Búa sig undir allar mögulegar sviðsmyndir vegna Brexit Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2019 12:29 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Fréttablaðið/Andri Marinó Það væri einfaldara fyrir Ísland ef Bretar verða búnir að ná samningi við Evróðusambandið áður en þeir ganga úr sambandinu að sögn utanríkisráðherra. Hann segir íslensk stjórnvöld hafa reynt að búa sig undir allar mögulegar sviðsmyndir vegna Brexit. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu þann 29. mars næstkomandi en enn ríkir mikil óvissa um það hvernig útgöngunni verður háttað og hvort samningar náist fyrir þann tíma. Bresk-íslenska viðskiptaráðið og Samtök verslunar og þjónustu, í samvinnu við utanríkisráðuneytið og breska sendiráðið stóðu fyrir málfundi í morgun um stöðuna sem er uppi enda á Ísland töluverðra hagsmuna að gæta. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kveðst binda vonir við að samningar náist áður en að útgöngunni kemur. „Núna er staðan sú að það væri einfaldara fyrir okkur ef að Bretar færu út með samningi, en ef þeir fara án samnings þá reynum við að búa þannig um hnútana að það muni hafa sem minnst áhrif á Íslendinga og íslenskt atvinnulíf,“ segir Guðlaugur Þór. „En sumt er auðvitað í þessu sem að við ráðum auðvitað ekkert við og það eru samskipti Evrópusambandsins og Bretlands. Við höfum hins vegar frá fyrsta degi lagt á það áherslu í viðræðum við báða aðila að það muni enginn hagnast á viðskiptahindrunum í álfunni og hvetjum menn til þess að það verði alls ekki.“ Hann segir stjórnvöld hafa hafið undirbúning strax og niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgönguna lágu fyrir sumarið 2016. Fyrir liggur meðal annars skýrsla utanríkisráðuneytisins síðan í nóvember 2017 um hagsmuni Íslands vegna Brexit. „Við höfum gengið frá því sem snýr að loftferðamálunum, við höfum gengið frá því sem snýr að réttindum borgaranna og nú erum við að vinna að því með Bretum að ganga frá því sem snýr að vöruviðskiptunum. Þannig að við erum að reyna að ganga þannig fram að þetta hafi sem allra minnst áhrif, því þetta eru tvenns konar áhrif, annars vegar skammtíma og hins vegar langtíma,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Það væri einfaldara fyrir Ísland ef Bretar verða búnir að ná samningi við Evróðusambandið áður en þeir ganga úr sambandinu að sögn utanríkisráðherra. Hann segir íslensk stjórnvöld hafa reynt að búa sig undir allar mögulegar sviðsmyndir vegna Brexit. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu þann 29. mars næstkomandi en enn ríkir mikil óvissa um það hvernig útgöngunni verður háttað og hvort samningar náist fyrir þann tíma. Bresk-íslenska viðskiptaráðið og Samtök verslunar og þjónustu, í samvinnu við utanríkisráðuneytið og breska sendiráðið stóðu fyrir málfundi í morgun um stöðuna sem er uppi enda á Ísland töluverðra hagsmuna að gæta. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kveðst binda vonir við að samningar náist áður en að útgöngunni kemur. „Núna er staðan sú að það væri einfaldara fyrir okkur ef að Bretar færu út með samningi, en ef þeir fara án samnings þá reynum við að búa þannig um hnútana að það muni hafa sem minnst áhrif á Íslendinga og íslenskt atvinnulíf,“ segir Guðlaugur Þór. „En sumt er auðvitað í þessu sem að við ráðum auðvitað ekkert við og það eru samskipti Evrópusambandsins og Bretlands. Við höfum hins vegar frá fyrsta degi lagt á það áherslu í viðræðum við báða aðila að það muni enginn hagnast á viðskiptahindrunum í álfunni og hvetjum menn til þess að það verði alls ekki.“ Hann segir stjórnvöld hafa hafið undirbúning strax og niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgönguna lágu fyrir sumarið 2016. Fyrir liggur meðal annars skýrsla utanríkisráðuneytisins síðan í nóvember 2017 um hagsmuni Íslands vegna Brexit. „Við höfum gengið frá því sem snýr að loftferðamálunum, við höfum gengið frá því sem snýr að réttindum borgaranna og nú erum við að vinna að því með Bretum að ganga frá því sem snýr að vöruviðskiptunum. Þannig að við erum að reyna að ganga þannig fram að þetta hafi sem allra minnst áhrif, því þetta eru tvenns konar áhrif, annars vegar skammtíma og hins vegar langtíma,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira