Fjórir gert tilraun til að skaða sig í fangaklefa frá áramótum: „Þá er bara allt notað til að reyna skaða sig“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. mars 2019 19:00 Frá áramótum hafa fjórir einstaklingar gert tilraun til að skaða sig í fangaklefum lögreglunnar höfuðborgarsvæðinu. Lögreglustjórinn segir fangaverði stundum neyðast til að afklæða fólk í annarlegu ástandi þar sem það noti fötin til að reyna að stytta sér aldur. Unnið sé að úrbótum. Umboðsmaður Alþingis hefur að undanförnu unnið að athugun á verklagi lögreglu í tilvikum þegar menn eru vistaðir í fangageymslu lögreglu og eru taldir í sjálfsvígshættu. Í svarbréfi ríkislögreglustjóra til umboðsmanns Alþingis frá því í janúar kemur fram að ríkislögreglustjóri leggi fyrir lögreglustjóra að einstaklingum í sjálfsvígshættu beri að færa án tafar undir læknishendur á heilbrigðisstofnun.vísir/ernirSigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir að raunin sé því miður önnur. Fólk í sjálfsvígshættu gisti reglulega fangageymslur og hafa fjórir gert tilraun til að skaða sig í fangaklefa lögreglunnar frá áramótum. Þetta fólk geti verið með geðrænan vanda og sé oftast einnig undir áhrifum vímuefna. „Og þau eru þá ekki í ástandi til að vera tekin inn í meðferð á geðdeild en hafa jafnvel reynt sjálfsvíg eða hættuleg sjálfum sér og öðrum þannig að það fólk getur verið í klefa hjá okkur á meðan vesta víman er að fara af þeim,“ segir Sigríður Björk. Enda séu engin önnur úrræði í boði. Í fyrrnefndu bréfi ríkislögreglustjóra kemur fram að það geti ekki talist réttlætanlegt að einstaklingar í sjálfsvígshættu eða af öðrum tilefnum séu látnir dveljast klæðalausir í fangageymslum en að sögn Sigríðar Bjarkar kemur fyrir að fangaverðir neyðist til að afklæða fólk. „Þá er bara allt notað til að reyna skaða sig. Fatnaður, teygjur úr nærfötum eða hvað sem er og þess vegna lendum við í því að þurfa að fjarlægja allt,“ segir Sigríður Björk. Hún segir að þetta snúist um mannvirðingu og því sé unnið sé að því að finna lausn á vandanum. Síðustu vikur hefur lögreglan verið í viðræðum við Landspítalann vegna málsins. Þá er dómsmálaráðuneytið einnig með málið til skoðunar. „Eitt af því er að velta fyrir sér hvort það sé til einhvers konar pappírsfatnaður sem myndi rifna við átak,“ segir Sigríður Björk. Þá sé einnig verið að skoða hvort hægt sé að fá heilbrigðisstarfsmann til lögreglunnar sem myndi sinna eftirliti með þessu fólki. Auk þess kemur til greina að stofna úrræði fyrir fólk í þessari stöðu á spítalanum sem lögreglan hefði umsjón með. Fangelsismál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Frá áramótum hafa fjórir einstaklingar gert tilraun til að skaða sig í fangaklefum lögreglunnar höfuðborgarsvæðinu. Lögreglustjórinn segir fangaverði stundum neyðast til að afklæða fólk í annarlegu ástandi þar sem það noti fötin til að reyna að stytta sér aldur. Unnið sé að úrbótum. Umboðsmaður Alþingis hefur að undanförnu unnið að athugun á verklagi lögreglu í tilvikum þegar menn eru vistaðir í fangageymslu lögreglu og eru taldir í sjálfsvígshættu. Í svarbréfi ríkislögreglustjóra til umboðsmanns Alþingis frá því í janúar kemur fram að ríkislögreglustjóri leggi fyrir lögreglustjóra að einstaklingum í sjálfsvígshættu beri að færa án tafar undir læknishendur á heilbrigðisstofnun.vísir/ernirSigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir að raunin sé því miður önnur. Fólk í sjálfsvígshættu gisti reglulega fangageymslur og hafa fjórir gert tilraun til að skaða sig í fangaklefa lögreglunnar frá áramótum. Þetta fólk geti verið með geðrænan vanda og sé oftast einnig undir áhrifum vímuefna. „Og þau eru þá ekki í ástandi til að vera tekin inn í meðferð á geðdeild en hafa jafnvel reynt sjálfsvíg eða hættuleg sjálfum sér og öðrum þannig að það fólk getur verið í klefa hjá okkur á meðan vesta víman er að fara af þeim,“ segir Sigríður Björk. Enda séu engin önnur úrræði í boði. Í fyrrnefndu bréfi ríkislögreglustjóra kemur fram að það geti ekki talist réttlætanlegt að einstaklingar í sjálfsvígshættu eða af öðrum tilefnum séu látnir dveljast klæðalausir í fangageymslum en að sögn Sigríðar Bjarkar kemur fyrir að fangaverðir neyðist til að afklæða fólk. „Þá er bara allt notað til að reyna skaða sig. Fatnaður, teygjur úr nærfötum eða hvað sem er og þess vegna lendum við í því að þurfa að fjarlægja allt,“ segir Sigríður Björk. Hún segir að þetta snúist um mannvirðingu og því sé unnið sé að því að finna lausn á vandanum. Síðustu vikur hefur lögreglan verið í viðræðum við Landspítalann vegna málsins. Þá er dómsmálaráðuneytið einnig með málið til skoðunar. „Eitt af því er að velta fyrir sér hvort það sé til einhvers konar pappírsfatnaður sem myndi rifna við átak,“ segir Sigríður Björk. Þá sé einnig verið að skoða hvort hægt sé að fá heilbrigðisstarfsmann til lögreglunnar sem myndi sinna eftirliti með þessu fólki. Auk þess kemur til greina að stofna úrræði fyrir fólk í þessari stöðu á spítalanum sem lögreglan hefði umsjón með.
Fangelsismál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira