Eðlilegt að beina sjónum að stjórnvöldum varðandi skatta Sighvatur Arnmundsson skrifar 4. mars 2019 08:00 Drífa Snædal, forseti ASÍ, kemur hér af fundi þar sem skattatillögur stjórnvalda voru kynntar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Skattar eru auðvitað háðir lögum þannig að þetta hlýtur að beinast gegn ríkisvaldinu, hvernig lögum er breytt til að breyta skattbyrði. Við höfum svo sem ekkert farið í það hvort það sé skynsamlegt að hækka eða lækka útsvar,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Alþýðusambandið hefur beint tillögum um breytingar á skattkerfinu til stjórnvalda sem ganga út á að létta skattbyrði lág- og millitekjuhópa og jafnframt lýst yfir vonbrigðum með framkomnar skattatillögur ríkisstjórnarinnar. Nokkur umræða hefur skapast undanfarið um hlutverk sveitarfélaga þegar kemur að aðgerðum til að liðka fyrir kjarasamningum. Í frétt blaðsins í síðustu viku höfnuðu þau Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, því að sveitarfélög gætu komið að lausn kjarasamninga með skattalækkunum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók undir það sjónarmið í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Öll þrjú eru þeirrar skoðunar að fjárhagsstaða flestra sveitarfélaga sé með þeim hætti að ekki sé hægt að lækka tekjur sveitarfélaga nema með því að skerða þjónustu. Drífa bendir á að þótt sveitarfélögin ákveði útsvarsprósentuna þá ákveði ríkið skiptingu tekna, hámark útsvars og framlög í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. „Þannig er það eðlilegt að beina sjónum sínum að stjórnvöldum.“ ASÍ telji að skoða mætti fjármagnstekjuskattinn þannig að þeir sem komi sér undan tekjuskatti með því að skapa sér fjármagnstekjur greiði líka útsvar. „Það hlýtur að vera svakalegt að vera að reka sveitarfélög og þessi hópur komist hjá því að greiða útsvar. Við höfum bent á það en að öðru leyti finnst okkur skattamálin vera á hendi ríkisins.“ Drífa segir að sveitarfélögin komi þó að málum í gegnum húsnæðis- og lóðamál. „Svo ætlumst við auðvitað til þess, þegar loksins tekst að landa kjarasamningum, að það verði ekki tekið til baka með einhverjum gjaldskrárhækkunum hjá sveitarfélögunum. Við munum fylgjast vel með því eins og verðlagseftirlit okkar ber gott vitni um.“ Miklar annir hafa verið hjá ríkissáttasemjara undanfarna daga en þar hafa farið fram vinnufundir hjá þeim aðilum sem enn sitja við samningaborðið. Þar eru undir þrír hópar sem semja við Samtök atvinnulífsins (SA). Þeir eru Starfsgreinasambandið, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot iðnaðarmanna. „Þetta hefur bara unnist ágætlega og viðræðurnar líka. Við munum svo taka alla næstu viku og þess vegna lengur ef þarf,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari en aðilar funduðu alla helgina. Bryndís segir að væntanlega verði fundur í deilu SA og Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur á fimmtudag. Ekki sé búið að boða hann formlega en aðilar verði að hittast innan fjórtán daga frá viðræðuslitum en sá tímapunktur er á fimmtudag. „Það verður bara að koma í ljós hvað gerist á þeim fundi. Ég tek allavega stöðuna á málinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfa að endurskoða skattatillögur til að liðka fyrir í kjaradeilu Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og varaformaður Viðreisnar segir kjarabaráttu stéttarfélaga og SA pólitískari en áður. Alvarlegt sé að stefna í verkföll á sama tíma og kólnun í hagkerfinu liggi fyrir. Þá þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar. 3. mars 2019 12:02 Meirihlutinn styður verkföll Um þriðjungur er andvígur fyrirhuguðum verkföllum en rúmur helmingur fylgjandi. Formaður VR vonar að samningar náist áður en til þeirra kemur. 4. mars 2019 06:00 Yfir hundrað kjarasamningar losna hjá hinu opinbera í lok mánaðar Formaður BSRB, vonar að viðræður muni ganga vel jafnvel þótt mörg mál standi út af borðinu. Ólíklegt sé þó að samið verði áður en niðurstöður liggi fyrir í kjaradeilum á almenna markaðnum. 3. mars 2019 19:00 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Sjá meira
