Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ari Brynjólfsson skrifar 5. mars 2019 07:30 Bólusett er fyrir mislingum við 18 mánaða aldur. Valtýr hvetur foreldra til að fresta því ekki. Fréttablaðið/Ernir Valtýr Stefánsson Thors, sérfræðingur í barnalækningum, segir að foreldrar 11 mánaða barns sem greindist með mislingasmit um helgina eigi mikið hrós skilið fyrir hvernig þau brugðust við. Talið er að smit barnsins megi rekja til smitbera sem kom til landsins frá Filippseyjum þann 14. febrúar síðastliðinn. „Foreldrar barnsins eiga mikið hrós skilið. Þau höfðu haft barnið heima allan þennan tíma, ekki farið með það í daggæslu áður en það verður lasið. Mjög sterkur leikur hjá þeim. Svo þegar það kemur á Barnaspítalann á laugardaginn þá er enginn í snertingu við barnið eða nánu samneyti. Enginn á biðstofunni og enginn í sama herbergi, þannig að smithættan var mjög lítil,“ segir Valtýr.Valtýr Thors, formaður Félags íslenskra barnalækna.Mislingar eru veirusjúkdómur sem er afar smitandi eftir að einkenni koma fram. Sjúkdómurinn getur verið hættulegur og valdið dauða, en er mildur í flestum tilfellum. Í kringum 10 prósent barna sem smitast geta fengið alvarlega fylgikvilla. Erfitt er að bera kennsl á mislinga fyrr en það birtast einkennandi útbrot. „Manni bregður í brún en á sama tíma er maður búinn að vera að bíða eftir þessu. Það eru mislingafaraldrar úti í Evrópu og víðar, það var bara tímaspursmál hvenær þetta myndi gerast,“ segir Valtýr. Hann segir Barnaspítalann nokkuð vel undirbúinn fyrir utan að það vantar betri aðstöðu til að taka á móti sýkingum sem bera með sér mikla smithættu. Börn eru bólusett fyrir mislingum við 18 mánaða aldur og aftur 12 ára. Valtýr telur ekki ástæðu til að endurskoða það fyrirkomulag enn sem komið er, mikilvægt sé þó að bólusetja börn undir 18 mánaða áður en þau ferðast til staða þar sem faraldur er í gangi. Miðað við stöðuna í dag sé það nánast hvar sem er utan landsteinanna. Metfjöldi mislingatilfella greindist í Evrópu í fyrra. Í ágúst höfðu 41 þúsund smitast samanborið við 24 þúsund allt árið þar á undan. Aðspurður hvort það vaxandi fyrirbæri meðal foreldra í Bandaríkjunum og Evrópu að láta ekki bólusetja börnin sín stefni íslenskum börnum í lífshættu segir Valtýr svo vera. „Já. Það er einfaldlega þannig.“ Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Valtýr Stefánsson Thors, sérfræðingur í barnalækningum, segir að foreldrar 11 mánaða barns sem greindist með mislingasmit um helgina eigi mikið hrós skilið fyrir hvernig þau brugðust við. Talið er að smit barnsins megi rekja til smitbera sem kom til landsins frá Filippseyjum þann 14. febrúar síðastliðinn. „Foreldrar barnsins eiga mikið hrós skilið. Þau höfðu haft barnið heima allan þennan tíma, ekki farið með það í daggæslu áður en það verður lasið. Mjög sterkur leikur hjá þeim. Svo þegar það kemur á Barnaspítalann á laugardaginn þá er enginn í snertingu við barnið eða nánu samneyti. Enginn á biðstofunni og enginn í sama herbergi, þannig að smithættan var mjög lítil,“ segir Valtýr.Valtýr Thors, formaður Félags íslenskra barnalækna.Mislingar eru veirusjúkdómur sem er afar smitandi eftir að einkenni koma fram. Sjúkdómurinn getur verið hættulegur og valdið dauða, en er mildur í flestum tilfellum. Í kringum 10 prósent barna sem smitast geta fengið alvarlega fylgikvilla. Erfitt er að bera kennsl á mislinga fyrr en það birtast einkennandi útbrot. „Manni bregður í brún en á sama tíma er maður búinn að vera að bíða eftir þessu. Það eru mislingafaraldrar úti í Evrópu og víðar, það var bara tímaspursmál hvenær þetta myndi gerast,“ segir Valtýr. Hann segir Barnaspítalann nokkuð vel undirbúinn fyrir utan að það vantar betri aðstöðu til að taka á móti sýkingum sem bera með sér mikla smithættu. Börn eru bólusett fyrir mislingum við 18 mánaða aldur og aftur 12 ára. Valtýr telur ekki ástæðu til að endurskoða það fyrirkomulag enn sem komið er, mikilvægt sé þó að bólusetja börn undir 18 mánaða áður en þau ferðast til staða þar sem faraldur er í gangi. Miðað við stöðuna í dag sé það nánast hvar sem er utan landsteinanna. Metfjöldi mislingatilfella greindist í Evrópu í fyrra. Í ágúst höfðu 41 þúsund smitast samanborið við 24 þúsund allt árið þar á undan. Aðspurður hvort það vaxandi fyrirbæri meðal foreldra í Bandaríkjunum og Evrópu að láta ekki bólusetja börnin sín stefni íslenskum börnum í lífshættu segir Valtýr svo vera. „Já. Það er einfaldlega þannig.“
Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05