeremy Corbyn

Andri Eysteinsson skrifar
Corbyn brosmildur áður en ósköpin gengu yfir.
Corbyn brosmildur áður en ósköpin gengu yfir. Getty/ Leon Neal

Eggi var kastað í leiðtoga breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, fyrir utan mosku í norður-Lundúnum í dag. Guardian greinir frá.

41 árs gamall karlmaður var stuttu seinna handtekinn vegna málsins. Tilgangur árásarinnar er ekki ljós en breskir miðlar þykja líklegt að maðurinn hafi verið fylgjandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit.

Corbyn sem gengt hefur embættinu síðan 2015 var á leið í heimsókn í Finsbury Park moskuna í tilefni af „Heimsóttu moskuna mína- degi“ í Bretlandi (e. Visit My Mosque Day)



Þar er almenningur hvattur til að heimsækja moskur í nágrenni sínu til að efla tengsl í samfélaginu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×