Óprúttnir bankar Þorsteinn Víglundsson skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Ég á tvo vini sem eru afbragðs prúttarar. Borga aldrei uppsett verð. Ég er eiginlega viss um að þeir fái afslátt hjá skattinum. Oft bregður mér að sjá hversu háa afslætti er hægt að kreista út. Segir kannski eitthvað um álagninguna í þessu landi fákeppninnar. Sjálfur er ég heldur lélegur í þessu og borga oftast uppsett verð. Mér leiðist að þurfa alltaf að gráta út afslátt. Leiðist að þurfa að bjóða út tryggingar heimilisins árlega til að koma í veg fyrir að þær rjúki upp í verði. Ég skil ekki reikningana frá símafyrirtækinu eða hvers vegna þarf að senda mér þrjá reikninga á mánuði til að dekka þjónustuna. Hvað þá orkureikninginn sem alltaf er að klofna upp í fleiri kvíslar og hækkar eins og enginn sé morgundagurinn. Það sem ég skil þó síst er bankinn minn. Verðskrár þriggja stærstu bankanna telja 8 síður og það í letri sem krefst lesgleraugna fyrir miðaldra mann. Virðast samt vera sama skjalið ljósritað á bréfsefni hvers banka um sig. Ég verð að viðurkenna að ég dáist að hugmyndaauðgi bankanna yfir því sem rukkað er fyrir. Ef við tökum lán borgum við bankanum þóknun fyrir að meta hversu mikið hann vilji lána okkur, auk hinna himinháu vaxta. Svo greiðum við lántökugjald, gjald fyrir skjalagerð, og svo auðvitað gjald fyrir að fá að greiða afborganir, jafnvel þó þær séu skuldfærðar og allur pappír afþakkaður. Ef við viljum greiða hraðar inn á lánið kemur þóknun á það. Það kemur því kannski ekki á óvart að einstaklingar greiddu stærstu viðskiptabönkunum þremur 15 milljarða króna í þóknanir fyrir þjónustu þeirra á síðasta ári til viðbótar við 42 milljarða króna í vexti. Þóknanagleðinni er þó ekki lokið þarna. Við greiðum t.d. 3-4% þóknun fyrir millifærslur í gegnum greiðsluöpp á netinu, ef tekið er út af kreditkorti. Þá smyrja kortafyrirtækin 3-5% ofan á gengið ef við notum kreditkortin okkar erlendis, sem samsvarar um 6 milljörðum króna á ári.Of dýrt og ósamkeppnishæft bankakerfi Hvítbók ríkisstjórnarinnar sýnir okkur svart á hvítu að við erum með dýrt og ósamkeppnishæft bankakerfi. Munurinn á innláns- og útlánsvöxtum er 3%, nær þrefaldur á við Norðurlöndin. Við það bætist svo að krónan okkar ber um 4% hærri vexti en gjaldmiðlar nágrannalanda okkar. Hvert prósent í lækkun sparar 20 milljarða á ári eða um 140 þúsund á hverja fjölskyldu miðað við heildarskuldir heimilanna. Helstu ástæður þessa eru þrjár. Í fyrsta lagi er það auðvitað gjaldmiðillinn. Þrátt fyrir að ríkisstjórnarflokkarnir þrír tali endalaust um kosti krónunnar eru vextir hennar og hafa alltaf verið miklu hærri en í nágrannalöndum okkar. Auk þess er gjaldmiðillinn eins og tollvernd fyrir bankakerfið. Erlendir bankar hafa engan áhuga á að starfa hér á landi í krónuumhverfinu og fyrir vikið er samkeppnin engin. Í öðru lagi er það síðan eignarhald ríkisins á bankakerfinu. Stjórnvöld nú hafa meiri áhuga á arðgreiðslum bankanna en þjónustu þeirra við landsmenn. Ríkið er ekki góður eigandi á þorra bankakerfisins og ætti að losa um eignarhlut sinn með það sérstaklega að markmiði að örva samkeppni. Í þriðja lagi er síðan gjaldtaka hins opinbera og stífar eiginfjárkröfur til bankanna. Skattar á fjármálakerfið eru hér mun hærri en annars staðar og eiginfjárhlutfall sömuleiðis mun hærra. Það gerir bankana ósamkeppnishæfa. Gríðarlegur kostnaður bankakerfisins verður ekki leystur með því að heimta afslátt. Jafnvel fyrrnefndum vinum mínum verður þar ekkert ágengt. Ósamkeppnishæft bankakerfi sem ekki þjónar þörfum heimila og fyrirtækja er hætt að þjóna tilgangi sínum. Það leiðir af sér ósamkeppnishæft atvinnulíf og kostar heimilin í landinu einfaldlega allt of mikið. Við þurfum alþjóðlega samkeppni í bankaþjónustu til að þessi staða breytist. Við þurfum annan gjaldmiðil.Höfundur er varaformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Sjá meira
Ég á tvo vini sem eru afbragðs prúttarar. Borga aldrei uppsett verð. Ég er eiginlega viss um að þeir fái afslátt hjá skattinum. Oft bregður mér að sjá hversu háa afslætti er hægt að kreista út. Segir kannski eitthvað um álagninguna í þessu landi fákeppninnar. Sjálfur er ég heldur lélegur í þessu og borga oftast uppsett verð. Mér leiðist að þurfa alltaf að gráta út afslátt. Leiðist að þurfa að bjóða út tryggingar heimilisins árlega til að koma í veg fyrir að þær rjúki upp í verði. Ég skil ekki reikningana frá símafyrirtækinu eða hvers vegna þarf að senda mér þrjá reikninga á mánuði til að dekka þjónustuna. Hvað þá orkureikninginn sem alltaf er að klofna upp í fleiri kvíslar og hækkar eins og enginn sé morgundagurinn. Það sem ég skil þó síst er bankinn minn. Verðskrár þriggja stærstu bankanna telja 8 síður og það í letri sem krefst lesgleraugna fyrir miðaldra mann. Virðast samt vera sama skjalið ljósritað á bréfsefni hvers banka um sig. Ég verð að viðurkenna að ég dáist að hugmyndaauðgi bankanna yfir því sem rukkað er fyrir. Ef við tökum lán borgum við bankanum þóknun fyrir að meta hversu mikið hann vilji lána okkur, auk hinna himinháu vaxta. Svo greiðum við lántökugjald, gjald fyrir skjalagerð, og svo auðvitað gjald fyrir að fá að greiða afborganir, jafnvel þó þær séu skuldfærðar og allur pappír afþakkaður. Ef við viljum greiða hraðar inn á lánið kemur þóknun á það. Það kemur því kannski ekki á óvart að einstaklingar greiddu stærstu viðskiptabönkunum þremur 15 milljarða króna í þóknanir fyrir þjónustu þeirra á síðasta ári til viðbótar við 42 milljarða króna í vexti. Þóknanagleðinni er þó ekki lokið þarna. Við greiðum t.d. 3-4% þóknun fyrir millifærslur í gegnum greiðsluöpp á netinu, ef tekið er út af kreditkorti. Þá smyrja kortafyrirtækin 3-5% ofan á gengið ef við notum kreditkortin okkar erlendis, sem samsvarar um 6 milljörðum króna á ári.Of dýrt og ósamkeppnishæft bankakerfi Hvítbók ríkisstjórnarinnar sýnir okkur svart á hvítu að við erum með dýrt og ósamkeppnishæft bankakerfi. Munurinn á innláns- og útlánsvöxtum er 3%, nær þrefaldur á við Norðurlöndin. Við það bætist svo að krónan okkar ber um 4% hærri vexti en gjaldmiðlar nágrannalanda okkar. Hvert prósent í lækkun sparar 20 milljarða á ári eða um 140 þúsund á hverja fjölskyldu miðað við heildarskuldir heimilanna. Helstu ástæður þessa eru þrjár. Í fyrsta lagi er það auðvitað gjaldmiðillinn. Þrátt fyrir að ríkisstjórnarflokkarnir þrír tali endalaust um kosti krónunnar eru vextir hennar og hafa alltaf verið miklu hærri en í nágrannalöndum okkar. Auk þess er gjaldmiðillinn eins og tollvernd fyrir bankakerfið. Erlendir bankar hafa engan áhuga á að starfa hér á landi í krónuumhverfinu og fyrir vikið er samkeppnin engin. Í öðru lagi er það síðan eignarhald ríkisins á bankakerfinu. Stjórnvöld nú hafa meiri áhuga á arðgreiðslum bankanna en þjónustu þeirra við landsmenn. Ríkið er ekki góður eigandi á þorra bankakerfisins og ætti að losa um eignarhlut sinn með það sérstaklega að markmiði að örva samkeppni. Í þriðja lagi er síðan gjaldtaka hins opinbera og stífar eiginfjárkröfur til bankanna. Skattar á fjármálakerfið eru hér mun hærri en annars staðar og eiginfjárhlutfall sömuleiðis mun hærra. Það gerir bankana ósamkeppnishæfa. Gríðarlegur kostnaður bankakerfisins verður ekki leystur með því að heimta afslátt. Jafnvel fyrrnefndum vinum mínum verður þar ekkert ágengt. Ósamkeppnishæft bankakerfi sem ekki þjónar þörfum heimila og fyrirtækja er hætt að þjóna tilgangi sínum. Það leiðir af sér ósamkeppnishæft atvinnulíf og kostar heimilin í landinu einfaldlega allt of mikið. Við þurfum alþjóðlega samkeppni í bankaþjónustu til að þessi staða breytist. Við þurfum annan gjaldmiðil.Höfundur er varaformaður Viðreisnar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun