Ekkert eftirlit með kílómetrastöðu bíla Sighvatur Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 21:15 Samgöngustofa segir koma til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki geta veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Skoðun fréttastofu leiðir í ljós að mikill munur getur verið á stöðu mæla í bílum á milli skoðana. Hjá einni bílaleigu er skýringin sögð vera útskipting á mælaborði bíla. Fréttastofa hefur skoðað upplýsingar úr ökutækjaskrá vegna nokkurra bíla í eigu bílaleiga. Mikill munur getur verið á kílómetrastöðu bíla þótt stutt sé á milli þess að þeir eru skoðaðir. Tölurnar eru fengnar úr svokölluðum skoðunarferli hvers bíls.Mælir sýnir 200.000 kílómetrum minna Sem dæmi eru Renault Trafic bílar árgerð 2007 og 2008 þar sem kílómetrastaða hefur lækkað um 170.000 - 200.000 kílómetra á milli áranna 2017 og 2018. Bílarnir eru í eigu CC bílaleigu en ekki hefur náðist í fulltrúa hennar í dag við vinnslu fréttarinnar. Annað dæmi er Cherokee jeppi þar sem kílómetrastaða hefur lækkað tvisvar, í fyrra skiptið um 90.000 kílómetra milli áranna 2011 og 2012 og í seinna skiptið um 120.000 kílómetra milli áranna 2017 og 2018. Bílinn var í eigu bílaleigunnar Green Motion. Eigandi hennar bendir á að rétt kílómetrastaða bílsins, 340.000 km, hafi verið skráð í afsali þegar bílinn var seldur árið 2017. Þriðja dæmið eru tveir bílar frá árinu 2006. Staða mælis í Suzuki Grand Vitara breyttist tvisvar, annars vegar fækkaði kílómetrum um tæplega 60.000 frá árinu 2015 til 2016, hins vegar fækkaði þeim um ríflega 100.000 frá árinu 2017 til 2018. Svipaða sögu er að segja um Hundayi Tuscon bíla í eigu sömu bílaleigu, Icerental4x4. Eigandi hennar segir að skipt hafi verið um mælaborð í bílunum eftir að þeir voru keyptir af öðrum bílaleigum.Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu.Vísir/FriðrikSamgöngustofa skerpir á eftirliti Samgöngustofa ber ekki saman skráningar frá skoðunum bíla. Til stendur að breyta því í takti við Evrópureglur. „Það á eftir að útfæra það nákvæmlega hvernig flaggað verður ef eitthvað misjafnt kemur í ljós,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Hún segir að málin séu litin mjög alvarlegum augum hjá stofunni. Bílgreinasambandið hefur afhent Samgöngustofu upplýsingar um bíla í eigu bílaleiga þar sem grunur leikur á að átt hafi verið við mæla. „Ef það kemur í ljós að misræmið á sér ekki eðlilegar skýringar þá gætu úrræði til dæmis verið svipting á starfsleyfi,“ segir Þórhildur Elín.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.Vísir/FriðrikSkortur á fagmennsku „Ég hélt að þetta væri einföld tölvuvinnsla,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Honum finnst það lýsa skorti á fagmennsku hjá Samgöngustofu að fylgja ekki eftir slíku misræmi á upplýsingum um kílómetrastöðu bíla. Runólfur vísar til Evróputilskipunar og segir brýnt að neytendur geti gengið að því vísu að upplýsingar í ökutækjaskrá varðandi skoðun og ástand bíla séu réttar. Bílaleigur Bílar Neytendur Procar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Samgöngustofa segir koma til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki geta veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Skoðun fréttastofu leiðir í ljós að mikill munur getur verið á stöðu mæla í bílum á milli skoðana. Hjá einni bílaleigu er skýringin sögð vera útskipting á mælaborði bíla. Fréttastofa hefur skoðað upplýsingar úr ökutækjaskrá vegna nokkurra bíla í eigu bílaleiga. Mikill munur getur verið á kílómetrastöðu bíla þótt stutt sé á milli þess að þeir eru skoðaðir. Tölurnar eru fengnar úr svokölluðum skoðunarferli hvers bíls.Mælir sýnir 200.000 kílómetrum minna Sem dæmi eru Renault Trafic bílar árgerð 2007 og 2008 þar sem kílómetrastaða hefur lækkað um 170.000 - 200.000 kílómetra á milli áranna 2017 og 2018. Bílarnir eru í eigu CC bílaleigu en ekki hefur náðist í fulltrúa hennar í dag við vinnslu fréttarinnar. Annað dæmi er Cherokee jeppi þar sem kílómetrastaða hefur lækkað tvisvar, í fyrra skiptið um 90.000 kílómetra milli áranna 2011 og 2012 og í seinna skiptið um 120.000 kílómetra milli áranna 2017 og 2018. Bílinn var í eigu bílaleigunnar Green Motion. Eigandi hennar bendir á að rétt kílómetrastaða bílsins, 340.000 km, hafi verið skráð í afsali þegar bílinn var seldur árið 2017. Þriðja dæmið eru tveir bílar frá árinu 2006. Staða mælis í Suzuki Grand Vitara breyttist tvisvar, annars vegar fækkaði kílómetrum um tæplega 60.000 frá árinu 2015 til 2016, hins vegar fækkaði þeim um ríflega 100.000 frá árinu 2017 til 2018. Svipaða sögu er að segja um Hundayi Tuscon bíla í eigu sömu bílaleigu, Icerental4x4. Eigandi hennar segir að skipt hafi verið um mælaborð í bílunum eftir að þeir voru keyptir af öðrum bílaleigum.Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu.Vísir/FriðrikSamgöngustofa skerpir á eftirliti Samgöngustofa ber ekki saman skráningar frá skoðunum bíla. Til stendur að breyta því í takti við Evrópureglur. „Það á eftir að útfæra það nákvæmlega hvernig flaggað verður ef eitthvað misjafnt kemur í ljós,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Hún segir að málin séu litin mjög alvarlegum augum hjá stofunni. Bílgreinasambandið hefur afhent Samgöngustofu upplýsingar um bíla í eigu bílaleiga þar sem grunur leikur á að átt hafi verið við mæla. „Ef það kemur í ljós að misræmið á sér ekki eðlilegar skýringar þá gætu úrræði til dæmis verið svipting á starfsleyfi,“ segir Þórhildur Elín.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.Vísir/FriðrikSkortur á fagmennsku „Ég hélt að þetta væri einföld tölvuvinnsla,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Honum finnst það lýsa skorti á fagmennsku hjá Samgöngustofu að fylgja ekki eftir slíku misræmi á upplýsingum um kílómetrastöðu bíla. Runólfur vísar til Evróputilskipunar og segir brýnt að neytendur geti gengið að því vísu að upplýsingar í ökutækjaskrá varðandi skoðun og ástand bíla séu réttar.
Bílaleigur Bílar Neytendur Procar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira