Hatari í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð: Fáni Palestínumanna líklega ekki á sviðinu í Tel Aviv Stefán Árni Pálsson skrifar 5. mars 2019 15:15 Þeir Matthías og Klemes báru sig vel. Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí og er nú þegar byrjað að fjalla um sveitina í miðlum í Ísrael. Framlag Íslands heyrist á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14. maí. Ljóst er að Ísland verður í seinni hlutanum á fyrra undankvöldinu sem haldið verður í Tel Aviv eins og lokakeppnin 18. maí. Hataramenn, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan, voru fengnir í sjónvarpsviðtal á ísraelsku sjónvarpsstöðinni Channel 13 og það í fréttatímanum. Hataramenn eru sem stendur í fjölmiðlapásu eins og Vísir hefur fjallað um. Fyrir liggur að þátttaka Hatara í Eurovision hefur þegar valdið verulegum skjálfta í Ísrael. Hatari vann Söngvakeppnina hér heima með miklum yfirburðum. Meðan margir hvöttu til sniðgöngu á Eurovision hafa meðlimir Hatara gefið það út að þeir vilji nota þennan vettvang til að gagnrýna framgöngu Ísrael gagnvart Palestínu. „Við viljum ítreka beiðni okkar til Netanyahu og starfsfólks hans um að taka við okkur bardaga í íslenskri glímu,“ sagði Matthías Tryggvi og Klemens tók þá við til að reyna útskýra hvernig íslensk glíma gengur fyrir sig. DV.is greindi fyrst frá málinu. „Það var mikill þrýstingur á Íslandi um að taka ekki þátt í Eurovision að þessu sinni. Við höfum gagnrýnt að keppnin sé haldin í Ísrael og að Íslendingar kjósi okkur segir að þeir eru sammála að halda gagnrýnni umræðu á lofti. Ég tel það ekki líklegt að fáni Palestínumanna verði á sviðinu með okkur,“ segir Matthías. Þeir fundu ekki tíma í gær til að ræða við Kastljósið, eins og hefð er fyrir að siguratriðið geri, að sögn vegna anna. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, útskýrði að sveitin væri ekki beinlínis í fjölmiðlabanni heldur önnum kafin við vinnu að atriði sínu sem Felix sagði að yrði sómi að, fyrir land og þjóð. Eurovision Tengdar fréttir Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54 Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34 Telur að geti brugðið til beggja vona hjá Hatara Þetta var bara ógeðslega gaman, segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem óhætt er að segja að hafi blómstrað á sviði Laugardalshallar á úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið. 4. mars 2019 15:00 Finnst atriði Hatara „frekar misheppnað“ Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir sumt í atriði Hatara vera á gráu svæði og telur sniðgöngu hafa verið sterkara val. 4. mars 2019 23:53 Hatari settur í „fjölmiðlafrí“ Hatari mætti ekki í Kastljós í kvöld líkt og sigurvegarar fyrri ára hafa hingað til gert. 4. mars 2019 22:22 Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira
Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí og er nú þegar byrjað að fjalla um sveitina í miðlum í Ísrael. Framlag Íslands heyrist á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14. maí. Ljóst er að Ísland verður í seinni hlutanum á fyrra undankvöldinu sem haldið verður í Tel Aviv eins og lokakeppnin 18. maí. Hataramenn, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan, voru fengnir í sjónvarpsviðtal á ísraelsku sjónvarpsstöðinni Channel 13 og það í fréttatímanum. Hataramenn eru sem stendur í fjölmiðlapásu eins og Vísir hefur fjallað um. Fyrir liggur að þátttaka Hatara í Eurovision hefur þegar valdið verulegum skjálfta í Ísrael. Hatari vann Söngvakeppnina hér heima með miklum yfirburðum. Meðan margir hvöttu til sniðgöngu á Eurovision hafa meðlimir Hatara gefið það út að þeir vilji nota þennan vettvang til að gagnrýna framgöngu Ísrael gagnvart Palestínu. „Við viljum ítreka beiðni okkar til Netanyahu og starfsfólks hans um að taka við okkur bardaga í íslenskri glímu,“ sagði Matthías Tryggvi og Klemens tók þá við til að reyna útskýra hvernig íslensk glíma gengur fyrir sig. DV.is greindi fyrst frá málinu. „Það var mikill þrýstingur á Íslandi um að taka ekki þátt í Eurovision að þessu sinni. Við höfum gagnrýnt að keppnin sé haldin í Ísrael og að Íslendingar kjósi okkur segir að þeir eru sammála að halda gagnrýnni umræðu á lofti. Ég tel það ekki líklegt að fáni Palestínumanna verði á sviðinu með okkur,“ segir Matthías. Þeir fundu ekki tíma í gær til að ræða við Kastljósið, eins og hefð er fyrir að siguratriðið geri, að sögn vegna anna. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, útskýrði að sveitin væri ekki beinlínis í fjölmiðlabanni heldur önnum kafin við vinnu að atriði sínu sem Felix sagði að yrði sómi að, fyrir land og þjóð.
Eurovision Tengdar fréttir Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54 Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34 Telur að geti brugðið til beggja vona hjá Hatara Þetta var bara ógeðslega gaman, segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem óhætt er að segja að hafi blómstrað á sviði Laugardalshallar á úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið. 4. mars 2019 15:00 Finnst atriði Hatara „frekar misheppnað“ Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir sumt í atriði Hatara vera á gráu svæði og telur sniðgöngu hafa verið sterkara val. 4. mars 2019 23:53 Hatari settur í „fjölmiðlafrí“ Hatari mætti ekki í Kastljós í kvöld líkt og sigurvegarar fyrri ára hafa hingað til gert. 4. mars 2019 22:22 Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira
Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54
Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34
Telur að geti brugðið til beggja vona hjá Hatara Þetta var bara ógeðslega gaman, segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem óhætt er að segja að hafi blómstrað á sviði Laugardalshallar á úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið. 4. mars 2019 15:00
Finnst atriði Hatara „frekar misheppnað“ Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir sumt í atriði Hatara vera á gráu svæði og telur sniðgöngu hafa verið sterkara val. 4. mars 2019 23:53
Hatari settur í „fjölmiðlafrí“ Hatari mætti ekki í Kastljós í kvöld líkt og sigurvegarar fyrri ára hafa hingað til gert. 4. mars 2019 22:22