Setja alla orkuna í næsta verkfall ef málið tapast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. mars 2019 15:03 Sólveig Anna Jónsdóttir við kosningaskutlu Eflingar í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar segir að talsverður hópur félagsmanna hafi haft samband og kvartað undan óeðlilegum afskiptum atvinnurekenda af atkvæðagreiðslu Eflingar um verkföll. Efling ætli að halda áfram með sína dagskrá á föstudaginn í Gamla bíó þó Félagsdómur dæmi atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun þann dag ólöglega. Von er á niðurstöðu á morgun. Samtök atvinnulífsins höfðuðu mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu í síðustu viku þar sem þess er krafist að verkfall sem á að hefjast á föstudaginn verði dæmt ólögmætt. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ef dómurinn kveði á um að atkvæðagreiðslan hafi verið ólögleg muni félagið halda áfram með boðaða dagskrá í Gamla bíó á föstudaginn og nota daginn daginn til að hafa samband við félagsmenn. „Þetta verkfall var náttúrulega boðað til að eiga sér stað á þessum merka baráttudegi láglaunakvenna. Mér finnst líklegt að ef dómur fellur okkur í óhag þá höldum við bara áfram með undirbúning að öðrum verkföllum sem eru í uppsiglingu. Við setjum bara alla orkuna okkar þangað,“ segir Sólveig Anna. Efling sendi tilkynningu frá sér í gær þar sem kom fram að félagsmenn hefði haft samband og tilkynnt um að atvinnurekendur á félagsvæði Eflingar hefðu haft óðelileg afskipti af þátttöku félagsmanna um verkfallsboðun. Sólveig segir að þetta snúist fyrst og fremst um hræðsluáróður. „Þetta er sem sagt töluverður hópur frá nokkrum fyrirtækjum sem hafa haft samband við okkur. Þar sem því hefur verið lýst hvernig yfirmenn að okkar mati eru að reyna að hafa óeðlileg áhrif á hvernig fólk greiðir í þessari verkfallskosningu. Við sáum það í síðustu viku að þar var verið að reyna að koma í veg fyrir að fólk greiddi atkvæði en þetta snýst um það að hræðsluáróðri sé beitt í þeim tilgangi að hafa áhrif á hvernig fólk greiðir í kosningunum.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/VilhelmSamtök atvinnulífsins sendu jafnframt frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að atvinnurekendum væri skylt að upplýsa starfsmenn um stöðu og horfur í atvinnumálum í fyrirtækjum þar sem starfa 50 eða fleiri. Hins vegar væri þeim óheimilt að hóta starfsmönnum uppsögn tækju þeir þátt í atkvæðagreiðslu. „Það er mikilvægt að árétta fyrir öllum hvort sem það eru atvinnurekendur eða verkalýðishreyfingin að það er mikilvægt á þessum tímum að gæta hófs í yfirlýsingum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. „Ég myndi segja að þarna væri sannarlega farið út fyrir velsæmismörk. Það er eitt að upplýsa um stöðu fyrirtækisins en annað að fara fram með hræðsluáróður í þeim markvissa tilgangi að grafa undan þeim eðlilega rétti að taka þátt í atkvæðagreiðslu sem þessari,“ segir Sólveig Anna. Hún segir að haldið sé utan um allar ábendingar sem berast, þær séu teknar alvarlega. Framkvæmdastjóri Eflingar Viðar Þorsteinsson hafi haft samband við forsvarsmenn þessara fyrirtækja og útskýrt málið fyrir þeim. „Við erum á fullu í að undirbúa föstudaginn. Við höldum honum markvisst áfram. Aðgerðaráætlun felst í að ef Félagsdómur dæmir atkvæðagreiðsluna ólöglega munum við engu að síður halda okkar fund í Gamla bió á föstudaginn og nota þennan dag til að halda áfram og setja okkur í samband við félagsmenn okkar.“ Kjaramál Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Sjá meira
Formaður Eflingar segir að talsverður hópur félagsmanna hafi haft samband og kvartað undan óeðlilegum afskiptum atvinnurekenda af atkvæðagreiðslu Eflingar um verkföll. Efling ætli að halda áfram með sína dagskrá á föstudaginn í Gamla bíó þó Félagsdómur dæmi atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun þann dag ólöglega. Von er á niðurstöðu á morgun. Samtök atvinnulífsins höfðuðu mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu í síðustu viku þar sem þess er krafist að verkfall sem á að hefjast á föstudaginn verði dæmt ólögmætt. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ef dómurinn kveði á um að atkvæðagreiðslan hafi verið ólögleg muni félagið halda áfram með boðaða dagskrá í Gamla bíó á föstudaginn og nota daginn daginn til að hafa samband við félagsmenn. „Þetta verkfall var náttúrulega boðað til að eiga sér stað á þessum merka baráttudegi láglaunakvenna. Mér finnst líklegt að ef dómur fellur okkur í óhag þá höldum við bara áfram með undirbúning að öðrum verkföllum sem eru í uppsiglingu. Við setjum bara alla orkuna okkar þangað,“ segir Sólveig Anna. Efling sendi tilkynningu frá sér í gær þar sem kom fram að félagsmenn hefði haft samband og tilkynnt um að atvinnurekendur á félagsvæði Eflingar hefðu haft óðelileg afskipti af þátttöku félagsmanna um verkfallsboðun. Sólveig segir að þetta snúist fyrst og fremst um hræðsluáróður. „Þetta er sem sagt töluverður hópur frá nokkrum fyrirtækjum sem hafa haft samband við okkur. Þar sem því hefur verið lýst hvernig yfirmenn að okkar mati eru að reyna að hafa óeðlileg áhrif á hvernig fólk greiðir í þessari verkfallskosningu. Við sáum það í síðustu viku að þar var verið að reyna að koma í veg fyrir að fólk greiddi atkvæði en þetta snýst um það að hræðsluáróðri sé beitt í þeim tilgangi að hafa áhrif á hvernig fólk greiðir í kosningunum.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/VilhelmSamtök atvinnulífsins sendu jafnframt frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að atvinnurekendum væri skylt að upplýsa starfsmenn um stöðu og horfur í atvinnumálum í fyrirtækjum þar sem starfa 50 eða fleiri. Hins vegar væri þeim óheimilt að hóta starfsmönnum uppsögn tækju þeir þátt í atkvæðagreiðslu. „Það er mikilvægt að árétta fyrir öllum hvort sem það eru atvinnurekendur eða verkalýðishreyfingin að það er mikilvægt á þessum tímum að gæta hófs í yfirlýsingum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. „Ég myndi segja að þarna væri sannarlega farið út fyrir velsæmismörk. Það er eitt að upplýsa um stöðu fyrirtækisins en annað að fara fram með hræðsluáróður í þeim markvissa tilgangi að grafa undan þeim eðlilega rétti að taka þátt í atkvæðagreiðslu sem þessari,“ segir Sólveig Anna. Hún segir að haldið sé utan um allar ábendingar sem berast, þær séu teknar alvarlega. Framkvæmdastjóri Eflingar Viðar Þorsteinsson hafi haft samband við forsvarsmenn þessara fyrirtækja og útskýrt málið fyrir þeim. „Við erum á fullu í að undirbúa föstudaginn. Við höldum honum markvisst áfram. Aðgerðaráætlun felst í að ef Félagsdómur dæmir atkvæðagreiðsluna ólöglega munum við engu að síður halda okkar fund í Gamla bió á föstudaginn og nota þennan dag til að halda áfram og setja okkur í samband við félagsmenn okkar.“
Kjaramál Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Sjá meira