„Skattar eru auðvitað háðir lögum þannig að þetta hlýtur að beinast gegn ríkisvaldinu, hvernig lögum er breytt til að breyta skattbyrði. Við höfum svo sem ekkert farið í það hvort það sé skynsamlegt að hækka eða lækka útsvar,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Alþýðusambandið hefur beint tillögum um breytingar á skattkerfinu til stjórnvalda sem ganga út á að létta skattbyrði lág- og millitekjuhópa og jafnframt lýst yfir vonbrigðum með framkomnar skattatillögur ríkisstjórnarinnar. Nokkur umræða hefur skapast undanfarið um hlutverk sveitarfélaga þegar kemur að aðgerðum til að liðka fyrir kjarasamningum. Í frétt blaðsins í síðustu viku höfnuðu þau Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, því að sveitarfélög gætu komið að lausn kjarasamninga með skattalækkunum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók undir það sjónarmið í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Öll þrjú eru þeirrar skoðunar að fjárhagsstaða flestra sveitarfélaga sé með þeim hætti að ekki sé hægt að lækka tekjur sveitarfélaga nema með því að skerða þjónustu. Drífa bendir á að þótt sveitarfélögin ákveði útsvarsprósentuna þá ákveði ríkið skiptingu tekna, hámark útsvars og framlög í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. „Þannig er það eðlilegt að beina sjónum sínum að stjórnvöldum.“ ASÍ telji að skoða mætti fjármagnstekjuskattinn þannig að þeir sem komi sér undan tekjuskatti með því að skapa sér fjármagnstekjur greiði líka útsvar. „Það hlýtur að vera svakalegt að vera að reka sveitarfélög og þessi hópur komist hjá því að greiða útsvar. Við höfum bent á það en að öðru leyti finnst okkur skattamálin vera á hendi ríkisins.“ Drífa segir að sveitarfélögin komi þó að málum í gegnum húsnæðis- og lóðamál. „Svo ætlumst við auðvitað til þess, þegar loksins tekst að landa kjarasamningum, að það verði ekki tekið til baka með einhverjum gjaldskrárhækkunum hjá sveitarfélögunum. Við munum fylgjast vel með því eins og verðlagseftirlit okkar ber gott vitni um.“ Miklar annir hafa verið hjá ríkissáttasemjara undanfarna daga en þar hafa farið fram vinnufundir hjá þeim aðilum sem enn sitja við samningaborðið. Þar eru undir þrír hópar sem semja við Samtök atvinnulífsins (SA). Þeir eru Starfsgreinasambandið, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot iðnaðarmanna. „Þetta hefur bara unnist ágætlega og viðræðurnar líka. Við munum svo taka alla næstu viku og þess vegna lengur ef þarf,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari en aðilar funduðu alla helgina. Bryndís segir að væntanlega verði fundur í deilu SA og Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur á fimmtudag. Ekki sé búið að boða hann formlega en aðilar verði að hittast innan fjórtán daga frá viðræðuslitum en sá tímapunktur er á fimmtudag. „Það verður bara að koma í ljós hvað gerist á þeim fundi. Ég tek allavega stöðuna á málinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfa að endurskoða skattatillögur til að liðka fyrir í kjaradeilu Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og varaformaður Viðreisnar segir kjarabaráttu stéttarfélaga og SA pólitískari en áður. Alvarlegt sé að stefna í verkföll á sama tíma og kólnun í hagkerfinu liggi fyrir. Þá þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar. 3. mars 2019 12:02 Meirihlutinn styður verkföll Um þriðjungur er andvígur fyrirhuguðum verkföllum en rúmur helmingur fylgjandi. Formaður VR vonar að samningar náist áður en til þeirra kemur. 4. mars 2019 06:00 Yfir hundrað kjarasamningar losna hjá hinu opinbera í lok mánaðar Formaður BSRB, vonar að viðræður muni ganga vel jafnvel þótt mörg mál standi út af borðinu. Ólíklegt sé þó að samið verði áður en niðurstöður liggi fyrir í kjaradeilum á almenna markaðnum. 3. mars 2019 19:00 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Sjá meira
Stjórnvöld þurfa að endurskoða skattatillögur til að liðka fyrir í kjaradeilu Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og varaformaður Viðreisnar segir kjarabaráttu stéttarfélaga og SA pólitískari en áður. Alvarlegt sé að stefna í verkföll á sama tíma og kólnun í hagkerfinu liggi fyrir. Þá þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar. 3. mars 2019 12:02
Meirihlutinn styður verkföll Um þriðjungur er andvígur fyrirhuguðum verkföllum en rúmur helmingur fylgjandi. Formaður VR vonar að samningar náist áður en til þeirra kemur. 4. mars 2019 06:00
Yfir hundrað kjarasamningar losna hjá hinu opinbera í lok mánaðar Formaður BSRB, vonar að viðræður muni ganga vel jafnvel þótt mörg mál standi út af borðinu. Ólíklegt sé þó að samið verði áður en niðurstöður liggi fyrir í kjaradeilum á almenna markaðnum. 3. mars 2019 19:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent