„Þau eru að brjóta á barninu okkar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 21:00 Tuttugu og tveggja mánaða gamalli stúlku og foreldrum hennar verður að óbreyttu vísað úr landi eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfur foreldranna um að stúlkan fengi að eiga lögheimili hér á landi. Stúlkan er fædd á Íslandi en foreldrar hennar sem eru albanskir segja dóttur sinni vera mismunað og ætla að áfrýja dómnum til Landsréttar. Erna Reka fæddist í apríl 2017 en foreldrar hennar eru albanskir ríkisborgarar sem komu hingað til lands árið 2015 og voru þá hvorki með dvalar- né atvinnuleyfi. Þau voru flutt úr landi árið 2016 en komu aftur þremur vikum síðar, en síðan þau komu fyrst til landsins árið 2015 hefur umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd, dvalarleyfi og atvinnuleyfi verið synjað.Sjá einnig: Þjóðskrá sýknuð og fjölskyldunni að óbreyttu vísað úr landi Fyrir hönd dóttur sinnar gerðu foreldrarnir þær kröfur að skráning Þjóðskrár á lögheimili Ernu sem „ótilgreint í Evrópu“ yrði ógild og það viðurkennt með dómi að lögheimili hennar yrði skráð hér á landi. Samkvæmt dómi héraðsdóms er ekki hægt að stofna til fastrar búsetu barnsins á Íslandi þegar um er að ræða ólöglega dvöl foreldra hennar í landinu. Foreldrar Ernu telja niðurstöðuna brjóta í bága við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Okkur líður ekki vel en við höldum áfram. Við teljum okkur hafa réttindi og við hættum ekki að berjast fyrir þeim,“ segir Erion Reka, faðir Ernu. „Við ræðum þetta við lögfræðinginn en við munum örugglega áfrýa. Þau eru að brjóta á barninu okkar. Hún á rétt á að vera hérna. Yfirvöld verða að virða rétt hennar,“ segir Nazife Billa, móðir Ernu. Albanía Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Sjá meira
Tuttugu og tveggja mánaða gamalli stúlku og foreldrum hennar verður að óbreyttu vísað úr landi eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfur foreldranna um að stúlkan fengi að eiga lögheimili hér á landi. Stúlkan er fædd á Íslandi en foreldrar hennar sem eru albanskir segja dóttur sinni vera mismunað og ætla að áfrýja dómnum til Landsréttar. Erna Reka fæddist í apríl 2017 en foreldrar hennar eru albanskir ríkisborgarar sem komu hingað til lands árið 2015 og voru þá hvorki með dvalar- né atvinnuleyfi. Þau voru flutt úr landi árið 2016 en komu aftur þremur vikum síðar, en síðan þau komu fyrst til landsins árið 2015 hefur umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd, dvalarleyfi og atvinnuleyfi verið synjað.Sjá einnig: Þjóðskrá sýknuð og fjölskyldunni að óbreyttu vísað úr landi Fyrir hönd dóttur sinnar gerðu foreldrarnir þær kröfur að skráning Þjóðskrár á lögheimili Ernu sem „ótilgreint í Evrópu“ yrði ógild og það viðurkennt með dómi að lögheimili hennar yrði skráð hér á landi. Samkvæmt dómi héraðsdóms er ekki hægt að stofna til fastrar búsetu barnsins á Íslandi þegar um er að ræða ólöglega dvöl foreldra hennar í landinu. Foreldrar Ernu telja niðurstöðuna brjóta í bága við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Okkur líður ekki vel en við höldum áfram. Við teljum okkur hafa réttindi og við hættum ekki að berjast fyrir þeim,“ segir Erion Reka, faðir Ernu. „Við ræðum þetta við lögfræðinginn en við munum örugglega áfrýa. Þau eru að brjóta á barninu okkar. Hún á rétt á að vera hérna. Yfirvöld verða að virða rétt hennar,“ segir Nazife Billa, móðir Ernu.
Albanía Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Sjá meira