Ríkisstjórn Finnlands segir af sér eftir skipbrot heilbrigðisumbóta Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2019 08:19 Gamanið er búið hjá ríkisstjórn Juha Sipilä í bili. Vísir/EPA Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, ætlar að færa forseta landsins afsagnarbréf eftir að miðhægri ríkisstjórn hans féll frá meiriháttar umbótum á heilbrigðiskerfinu og félagsþjónustu í dag. Umbæturnar voru stærsta málið á dagskrá ríkisstjórnarinnar áður en kosið verður til þings í næsta mánuði.Finnska ríkisútvarpið YLE segir að ríkisstjórnin hafi boðað til blaðamannafundar við forsetahöllina klukkan 8:45 á íslenskum tíma. Sipilä ætlaði að afhenda forsetanum afsagnarbréf ríkisstjórnar sinnar klukkan 8:00. Financial Times segir að Sauli Niinistö forseti hafi fallist á afsögnina og beðið Sipilä um að stýra ríkisstjórninni fram að kosningnum 14. apríl. Þrír flokkar hafa unnið saman í ríkisstjórn Finnlands frá því í maí árið 2015. Auk Miðflokks Sipilä sitja Þjóðarbandalagið og Blái umbótaflokkurinn í ríkisstjórninni. Síðastnefndi flokkurinn varð til þegar nítján þingmenn sögðu skilið við hægriflokkinn Sanna Finna árið 2017 í kjölfar innanflokksátaka. Skoðanakannanir benda til þess að Sósíaldemókratar bæti við sig mestu fylgi í kosningunum í næsta mánuði og fengi um fimmtung atkvæða. Miðflokkur Sipilä fengi fjórtán prósent ef kosið yrði nú. Lengi hefur staðið til að hrista upp í heilbrigðiskerfi Finnlands enda eru Finnar á meðal þeirra þjóða sem eldast hvað hraðast. Erfitt hefur þó reynst að koma slíkum breytingum í gegnum finnska þingið. Tilraunin nú er sögð hafa strandað á því að ríkisstjórn Sipilä bætti við umbótum á lögum um sveitarstjórnir sem reyndust umdeildar. Finnland Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, ætlar að færa forseta landsins afsagnarbréf eftir að miðhægri ríkisstjórn hans féll frá meiriháttar umbótum á heilbrigðiskerfinu og félagsþjónustu í dag. Umbæturnar voru stærsta málið á dagskrá ríkisstjórnarinnar áður en kosið verður til þings í næsta mánuði.Finnska ríkisútvarpið YLE segir að ríkisstjórnin hafi boðað til blaðamannafundar við forsetahöllina klukkan 8:45 á íslenskum tíma. Sipilä ætlaði að afhenda forsetanum afsagnarbréf ríkisstjórnar sinnar klukkan 8:00. Financial Times segir að Sauli Niinistö forseti hafi fallist á afsögnina og beðið Sipilä um að stýra ríkisstjórninni fram að kosningnum 14. apríl. Þrír flokkar hafa unnið saman í ríkisstjórn Finnlands frá því í maí árið 2015. Auk Miðflokks Sipilä sitja Þjóðarbandalagið og Blái umbótaflokkurinn í ríkisstjórninni. Síðastnefndi flokkurinn varð til þegar nítján þingmenn sögðu skilið við hægriflokkinn Sanna Finna árið 2017 í kjölfar innanflokksátaka. Skoðanakannanir benda til þess að Sósíaldemókratar bæti við sig mestu fylgi í kosningunum í næsta mánuði og fengi um fimmtung atkvæða. Miðflokkur Sipilä fengi fjórtán prósent ef kosið yrði nú. Lengi hefur staðið til að hrista upp í heilbrigðiskerfi Finnlands enda eru Finnar á meðal þeirra þjóða sem eldast hvað hraðast. Erfitt hefur þó reynst að koma slíkum breytingum í gegnum finnska þingið. Tilraunin nú er sögð hafa strandað á því að ríkisstjórn Sipilä bætti við umbótum á lögum um sveitarstjórnir sem reyndust umdeildar.
Finnland Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira