Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. mars 2019 12:06 Tvö börn, ellefu og átján mánaða, hafa greinst með mislinga hér á landi síðustu daga. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða.Sjá einnig: Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Fjögur mislingasmit hafa verið staðfest í íslensku heilbrigðiskerfi síðustu daga en tveir fullorðnir og tvö börn hafa nú verið greind með mislinga. Börnin tvö eru ellefu og átján mánaða en eldra barnið var á leikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ. Tuttugu börnum á leikskólanum, sem eru óbólusett vegna aldurs eða annarra ástæðna, hefur verið skipað að halda sig heima í rúmar tvær vikur.Ekki við neinn að sakast Þórdís Jóna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að foreldrar barnsins hafi brugðist hárrétt við miðað við upplýsingar sem þeir fengu þegar fyrst var kannað hvort barnið væri smitað.Þórdís Lóa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar.Skjáskot/Stöð 2„Það er búið að fara yfir þetta mál, og Ásgeir [Haraldsson] til dæmis, sem er prófessor í barnalækningum, hann sagði að foreldrar hefðu gert nákvæmlega það sem þeim hefði verið uppálagt að gera. Það var ekki betur vitað en að barnið væri ekki með mislingasmit eftir að það var búið að rannsaka það, þannig að það var ekki við neinn að sakast í því máli,“ segir Þórdís. Þess vegna hafi foreldrarnir metið það svo að óhætt væri að koma með barnið á leikskólann. „En eðlilega þarf þá að fara í gegnum einhverja ferla með það að það hafi ekki verið gefið út að barnið væri ekki með mislinga. En þau fengu það staðfest að barnið væri ekki með mislinga.“Fleiri smit ekki staðfest á landinu það sem af er degi Þórdís segir barnið á batavegi og jafni sig nú heima hjá sér. Þá hafa ekki komið upp fleiri mislingasmit á leikskólanum. „Nei, ekki sem við vitum um.“ Komið hefur fram að smitberinn var farþegi í vél Icelandair sem kom til landsins þann fjórtánda febrúar síðastliðinn og fór áfram til Egilsstaða daginn eftir. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi sendi frá sér tilkynningu vegna málsins gær en þar kemur fram að smitberar hafi farið víða innan Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs. Starfsmenn vinna nú að því að finna þá sem helst má reikna með að gætu hafa smitast. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfesti við fréttastofu fyrir hádegi að það sem af er degi hefðu ekki verið staðfest fleiri mislingasmit en fyrrnefnd fjögur tilfelli. Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða.Sjá einnig: Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Fjögur mislingasmit hafa verið staðfest í íslensku heilbrigðiskerfi síðustu daga en tveir fullorðnir og tvö börn hafa nú verið greind með mislinga. Börnin tvö eru ellefu og átján mánaða en eldra barnið var á leikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ. Tuttugu börnum á leikskólanum, sem eru óbólusett vegna aldurs eða annarra ástæðna, hefur verið skipað að halda sig heima í rúmar tvær vikur.Ekki við neinn að sakast Þórdís Jóna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að foreldrar barnsins hafi brugðist hárrétt við miðað við upplýsingar sem þeir fengu þegar fyrst var kannað hvort barnið væri smitað.Þórdís Lóa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar.Skjáskot/Stöð 2„Það er búið að fara yfir þetta mál, og Ásgeir [Haraldsson] til dæmis, sem er prófessor í barnalækningum, hann sagði að foreldrar hefðu gert nákvæmlega það sem þeim hefði verið uppálagt að gera. Það var ekki betur vitað en að barnið væri ekki með mislingasmit eftir að það var búið að rannsaka það, þannig að það var ekki við neinn að sakast í því máli,“ segir Þórdís. Þess vegna hafi foreldrarnir metið það svo að óhætt væri að koma með barnið á leikskólann. „En eðlilega þarf þá að fara í gegnum einhverja ferla með það að það hafi ekki verið gefið út að barnið væri ekki með mislinga. En þau fengu það staðfest að barnið væri ekki með mislinga.“Fleiri smit ekki staðfest á landinu það sem af er degi Þórdís segir barnið á batavegi og jafni sig nú heima hjá sér. Þá hafa ekki komið upp fleiri mislingasmit á leikskólanum. „Nei, ekki sem við vitum um.“ Komið hefur fram að smitberinn var farþegi í vél Icelandair sem kom til landsins þann fjórtánda febrúar síðastliðinn og fór áfram til Egilsstaða daginn eftir. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi sendi frá sér tilkynningu vegna málsins gær en þar kemur fram að smitberar hafi farið víða innan Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs. Starfsmenn vinna nú að því að finna þá sem helst má reikna með að gætu hafa smitast. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfesti við fréttastofu fyrir hádegi að það sem af er degi hefðu ekki verið staðfest fleiri mislingasmit en fyrrnefnd fjögur tilfelli.
Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30
Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21
Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30