Erlent

Söngvari Prodigy er látinn

Atli Ísleifsson og Hjalti Freyr Ragnarsson skrifa
Keith Flint varð 49 ára gamall.
Keith Flint varð 49 ára gamall. Getty
Keith Flint, söngvari bresku sveitarinnar The Prodigy er látinn, 49 ára að aldri.

Breskir fjölmiðlar segja að hann hafi látist á heimili sínu í North End í Essex fyrr í dag. Sjúkralið hafi komið að manni meðvitundarlausum og hafi hann verið úrskurðaður látinn á staðnum. Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað. 

Sveitin naut mikilla vinsælda á tíunda áratugnum meðal annars með lögunum Firestarter og Breathe.

Keith Flint kom margsinnis til Íslands til að halda tónleika. Frægir eru tónleikar Prodigy á tónlistarhátíðinni Uxa 1995 en hún hélt einnig tónleika hér á landi 1994, 1998, 2004 og loks á Secret Solstice 2017.

Blaðamaður DV ræddi við Prodigy er þeir komu í fyrsta sinn til landsins árið 1994skjáskot/Timarit.is
Sveitin var stofnuð árið 1990 og byrjaði Flint sem dansari hjá sveitinni. Hann tók síðar við hlutverki söngvara og söng meðal annars þekktustu lög hennar, Breathe og Firestarter. Lögin voru að finna á plötunni The Fat of the Land sem kom út árið 1997, en þar var einnig að flinna lagið Smack My Bitch Up.

Lögin 2 eru jafnframt einu lög sveitarinnar sem hafa komist í fyrsta sæti breska vinsældarlistans, en athygli vekur að allar hefðbundnu breiðskífur Prodigy nema ein hafa vermt fyrsta sæti breska plötulistans, eða 6 plötur af 7.

Hér að neðan má sjá Prodigy flytja lagið Their Law af plötunni Music For the Jilted Generation frá árinu 1994 á Uxa-hátíðinni 1995.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×