Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. mars 2019 18:30 Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum. Áfram verður bólusett á morgun og er enn til nóg af bóluefni. Yfirlæknir telur að margir hafi hreinlega gleymt því hversu alvarlegur sjúkdómur mislingar eru. Fimm staðfest mislingatilfelli hafa komið upp á Íslandi frá því um miðjan febrúar og var því ákveðið bjóða upp á bólusetningu gegn mislingum um helgina fyrir forgangshópa á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi. Áætlað er á heilsugæslustöðvunum fimmtán á höfuðborgarsvæðinu hafi meðaltali 50 til 70 ungbörn fengið bólusetningu í dag. Heildarfjöldi þeirra gæti því verið um 1000. Það séu því jákvæð tíðindi að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, yfirlæknis hjá Heilsugæslustöð Miðbæjar, að margar heilsugæslustöðvar hafi hreinlega fyllst af fólki um hádegi. Mikilvægt sé að tryggja um 95 prósent þekjun svo að þessi mislingar fari ekki aftur á stjá. „Þetta er mjög mikilvæg bólusetning enda er um hættulegan sjúkdóm að ræða. Þetta er sjúkdómur sem flest eldra fólk man eftir. Margir muna auk þess eftir því að hafa orðið mjög veikir,“ segir Sigríður. Það eigi þó ekki við um þá sem yngri eru. Sjá einnig: Bólusetningar gengu vel í dag „Við erum kannski búin að gleyma því. Það er það sem er kannski hvað erfiðast við þessa sjúkdóma, við erum búin að gleyma því hvað þessir sjúkdómar eru erfiðir.“ Mislingar eru veirusjúkdómur sem er afar smitandi eftir að einkenni koma fram. Sjúkdómurinn getur verið hættulegur og valdið dauða, en er mildur í flestum tilfellum. Í kringum 10 prósent barna sem smitast geta fengið alvarlega fylgikvilla. Erfitt er að bera kennsl á mislinga fyrr en það birtast einkennandi útbrot. Netið - Skírteini - Ættingjar Fjölmargir hafa á síðustu dögum spurst fyrir um hvort þau hafi fengið bólusetningu á yngri árum. Sigríður ráðleggur fólki að leita fyrst svara við spurningunni á vefgáttinni Heilsuveru. Ef þar er ekki að finna gamlar bólusetningar þarf fólk að leita í bólusetningarskírteini sem Sigríður vonast til að séu á flestum heimilum. Ef ekki leggur hún til að fólk ræði við eldri vini og ættingja sem gætu lumað á svörum. Sé fólk í vafa er þó enn til nóg af bóluefni en áfram verður bólusett á heilsugæslustöðvum næstu daga. Óbólusett börn og fullorðnir verði sem fyrr í forgangi. „Ef fer sem horfir og við eigum enn nægt bóluefni geta þeir sem eru óöryggir með bólusetningastöðu sína farið að láta sjá sig þegar líður á vikuna,“ segir Sigríður. Nánari upplýsingar má nálgast á vef heilsugæslunnar eða í síma 1700. Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11 Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum. Áfram verður bólusett á morgun og er enn til nóg af bóluefni. Yfirlæknir telur að margir hafi hreinlega gleymt því hversu alvarlegur sjúkdómur mislingar eru. Fimm staðfest mislingatilfelli hafa komið upp á Íslandi frá því um miðjan febrúar og var því ákveðið bjóða upp á bólusetningu gegn mislingum um helgina fyrir forgangshópa á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi. Áætlað er á heilsugæslustöðvunum fimmtán á höfuðborgarsvæðinu hafi meðaltali 50 til 70 ungbörn fengið bólusetningu í dag. Heildarfjöldi þeirra gæti því verið um 1000. Það séu því jákvæð tíðindi að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, yfirlæknis hjá Heilsugæslustöð Miðbæjar, að margar heilsugæslustöðvar hafi hreinlega fyllst af fólki um hádegi. Mikilvægt sé að tryggja um 95 prósent þekjun svo að þessi mislingar fari ekki aftur á stjá. „Þetta er mjög mikilvæg bólusetning enda er um hættulegan sjúkdóm að ræða. Þetta er sjúkdómur sem flest eldra fólk man eftir. Margir muna auk þess eftir því að hafa orðið mjög veikir,“ segir Sigríður. Það eigi þó ekki við um þá sem yngri eru. Sjá einnig: Bólusetningar gengu vel í dag „Við erum kannski búin að gleyma því. Það er það sem er kannski hvað erfiðast við þessa sjúkdóma, við erum búin að gleyma því hvað þessir sjúkdómar eru erfiðir.“ Mislingar eru veirusjúkdómur sem er afar smitandi eftir að einkenni koma fram. Sjúkdómurinn getur verið hættulegur og valdið dauða, en er mildur í flestum tilfellum. Í kringum 10 prósent barna sem smitast geta fengið alvarlega fylgikvilla. Erfitt er að bera kennsl á mislinga fyrr en það birtast einkennandi útbrot. Netið - Skírteini - Ættingjar Fjölmargir hafa á síðustu dögum spurst fyrir um hvort þau hafi fengið bólusetningu á yngri árum. Sigríður ráðleggur fólki að leita fyrst svara við spurningunni á vefgáttinni Heilsuveru. Ef þar er ekki að finna gamlar bólusetningar þarf fólk að leita í bólusetningarskírteini sem Sigríður vonast til að séu á flestum heimilum. Ef ekki leggur hún til að fólk ræði við eldri vini og ættingja sem gætu lumað á svörum. Sé fólk í vafa er þó enn til nóg af bóluefni en áfram verður bólusett á heilsugæslustöðvum næstu daga. Óbólusett börn og fullorðnir verði sem fyrr í forgangi. „Ef fer sem horfir og við eigum enn nægt bóluefni geta þeir sem eru óöryggir með bólusetningastöðu sína farið að láta sjá sig þegar líður á vikuna,“ segir Sigríður. Nánari upplýsingar má nálgast á vef heilsugæslunnar eða í síma 1700.
Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11 Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30
Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11
Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18