Stífla ógnar tilvist órangútanategundar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. mars 2019 08:00 Wahli-liðar hafa mótmælt stíflunni fyrirhuguðu harðlega. Nordicphotos/AFP Tapanuli-órangútanar, sú tegund órangútana sem er í einna mestri útrýmingarhættu, eiga nú dauðann vísan eftir að indónesískur dómstóll úrskurðaði fyrirhugaða byggingu stíflu í Batang Toru-skógi á indónesísku eynni Súmötru löglega. Þetta hafði BBC eftir indónesískum dýraverndunarsinnum í gær. Talið er að einungis 800 tapanuli-órangútanar séu eftir í heiminum. Allir búsettir á þessu sama svæði. Tapanuli-órangútanar voru ekki skilgreindir sem sérstök tegund fyrr en árið 2017 en samkvæmt sérfræðingi við réttarhöldin þýðir bygging stíflunnar nær örugglega útrýmingu tegundarinnar. Að auki búa til dæmis súmötrutígrisdýr og gibbonapar í skóginum. Dagblaðið Jakarta Post hefur greint frá því að kínverska ríkisfyrirtækið Sinohydro muni reisa stífluna og kínverski ríkisbankinn Zhongguó Yínháng er einn af þeim alþjóðlegu bönkum sem fjármagna verkefnið. Stíflan á að sjá íbúum og fyrirtækjum í Norður-Súmötrufylki fyrir rafmagni og er stefnt að því að ljúka byggingu hennar árið 2022. Umhverfisverndarsamtökin Wahli höfðu kært byggingu stíflunnar en eins og áður segir var verkefnið metið löglegt. Wahli ætlar að áfrýja úrskurðinum og hefur kallað eftir því að Kínverjar hætti við að fjármagna verkefnið. BBC hafði eftir Serge Wich, sérfræðingi í verndun prímata, að hann væri steinhissa á því að verkefni sem þetta væri yfirhöfuð á dagskrá. „Þau ætla að byggja stífluna á þeim stað sem flestir órangútanar búa í skóginum. Þetta er versta mögulega staðsetning,“ sagði hann. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Indónesía Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Tapanuli-órangútanar, sú tegund órangútana sem er í einna mestri útrýmingarhættu, eiga nú dauðann vísan eftir að indónesískur dómstóll úrskurðaði fyrirhugaða byggingu stíflu í Batang Toru-skógi á indónesísku eynni Súmötru löglega. Þetta hafði BBC eftir indónesískum dýraverndunarsinnum í gær. Talið er að einungis 800 tapanuli-órangútanar séu eftir í heiminum. Allir búsettir á þessu sama svæði. Tapanuli-órangútanar voru ekki skilgreindir sem sérstök tegund fyrr en árið 2017 en samkvæmt sérfræðingi við réttarhöldin þýðir bygging stíflunnar nær örugglega útrýmingu tegundarinnar. Að auki búa til dæmis súmötrutígrisdýr og gibbonapar í skóginum. Dagblaðið Jakarta Post hefur greint frá því að kínverska ríkisfyrirtækið Sinohydro muni reisa stífluna og kínverski ríkisbankinn Zhongguó Yínháng er einn af þeim alþjóðlegu bönkum sem fjármagna verkefnið. Stíflan á að sjá íbúum og fyrirtækjum í Norður-Súmötrufylki fyrir rafmagni og er stefnt að því að ljúka byggingu hennar árið 2022. Umhverfisverndarsamtökin Wahli höfðu kært byggingu stíflunnar en eins og áður segir var verkefnið metið löglegt. Wahli ætlar að áfrýja úrskurðinum og hefur kallað eftir því að Kínverjar hætti við að fjármagna verkefnið. BBC hafði eftir Serge Wich, sérfræðingi í verndun prímata, að hann væri steinhissa á því að verkefni sem þetta væri yfirhöfuð á dagskrá. „Þau ætla að byggja stífluna á þeim stað sem flestir órangútanar búa í skóginum. Þetta er versta mögulega staðsetning,“ sagði hann.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Indónesía Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira