Líklegt að Brexit verði frestað hafni þingmenn samningi Kjartan Kjartansson skrifar 7. mars 2019 10:47 Philip Hammond, fjármálaráðherra Bretlands. Vísir/EPA Bresk stjórnvöld þurfa líklega að fresta fyrirhugaðri útgöngu úr Evrópusambandinu felli þingmenn útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra öðru sinni. Philip Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, segist viss um að þingið ákveði að ganga ekki úr sambandinu án útgöngusamnings. Samningi May var hafnað með afgerandi meirihluta í þinginu í janúar en til stendur að greiða atkvæði aftur í næstu viku. Aðeins tuttugu og tveir dagar eru þar til Bretar ætla sér að ganga úr sambandinu. May hefur sagt að þingið verði látið greiða atkvæði um hvort það vilji ganga úr án samnings ef samningur hennar verður felldur. „Þingið mun ekki greiða atkvæði með því að ganga úr Evrópusambandinu án samnings. Ég hef mikla trú á því,“ sagði Hammond í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Svokölluð baktrygging um landamæri á Írlandi er það þrætumál þar sem hnífurinn stendur helst í kúnni. Í samningi May er gert ráð fyrir að Norður-Írland verði áfram hluti af tollabandalagi Evrópu þar til samið verður sérstaklega um fyrirkomulag til frambúðar til að ekki þurfi að setja upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa hvatt bresku ríkisstjórnina til að leggja fram nýjar tillögur að samningi innan næstu tveggja sólahringa til að höggva á hnútinn. Þeir segja tilbúnir að leggja dag við nótt til að ná samkomulagi um helgina ef viðunandi tillögur berist frá May á morgun. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Bresk stjórnvöld þurfa líklega að fresta fyrirhugaðri útgöngu úr Evrópusambandinu felli þingmenn útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra öðru sinni. Philip Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, segist viss um að þingið ákveði að ganga ekki úr sambandinu án útgöngusamnings. Samningi May var hafnað með afgerandi meirihluta í þinginu í janúar en til stendur að greiða atkvæði aftur í næstu viku. Aðeins tuttugu og tveir dagar eru þar til Bretar ætla sér að ganga úr sambandinu. May hefur sagt að þingið verði látið greiða atkvæði um hvort það vilji ganga úr án samnings ef samningur hennar verður felldur. „Þingið mun ekki greiða atkvæði með því að ganga úr Evrópusambandinu án samnings. Ég hef mikla trú á því,“ sagði Hammond í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Svokölluð baktrygging um landamæri á Írlandi er það þrætumál þar sem hnífurinn stendur helst í kúnni. Í samningi May er gert ráð fyrir að Norður-Írland verði áfram hluti af tollabandalagi Evrópu þar til samið verður sérstaklega um fyrirkomulag til frambúðar til að ekki þurfi að setja upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa hvatt bresku ríkisstjórnina til að leggja fram nýjar tillögur að samningi innan næstu tveggja sólahringa til að höggva á hnútinn. Þeir segja tilbúnir að leggja dag við nótt til að ná samkomulagi um helgina ef viðunandi tillögur berist frá May á morgun.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira