Innlent

Dregur sig frá þingstörfum vegna brjóstakrabbameins

Samúel Karl Ólason skrifar
Þórunn Egilsdóttir hefur setið á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn frá 2013.
Þórunn Egilsdóttir hefur setið á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn frá 2013. Fréttablaðið/Ernir
Þórunn Egilsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins ætlar að draga sig frá þingstörfum og kalla inn varamann þar sem hún hefur greinst með brjóstakrabbamein. Þórunn segir frá þessu á Facebook þar sem hún segir einnig að krabbameinið sé þess eðlis að hún þurfi í harða meðferð gegn því.

Hún segist ætla að einhenda sér í baráttuna af miklum þunga. Færsla Þórunnar ber titilinn „Kona fer í stríð“

„Ég hef aldrei farið baráttu til að tapa og hyggst ekki byrja á því núna. Bjartsýn, einbeitt, ákveðin og umvafin mínu fólki ætla ég að takast á við verkefnið.“

Þórunn er formaður þingflokks Framsóknarflokksins og fjórði varaforseti Alþingis. Hún er 54 ára gömul og hefur verið á þingi frá árinu 2013.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×