Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Kristján Már Unnarsson skrifar 8. mars 2019 11:40 Jóhanna Erla Pálmadóttir, verkefnisstjóri Textílmiðstöðvarinnar. Stöð 2/Einar Árnaason. Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Þar dvelja nú innlendir og erlendir listamenn og hönnuðir um lengri eða skemmri tíma til að efla færni sína í textíl. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2. Húsið var að meginhluta byggt árið 1912 og hýsti í sjö áratugi einhverja mikilvægustu stofnun sveitanna í Húnavatnssýslum. Þótt starfsemi Kvennaskólans lyki árið 1978 nýtist þetta virðulega hús enn.Gamli Kvennaskólinn stendur við ós Blöndu, á norðurbakkanum.Stöð 2/Einar Árnason.Textílsetur Íslands hefur raunar starfað þar í fjórtán ár en með samruna við Þekkingarmiðstöð á Blönduósi varð Textílmiðstöð Íslands formlega til núna í ársbyrjun. „Við erum í rauninni að efla textílinn og stefnum á það að hönnuðir, listamenn og handverksfólk geti komið hingað til okkar á Blönduós til þess að vinna að sinni hönnun; bæta við sig þekkingu,“ segir Elsa Arnardóttir, forstöðumaður Textílmiðstöðvar Íslands.Elsa Arnardóttir, forstöðumaður Textílmiðstöðvar Íslands.Stöð 2/Einar Árnason.Þangað sækir textílfólk víða að úr heiminum. Þetta er alþjóðlegt umhverfi og í húsinu býðst því bæði gisti- og vinnuaðstaða. „Í ár lítur út fyrir að við fáum á að giska 90 til 100 listamenn og hönnuði hérna til okkar í listamiðstöðina,“ segir Elsa. Þeir dvelja í minnst mánuð og sumir upp í tvo. Þá koma skólahópar í styttri heimsóknir frá innlendum og erlendum lista- og handverksskólum.Frá starfsemi Textílmiðstöðvarinnar í gamla Kvennaskólanum.Stöð 2/Einar Árnason.Jóhanna Erla Pálmadóttir, verkefnisstjóri Textílmiðstöðvarinnar, segir að gömlum nemendum Kvennaskólans þyki dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. Augu þeirra verði tvítug aftur af gleði þegar þeir komi í heimsókn í gamla skólann sinn og minnist þeirra góðu daga sem þar voru. Húsmæðraskólarnir annars höfðu orð á sér fyrir að vera helstu hjónabandsmiðlanir dreifbýlisins. En gegndi þessi sama hlutverki á Blönduósi? „Að sjálfsögðu. Það var nú bara maður hérna í morgun sem sagði: Hvernig hefðum við farið að hefði ekki verið kvennaskóli hérna á Blönduósi,“ segir Jóhanna og hlær. Áætlað er að um eitthundrað listamenn og hönnuðir dvelji í ár í Textílmiðstöðinni um lengri eða skemmri tíma til að efla færni sína á sviði textíls.Stöð 2/Einar Árnason.Nánar verður fjallað um starfsemina í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Blönduós Skóla - og menntamál Tíska og hönnun Um land allt Tengdar fréttir Spennandi hönnuðir sýna á morgun á Reykjavík Fashion Festival Lífið kynnist hönnuðunum og hugmyndunum á bakvíð fatalínu þeirra á RFF. 28. mars 2014 15:00 Láta gamlan draum rætast um nám í hússtjórnarskóla Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. 14. desember 2014 21:30 Kynntu sér nýja kynslóð fatahönnuða Það var mikið um dýrðir í Norðurljósasal Hörpu í gær þegar tískusýning níu útskriftarnema í fatahönnun við LHÍ fór fram. Þeir voru margir sem lögðu leið sína á sýninguna og kynntu sér þessa nýju kynslóð fatahönnuða og afrakstur þeirra eftir þriggja ára nám. 4. maí 2017 10:30 Við nálgumst söguna sem vefarar Bókin Kljásteinavefstaðurinn – kljásteinarnir klingja verður kynnt í dag í Heimilisiðnaðarfélagi Íslands að Nethyl 2e. Höfundarnir eru þrjár konur. Ein þeirra er Hildur Hákonardóttir. 15. desember 2017 10:15 Rómantík húsmæðraskólans ber enn ávöxt í sveitum Austurlands Húsmæðraskólarnir þóttu fyrrum einhver helsta hjúskaparmiðlun landsbyggðarinnar. En rómantíkin er enn til staðar í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. 5. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Sjá meira
Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Þar dvelja nú innlendir og erlendir listamenn og hönnuðir um lengri eða skemmri tíma til að efla færni sína í textíl. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2. Húsið var að meginhluta byggt árið 1912 og hýsti í sjö áratugi einhverja mikilvægustu stofnun sveitanna í Húnavatnssýslum. Þótt starfsemi Kvennaskólans lyki árið 1978 nýtist þetta virðulega hús enn.Gamli Kvennaskólinn stendur við ós Blöndu, á norðurbakkanum.Stöð 2/Einar Árnason.Textílsetur Íslands hefur raunar starfað þar í fjórtán ár en með samruna við Þekkingarmiðstöð á Blönduósi varð Textílmiðstöð Íslands formlega til núna í ársbyrjun. „Við erum í rauninni að efla textílinn og stefnum á það að hönnuðir, listamenn og handverksfólk geti komið hingað til okkar á Blönduós til þess að vinna að sinni hönnun; bæta við sig þekkingu,“ segir Elsa Arnardóttir, forstöðumaður Textílmiðstöðvar Íslands.Elsa Arnardóttir, forstöðumaður Textílmiðstöðvar Íslands.Stöð 2/Einar Árnason.Þangað sækir textílfólk víða að úr heiminum. Þetta er alþjóðlegt umhverfi og í húsinu býðst því bæði gisti- og vinnuaðstaða. „Í ár lítur út fyrir að við fáum á að giska 90 til 100 listamenn og hönnuði hérna til okkar í listamiðstöðina,“ segir Elsa. Þeir dvelja í minnst mánuð og sumir upp í tvo. Þá koma skólahópar í styttri heimsóknir frá innlendum og erlendum lista- og handverksskólum.Frá starfsemi Textílmiðstöðvarinnar í gamla Kvennaskólanum.Stöð 2/Einar Árnason.Jóhanna Erla Pálmadóttir, verkefnisstjóri Textílmiðstöðvarinnar, segir að gömlum nemendum Kvennaskólans þyki dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. Augu þeirra verði tvítug aftur af gleði þegar þeir komi í heimsókn í gamla skólann sinn og minnist þeirra góðu daga sem þar voru. Húsmæðraskólarnir annars höfðu orð á sér fyrir að vera helstu hjónabandsmiðlanir dreifbýlisins. En gegndi þessi sama hlutverki á Blönduósi? „Að sjálfsögðu. Það var nú bara maður hérna í morgun sem sagði: Hvernig hefðum við farið að hefði ekki verið kvennaskóli hérna á Blönduósi,“ segir Jóhanna og hlær. Áætlað er að um eitthundrað listamenn og hönnuðir dvelji í ár í Textílmiðstöðinni um lengri eða skemmri tíma til að efla færni sína á sviði textíls.Stöð 2/Einar Árnason.Nánar verður fjallað um starfsemina í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Blönduós Skóla - og menntamál Tíska og hönnun Um land allt Tengdar fréttir Spennandi hönnuðir sýna á morgun á Reykjavík Fashion Festival Lífið kynnist hönnuðunum og hugmyndunum á bakvíð fatalínu þeirra á RFF. 28. mars 2014 15:00 Láta gamlan draum rætast um nám í hússtjórnarskóla Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. 14. desember 2014 21:30 Kynntu sér nýja kynslóð fatahönnuða Það var mikið um dýrðir í Norðurljósasal Hörpu í gær þegar tískusýning níu útskriftarnema í fatahönnun við LHÍ fór fram. Þeir voru margir sem lögðu leið sína á sýninguna og kynntu sér þessa nýju kynslóð fatahönnuða og afrakstur þeirra eftir þriggja ára nám. 4. maí 2017 10:30 Við nálgumst söguna sem vefarar Bókin Kljásteinavefstaðurinn – kljásteinarnir klingja verður kynnt í dag í Heimilisiðnaðarfélagi Íslands að Nethyl 2e. Höfundarnir eru þrjár konur. Ein þeirra er Hildur Hákonardóttir. 15. desember 2017 10:15 Rómantík húsmæðraskólans ber enn ávöxt í sveitum Austurlands Húsmæðraskólarnir þóttu fyrrum einhver helsta hjúskaparmiðlun landsbyggðarinnar. En rómantíkin er enn til staðar í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. 5. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Sjá meira
Spennandi hönnuðir sýna á morgun á Reykjavík Fashion Festival Lífið kynnist hönnuðunum og hugmyndunum á bakvíð fatalínu þeirra á RFF. 28. mars 2014 15:00
Láta gamlan draum rætast um nám í hússtjórnarskóla Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. 14. desember 2014 21:30
Kynntu sér nýja kynslóð fatahönnuða Það var mikið um dýrðir í Norðurljósasal Hörpu í gær þegar tískusýning níu útskriftarnema í fatahönnun við LHÍ fór fram. Þeir voru margir sem lögðu leið sína á sýninguna og kynntu sér þessa nýju kynslóð fatahönnuða og afrakstur þeirra eftir þriggja ára nám. 4. maí 2017 10:30
Við nálgumst söguna sem vefarar Bókin Kljásteinavefstaðurinn – kljásteinarnir klingja verður kynnt í dag í Heimilisiðnaðarfélagi Íslands að Nethyl 2e. Höfundarnir eru þrjár konur. Ein þeirra er Hildur Hákonardóttir. 15. desember 2017 10:15
Rómantík húsmæðraskólans ber enn ávöxt í sveitum Austurlands Húsmæðraskólarnir þóttu fyrrum einhver helsta hjúskaparmiðlun landsbyggðarinnar. En rómantíkin er enn til staðar í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. 5. nóvember 2018 21:00
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent