Staðan flókin og hljóðið þungt í verkalýðshreyfingunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 21:43 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda samanlagt hljóða upp á um 30 milljarða króna og miða sérstaklega að því að bæta hag hina lægst launuðu. Það sé eðli prógressívra skattkerfa að það sem gert sé fyrir neðsta hópinn skili sér upp skalann. Fbl/stefán Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að staðan í kjaraviðræðunum sé flókin og hljóðið þungt í verkalýðshreyfingunni. Þetta sagði hún í Kastljósi á RÚV í kvöld. Hún sagði að viðbrögð verkalýðsforystunnar við skattkerfisbreytingarútspili stjórnvalda hefðu ekki komið sér á óvart. „Það hefur verið þungt hljóð í verkalýðshreyfingunni og ekki síst Eflingu, í raun og veru í heilt ár, þannig að það kemur í raun og veru ekki á óvart.“ Katrín segist hafa fullan skilning á því ef verkalýðsfélögin fjögur, sem eru í samfloti, fari í verkfallsaðgerðir en hún bendir á að innlegg ríkisstjórnarinnar í yfirstandandi kjaraviðræðum sé afrakstur samtala við aðila vinnumarkaðarins. „Jájá, við skulum segja það að tillögum okkar var ekki tekið fagnandi. Það er alveg rétt en við þurfum samt að horfa á það hvað við höfum verið að ræða við verkalýðshreyfinguna því það sem við vorum að ræða í gær er allt afrakstur samtala okkar við aðila vinnumarkaðarins sem hefur staðið yfir í heilt ár. “ Katrín segir að breytingarnar sem stjórnvöld hafa ráðist í séu réttlátar og góðar. Þau hafi ráðist í átak í húsnæðismálum, hækkað hækkað bætur og breytt skattkerfinu í þágu hinna lægst launuðu. „Í gær kynntum við líka fyrirætlanir okkar um að fara í það að lengja fæðingarorlof úr níu mánuðum í tólf. Það er auðvitað risastórt hagsmunamál ekki síst fyrir ungt fjölskyldufólk og það snýst ekki bara um það að skapa fólki betri lífskjör og aukinn tíma með sínum börnum, sem er auðvitað mjög stórt umbótamál í samfélaginu, heldur líka að draga úr kostnaði við daggæslu og annað slíkt sem auðvitað hvílir þungt á ungu fjölskyldufólki.“ Katrín segir að hlutverk stjórnvalda sé að hlusta á verkalýðshreyfinguna og vinna að umbótum en bendir á að ríkisstjórnin sitji ekki við samningaborðið. Aðspurð hvort fyrirhugaðar skattabreytingar séu síðasta boð segist Katrín enn eiga eftir að ræða fleiri tillögur á borð við aukinn stuðning við fyrstu fasteignakaup, vaxtarstig og verðtryggingu. Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Katrín segir aðgerðir koma barnafólki á lægstu launum vel Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda samanlagt hljóða upp á um 30 milljarða króna og miða sérstaklega að því að bæta hag hina lægst launuðu. 19. febrúar 2019 20:02 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Með tæknivæðingunni hafi fleiri möguleikar opnast til að meiða Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að staðan í kjaraviðræðunum sé flókin og hljóðið þungt í verkalýðshreyfingunni. Þetta sagði hún í Kastljósi á RÚV í kvöld. Hún sagði að viðbrögð verkalýðsforystunnar við skattkerfisbreytingarútspili stjórnvalda hefðu ekki komið sér á óvart. „Það hefur verið þungt hljóð í verkalýðshreyfingunni og ekki síst Eflingu, í raun og veru í heilt ár, þannig að það kemur í raun og veru ekki á óvart.“ Katrín segist hafa fullan skilning á því ef verkalýðsfélögin fjögur, sem eru í samfloti, fari í verkfallsaðgerðir en hún bendir á að innlegg ríkisstjórnarinnar í yfirstandandi kjaraviðræðum sé afrakstur samtala við aðila vinnumarkaðarins. „Jájá, við skulum segja það að tillögum okkar var ekki tekið fagnandi. Það er alveg rétt en við þurfum samt að horfa á það hvað við höfum verið að ræða við verkalýðshreyfinguna því það sem við vorum að ræða í gær er allt afrakstur samtala okkar við aðila vinnumarkaðarins sem hefur staðið yfir í heilt ár. “ Katrín segir að breytingarnar sem stjórnvöld hafa ráðist í séu réttlátar og góðar. Þau hafi ráðist í átak í húsnæðismálum, hækkað hækkað bætur og breytt skattkerfinu í þágu hinna lægst launuðu. „Í gær kynntum við líka fyrirætlanir okkar um að fara í það að lengja fæðingarorlof úr níu mánuðum í tólf. Það er auðvitað risastórt hagsmunamál ekki síst fyrir ungt fjölskyldufólk og það snýst ekki bara um það að skapa fólki betri lífskjör og aukinn tíma með sínum börnum, sem er auðvitað mjög stórt umbótamál í samfélaginu, heldur líka að draga úr kostnaði við daggæslu og annað slíkt sem auðvitað hvílir þungt á ungu fjölskyldufólki.“ Katrín segir að hlutverk stjórnvalda sé að hlusta á verkalýðshreyfinguna og vinna að umbótum en bendir á að ríkisstjórnin sitji ekki við samningaborðið. Aðspurð hvort fyrirhugaðar skattabreytingar séu síðasta boð segist Katrín enn eiga eftir að ræða fleiri tillögur á borð við aukinn stuðning við fyrstu fasteignakaup, vaxtarstig og verðtryggingu.
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Katrín segir aðgerðir koma barnafólki á lægstu launum vel Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda samanlagt hljóða upp á um 30 milljarða króna og miða sérstaklega að því að bæta hag hina lægst launuðu. 19. febrúar 2019 20:02 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Með tæknivæðingunni hafi fleiri möguleikar opnast til að meiða Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Sjá meira
„Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07
Katrín segir aðgerðir koma barnafólki á lægstu launum vel Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda samanlagt hljóða upp á um 30 milljarða króna og miða sérstaklega að því að bæta hag hina lægst launuðu. 19. febrúar 2019 20:02
Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16