Tiger meiddur og ekki með um helgina: Vonast til að verða klár fyrir Players Anton Ingi Leifsson skrifar 5. mars 2019 08:30 Tiger er kominn aftur á meiðslalistann. vísir/getty Kylfingurinn Tiger Woods mun ekki keppa á Arnold Palmer mótinu í vikunni en hann hefur dregið sig úr mótinu vegna meiðsla á háls. Woods hefur keppt á þremur mótum það sem af er árinu 2019 og átti samkvæmt dagskrá að keppa á Arnold Palmer mótinu um helgina en nú er það úr sögunni. „Vegna álagsmeiðsla á háls sem ég hef haft í nokkrar vikur þarf ég því miður að draga mig úr keppni á Arnold Palmer mótinu,“ sagði Tiger á Twitter-síðu sína. „Ég hef fengið meðhöndlun en er ekki orðinn nógu góður til þess að spila. Bakið er fínt og þetta eru ekki langvarandi meiðsli og ég vona að ég verði klár fyrir The Players.“ Tiger hefur oftar en ekki gert það gott á þessu tiltekna móti en hann hefur unnið það átta sinnum, sex sinnum oftar en næsti maður. „Ég sendi afsökunarbeiðni á Palmer-fjölskylduna og stuðningsmennina í Orlando. Tengingin við Arnold gerir þetta af einu af mínu uppáhalds móti og ég er ósáttur að missa af því,“ skrifaði Tiger. Woods snéri til baka á síðasta ári eftir löng meiðsli í baki og gerði sér lítð fyrir og vann sinn fyrsta sigur á PGA-túrnum í fimm ár er hann vann Tour Championship mótið í Atlanta í september síðastliðnum. Á þessu ári hefur Tiger endað í 20., 15., og tíunda sæti og er hann talinn fimmti líklegasti kylfingurinn til þess að vinna The Masters sem fer fram í næsta mánuði. Golf Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Kylfingurinn Tiger Woods mun ekki keppa á Arnold Palmer mótinu í vikunni en hann hefur dregið sig úr mótinu vegna meiðsla á háls. Woods hefur keppt á þremur mótum það sem af er árinu 2019 og átti samkvæmt dagskrá að keppa á Arnold Palmer mótinu um helgina en nú er það úr sögunni. „Vegna álagsmeiðsla á háls sem ég hef haft í nokkrar vikur þarf ég því miður að draga mig úr keppni á Arnold Palmer mótinu,“ sagði Tiger á Twitter-síðu sína. „Ég hef fengið meðhöndlun en er ekki orðinn nógu góður til þess að spila. Bakið er fínt og þetta eru ekki langvarandi meiðsli og ég vona að ég verði klár fyrir The Players.“ Tiger hefur oftar en ekki gert það gott á þessu tiltekna móti en hann hefur unnið það átta sinnum, sex sinnum oftar en næsti maður. „Ég sendi afsökunarbeiðni á Palmer-fjölskylduna og stuðningsmennina í Orlando. Tengingin við Arnold gerir þetta af einu af mínu uppáhalds móti og ég er ósáttur að missa af því,“ skrifaði Tiger. Woods snéri til baka á síðasta ári eftir löng meiðsli í baki og gerði sér lítð fyrir og vann sinn fyrsta sigur á PGA-túrnum í fimm ár er hann vann Tour Championship mótið í Atlanta í september síðastliðnum. Á þessu ári hefur Tiger endað í 20., 15., og tíunda sæti og er hann talinn fimmti líklegasti kylfingurinn til þess að vinna The Masters sem fer fram í næsta mánuði.
Golf Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira