81 prósent greina fjallar um karla Björk Eiðsdóttir skrifar 8. mars 2019 07:00 Laufey Axelsdóttir segir vilja til að breyta stöðunni skipta miklu máli. Í dag, 8. mars, er fólk hvatt til að taka þátt í átaki á vegum UNESCO sem fer fram víða um heim og stuðla þannig að jafnari hlut kvenna í greinum vefsins með viðburðinum #wiki4women. Markmiðið er að bregðast við ákalli frá UNESCO og Wikimedia Foundation og stuðla að betri kynningu og umfjöllun um konur á upplýsingasíðum Wikipedia. Samkvæmt nýrri talningu UNESCO eru 12.152 greinar á Wikipedia um Íslendinga. Af þeim eru tæplega 19% um íslenskar konur en 81% um íslenska karla. Sjónum er sérstaklega beint að konum sem tengjast málefnasviðum UNESCO, þ.e. menntun, menningu, listum, fjölmiðlum, vísindum og upplýsingatækni. Mennta- og menningarmálaráðuneytið stendur fyrir viðburðinum hér á landi í samstarfi við UNESCO á Íslandi og Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, á Akureyri og Listaháskóla Íslands en það er Laufey Axelsdóttir, stundakennari við Háskóla Íslands, sem er í forsvari fyrir viðburðinum hér á landi. „Við fengum þetta verkefni í hendurnar frá menntamálaráðuneytinu í síðustu viku og þeir sem höfðu tök á að vera með viðburði í dag ásamt okkur í Háskóla Íslands eru Háskólinn í Reykjavík og á Akureyri. Listaháskóli Íslands verður ekki með dagskrá en hvetur nemendur sína sérstaklega til þátttöku,“ segir Laufey. „Aðalviðburðurinn á vegum UNESCO verður í París, rétt eins og á síðasta ári en auk þess er staðið fyrir viðburðum í borgunum Bangkok, Nýju-Delí, Almaty, Kaíró, Líma, Buenos Aires, Reykjavík, Akureyri og Rabat.“Viðburðinn má finna á Facebook undir orðunum Wiki4women.Laufey segir viðbrögðin hafa verið góð og þau vonist til að sem flestir mæti í dag til að skrá sögu markverðra kvenna og viðburðurinn verði í framhaldi árlegur. „Eins og tölurnar sýna er lítið fjallað um konur á þessum síðum og má segja að þetta sé ein mynd af þeim veruleika sem konur hafa búið við. Þær hafa þurft að berjast fyrir viðurkenningu á hinu opinbera sviði eins og til dæmis á vinnumarkaðnum og í íþróttaheiminum þar sem þeirra afrek hafa verið sett skör lægra en afrek karla. Þetta er ein af mörgum birtingarmyndum svokallaðs kynjakerfis eða félagslegs valdakerfis sem einkennist af kerfisbundinni yfirskipun karla og undirskipun kvenna. Í þessu kerfi hafa karlar orðið viðmiðið og þar skiptir t.d. máli að skoða menningarlega þætti og hugmyndir í samfélaginu um leiðtogahæfni, verðleika og virðingu. Rannsóknir hafa sýnt að slíkar hugmyndir eru kynbundnar og birtist t.d. í því að bæði konur og karlar velja sér frekar karla sem leiðtoga.“Rödd karla fengið meira vægi „Það er áhugavert að skoða þetta út frá tölfræðinni sem hefur verið tekin saman í skýrslu félags- og jafnréttismálaráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála árin 2015-2017. Þar kemur mjög skýrt fram að karlar hafa frekar verið viðmælendur í fjölmiðlum en konur. Þeirra rödd hefur þannig fengið meira vægi í samfélaginu. Þetta gæti verið ein af ástæðum þess að fólk skrifar frekar um karla en konur á Wikipedia. Í skýrslunni má einnig sjá jákvæð áhrif þess þegar fjölmiðill fer í jafnréttisátak líkt og RÚV gerði. Vilji til að breyta stöðunni skiptir því miklu máli.“ Nemendur og starfsfólk háskólanna eru hvött til að mæta en aðgangur er öllum opinn og öllum áhugasömum fagnað. „Eins getur fólk unnið í þessu heiman frá sér, allir geta sest niður við tölvuna og skrifað. Þátttakendum er frjálst að velja sjálfir konur til að skrifa um en Wikipedia setur þó kröfur um að konan hafi afrekað eitthvað markvert til að fjallað sé um hana á hennar eigin síðu. „Við höfum svo tekið saman góðan lista um markverðar konur fyrir þá sem vantar hugmyndir og af nægu er að taka. Við höfum tekið svolítið af heimildum saman til að auðvelda fólki vinnuna og verðum á staðnum til að hjálpa fólki að setja inn heimildir og gera því þetta eins auðvelt og hægt er.“ Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira
Í dag, 8. mars, er fólk hvatt til að taka þátt í átaki á vegum UNESCO sem fer fram víða um heim og stuðla þannig að jafnari hlut kvenna í greinum vefsins með viðburðinum #wiki4women. Markmiðið er að bregðast við ákalli frá UNESCO og Wikimedia Foundation og stuðla að betri kynningu og umfjöllun um konur á upplýsingasíðum Wikipedia. Samkvæmt nýrri talningu UNESCO eru 12.152 greinar á Wikipedia um Íslendinga. Af þeim eru tæplega 19% um íslenskar konur en 81% um íslenska karla. Sjónum er sérstaklega beint að konum sem tengjast málefnasviðum UNESCO, þ.e. menntun, menningu, listum, fjölmiðlum, vísindum og upplýsingatækni. Mennta- og menningarmálaráðuneytið stendur fyrir viðburðinum hér á landi í samstarfi við UNESCO á Íslandi og Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, á Akureyri og Listaháskóla Íslands en það er Laufey Axelsdóttir, stundakennari við Háskóla Íslands, sem er í forsvari fyrir viðburðinum hér á landi. „Við fengum þetta verkefni í hendurnar frá menntamálaráðuneytinu í síðustu viku og þeir sem höfðu tök á að vera með viðburði í dag ásamt okkur í Háskóla Íslands eru Háskólinn í Reykjavík og á Akureyri. Listaháskóli Íslands verður ekki með dagskrá en hvetur nemendur sína sérstaklega til þátttöku,“ segir Laufey. „Aðalviðburðurinn á vegum UNESCO verður í París, rétt eins og á síðasta ári en auk þess er staðið fyrir viðburðum í borgunum Bangkok, Nýju-Delí, Almaty, Kaíró, Líma, Buenos Aires, Reykjavík, Akureyri og Rabat.“Viðburðinn má finna á Facebook undir orðunum Wiki4women.Laufey segir viðbrögðin hafa verið góð og þau vonist til að sem flestir mæti í dag til að skrá sögu markverðra kvenna og viðburðurinn verði í framhaldi árlegur. „Eins og tölurnar sýna er lítið fjallað um konur á þessum síðum og má segja að þetta sé ein mynd af þeim veruleika sem konur hafa búið við. Þær hafa þurft að berjast fyrir viðurkenningu á hinu opinbera sviði eins og til dæmis á vinnumarkaðnum og í íþróttaheiminum þar sem þeirra afrek hafa verið sett skör lægra en afrek karla. Þetta er ein af mörgum birtingarmyndum svokallaðs kynjakerfis eða félagslegs valdakerfis sem einkennist af kerfisbundinni yfirskipun karla og undirskipun kvenna. Í þessu kerfi hafa karlar orðið viðmiðið og þar skiptir t.d. máli að skoða menningarlega þætti og hugmyndir í samfélaginu um leiðtogahæfni, verðleika og virðingu. Rannsóknir hafa sýnt að slíkar hugmyndir eru kynbundnar og birtist t.d. í því að bæði konur og karlar velja sér frekar karla sem leiðtoga.“Rödd karla fengið meira vægi „Það er áhugavert að skoða þetta út frá tölfræðinni sem hefur verið tekin saman í skýrslu félags- og jafnréttismálaráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála árin 2015-2017. Þar kemur mjög skýrt fram að karlar hafa frekar verið viðmælendur í fjölmiðlum en konur. Þeirra rödd hefur þannig fengið meira vægi í samfélaginu. Þetta gæti verið ein af ástæðum þess að fólk skrifar frekar um karla en konur á Wikipedia. Í skýrslunni má einnig sjá jákvæð áhrif þess þegar fjölmiðill fer í jafnréttisátak líkt og RÚV gerði. Vilji til að breyta stöðunni skiptir því miklu máli.“ Nemendur og starfsfólk háskólanna eru hvött til að mæta en aðgangur er öllum opinn og öllum áhugasömum fagnað. „Eins getur fólk unnið í þessu heiman frá sér, allir geta sest niður við tölvuna og skrifað. Þátttakendum er frjálst að velja sjálfir konur til að skrifa um en Wikipedia setur þó kröfur um að konan hafi afrekað eitthvað markvert til að fjallað sé um hana á hennar eigin síðu. „Við höfum svo tekið saman góðan lista um markverðar konur fyrir þá sem vantar hugmyndir og af nægu er að taka. Við höfum tekið svolítið af heimildum saman til að auðvelda fólki vinnuna og verðum á staðnum til að hjálpa fólki að setja inn heimildir og gera því þetta eins auðvelt og hægt er.“
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira