Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Breiðablik 94-70 | Lítið mál fyrir Stólana Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 7. mars 2019 21:30 vísir/bára Tindastóll vann Breiðablik 94-67 í Dominos deild karla í kvöld. Blikaliðið er búið að gefa það út að þeir séu bara að undirbúa sig fyrir næsta tímabil svo þetta stóra tap kemur kannski ekki mikið á óvart. Blikar byrjuðu betur en þegar leið á leikinn áttu þeir engan séns í Stólana. Af hverju vann Tindastóll? Blikar eru neðstir með einn sigur og búnir að senda heim erlendur leikmennina sína. Tindastóll eru í þriðja sæti og að undirbúa sig fyrir úrslitakeppnina. Það þarf ekki að segja meira. Hverjir stóðu upp úr? Pétur Rúnar Birgisson var frábær í kvöld. Hitti vel fyrir utan og stýrði sóknarleiknum vel. P.J. Alawoya hélt áfram sinni góðu endurkomu inn í liðið. 12 stig, 8 fráköst og spilaði hörkuvörn. Árni Elmar Hrafnsson var með flotta innkomu af bekknum fyrir Blikana í kvöld, hitti vel fyrir utan þriggja stiga. Sveinbjörn Jóhannesson leikmaður Breiðabliks átti mjög góðan fyrri hálfleik og sýndi hvað hann er mikið efni. Spilaði þar vel bæði í vörn og sókn. Átti í erfiðleikum báðu megin í seinni hálfleik eins og liðsfélagar sínir en sýndi heilt yfir hverju má búast við frá honum þegar hann fer aftur upp í Dominos deildina 2021 mögulega. Tölfræði sem vekur athygli 20-24 - Staðan eftir fyrsta leikhluta. Blikar byrjuðu mjög vel og eiga hrós skilið fyrir góðan fyrsta leikhluta. 2 - Fjöldi þrista sem Brynjar Þór Björnsson setti niður í kvöld. Hann setti metið fyrir flesta þrista í einum leik síðast þegar þessi lið áttust við en var ekki alveg jafn heitur í kvöld. 19 - Tapaðir boltar hjá Breiðablik í leiknum. Þeir áttu virkilega erfitt með að halda boltanum á móti pressunni hjá Tindastól. Hvað gerist næst? Blikar fá Njarðvík í heimsókn á sunnudagskvöldið. Þetta verður síðasti leikurinn í Dominos deild karla sem fer fram í Kópavogi þangað til ársins 2021 í fyrsta lagi svo vonandi fjölmenna Kópabogsbúar. Stólarnir fara í Fjósið á sunnudaginn og spila þar á móti Skallagrím sem féllu í kvöld. Stólarnir eru núna búnir að vinna tvo leiki í röð og vilja eflaust vera með nokkra sigurleiki í röð þegar úrslitakeppnin fer af stað. Israel:Ef við spilum vel saman getum við komist alla leið„Ég er mjög ánægður. Okkar áætlun á þessari stundu er að spá í einum leik í einu. Eins og ég sagði eftir seinasta leik þá erum við að reyna að bæta okkur á vellinum,” sagði Israel Martin þjálfari Tindastóls eftir leikinn. Tindastóll var með 25 stoðsendingar í leiknum enda var boltinn að ganga mjög vel hjá þeim. „Við vorum með 25 stoðsendingar í leiknum. Það skiptir miklu máli fyrir mig. Þetta þýðir að við spiluðum boltanum vel.” „Ég er ekki að spá í Skallagrím, Keflavík eða Breiðablik í kvöld. Ég er að spá í Tindastól. Okkar áhersluatriði er að við sinnum varnarleiknum og sóknarleiknum okkar. Ef við spilum vel saman hef ég trú á að við komumst alla leið. Pétur :Þetta er ákveðið sjokk fyrir okkur„Þetta er ákveðið sjokk fyrir okkur, að tapa svona,” sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Breiðabliks fyrst léttur eftir leik. „Þetta er lið sem tapaði í úrslitum fyrir KR fyrir ári síðan og þeir eru búnir að styrkja sig síðan þá. Við erum með sama lið og við vorum með í fyrstu deildinni í fyrra, ef ekki slakara lið en þá. Við vorum að spila á móti of góðum andstæðing í kvöld. Í þriðja leikhluta öskraði Brynjar Þór Björnsson leikmaður Tindastóls í átt að bekknum hjá Breiðablik. Fyrir atvikið fékk Brynjar tæknivillu. „Þetta er bara í hita leiksins. Þetta skiptir svo sem engu máli hann nær svolítið að snúa momentinu í leiknum með þeim. Þetta er ekki fyrsti leikurinn hans.” „Við erum bara að halda áfram að vinna í því sem við erum búnir að vera að gera. Gera lagfæringar á einhverjum varnarleik til að geta skoðað, hvernig við höldum svo áfram með þetta á næsta tímabili.” Dominos-deild karla
