Lífið

Opinber Eurovision-rás birtir tíu bestu framlög Íslands í keppninni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhanna Guðrún trónir á toppnum á listanum.
Jóhanna Guðrún trónir á toppnum á listanum.
Eurovision-rásin á YouTube gaf á dögunum út myndband þar sem farið er yfir tíu bestu framlög Íslands í Eurovision eða þau lög sem hafa náð hvað lengst í keppninni.

Þar kemur til að mynda á óvart að Sigríður Beinteinsdóttir syngur í þremur lögum á listanum.

Listinn er samansettur af lögum sem gengu best miðað við í hvaða sæti þau lentu og hversu mörg lög tóku þátt í hverri keppni fyrir sig.

Hér að neðan má sjá listann í heild sinni og yfirferð Eurovision.

10. Vinir Sjonna - Coming Home - 2011 - 20. sæti af 43 lögum

9. Sigga Beinteins – Nætur1994 - 12. sæti af 25 lögum

8. Eyþór Ingi – Ég á líf - 2013 - 17. sæti af 39 lögum

7. Pollapönk – Burtu með fordóma - 2014 - 15. sæti af 37 lögum

6. Eurobandið – This is My Life2008 - 14. sæti af 43 lögum

5. Birgitta Haukdal – Open Your Heart - 2003 - 8. sæti af 26 lögum

4. Heart 2 Heart – Nei eða já1992 - 7. sæti af 23 lögum

3. Stjórnin – Eitt lag enn1990 – 4. sæti af 22 lögum

2. Selma – All Out Of Luck1999 – 2. sæti af 23 lögum

1. Jóhanna Guðrún – Is it True?2009 – 2. sæti af 42 lögum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.