Tindastóll vann Breiðablik 94-67 í Dominos deild karla í kvöld. Blikaliðið er búið að gefa það út að þeir séu bara að undirbúa sig fyrir næsta tímabil svo þetta stóra tap kemur kannski ekki mikið á óvart. Blikar byrjuðu betur en þegar leið á leikinn áttu þeir engan séns í Stólana. Af hverju vann Tindastóll? Blikar eru neðstir með einn sigur og búnir að senda heim erlendur leikmennina sína. Tindastóll eru í þriðja sæti og að undirbúa sig fyrir úrslitakeppnina. Það þarf ekki að segja meira. Hverjir stóðu upp úr? Pétur Rúnar Birgisson var frábær í kvöld. Hitti vel fyrir utan og stýrði sóknarleiknum vel. P.J. Alawoya hélt áfram sinni góðu endurkomu inn í liðið. 12 stig, 8 fráköst og spilaði hörkuvörn. Árni Elmar Hrafnsson var með flotta innkomu af bekknum fyrir Blikana í kvöld, hitti vel fyrir utan þriggja stiga. Sveinbjörn Jóhannesson leikmaður Breiðabliks átti mjög góðan fyrri hálfleik og sýndi hvað hann er mikið efni. Spilaði þar vel bæði í vörn og sókn. Átti í erfiðleikum báðu megin í seinni hálfleik eins og liðsfélagar sínir en sýndi heilt yfir hverju má búast við frá honum þegar hann fer aftur upp í Dominos deildina 2021 mögulega. Tölfræði sem vekur athygli 20-24 - Staðan eftir fyrsta leikhluta. Blikar byrjuðu mjög vel og eiga hrós skilið fyrir góðan fyrsta leikhluta. 2 - Fjöldi þrista sem Brynjar Þór Björnsson setti niður í kvöld. Hann setti metið fyrir flesta þrista í einum leik síðast þegar þessi lið áttust við en var ekki alveg jafn heitur í kvöld. 19 - Tapaðir boltar hjá Breiðablik í leiknum. Þeir áttu virkilega erfitt með að halda boltanum á móti pressunni hjá Tindastól. Hvað gerist næst? Blikar fá Njarðvík í heimsókn á sunnudagskvöldið. Þetta verður síðasti leikurinn í Dominos deild karla sem fer fram í Kópavogi þangað til ársins 2021 í fyrsta lagi svo vonandi fjölmenna Kópabogsbúar. Stólarnir fara í Fjósið á sunnudaginn og spila þar á móti Skallagrím sem féllu í kvöld. Stólarnir eru núna búnir að vinna tvo leiki í röð og vilja eflaust vera með nokkra sigurleiki í röð þegar úrslitakeppnin fer af stað. Israel:Ef við spilum vel saman getum við komist alla leið„Ég er mjög ánægður. Okkar áætlun á þessari stundu er að spá í einum leik í einu. Eins og ég sagði eftir seinasta leik þá erum við að reyna að bæta okkur á vellinum,” sagði Israel Martin þjálfari Tindastóls eftir leikinn. Tindastóll var með 25 stoðsendingar í leiknum enda var boltinn að ganga mjög vel hjá þeim. „Við vorum með 25 stoðsendingar í leiknum. Það skiptir miklu máli fyrir mig. Þetta þýðir að við spiluðum boltanum vel.” „Ég er ekki að spá í Skallagrím, Keflavík eða Breiðablik í kvöld. Ég er að spá í Tindastól. Okkar áhersluatriði er að við sinnum varnarleiknum og sóknarleiknum okkar. Ef við spilum vel saman hef ég trú á að við komumst alla leið. Pétur :Þetta er ákveðið sjokk fyrir okkur„Þetta er ákveðið sjokk fyrir okkur, að tapa svona,” sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Breiðabliks fyrst léttur eftir leik. „Þetta er lið sem tapaði í úrslitum fyrir KR fyrir ári síðan og þeir eru búnir að styrkja sig síðan þá. Við erum með sama lið og við vorum með í fyrstu deildinni í fyrra, ef ekki slakara lið en þá. Við vorum að spila á móti of góðum andstæðing í kvöld. Í þriðja leikhluta öskraði Brynjar Þór Björnsson leikmaður Tindastóls í átt að bekknum hjá Breiðablik. Fyrir atvikið fékk Brynjar tæknivillu. „Þetta er bara í hita leiksins. Þetta skiptir svo sem engu máli hann nær svolítið að snúa momentinu í leiknum með þeim. Þetta er ekki fyrsti leikurinn hans.” „Við erum bara að halda áfram að vinna í því sem við erum búnir að vera að gera. Gera lagfæringar á einhverjum varnarleik til að geta skoðað, hvernig við höldum svo áfram með þetta á næsta tímabili.”
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum