„Engin matvæli koma úr forgarði helvítis“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. febrúar 2019 13:30 Ragga Nagli er einkaþjálfari og hugar mikið að heilsunni. „Nú þegar Ketókúrinn er yfir og allt um kring eins og hönd Guðs gætirðu allt eins snúið kettling úr hálsliðnum í kaffistofunni en að dúndra heitri beyglu í ristina.“ Svona hefst nýjasti heilsupistill Ragnhildar Þórðardóttur, sem er betur þekkt sem Ragga Nagli, á Facebook. Þar talar hún um að brauð sé ekki ógn við heimsfriði og að djöfullinn liggi í magninu. „Of mikið er ekki gott fyrir okkur. Það á við um allt. Að gleypa sjö beyglur á sólarhring er ekki gott fyrir þig. Að juða í sig súkkulaði allan daginn er ekki gott fyrir þig.“ Nú þegar ketó-matarræðið tröllríður öllu tekur Ragga Nagli einnig fram að það sé heldur ekki gott að borða eingöngu ribeye steik. „Að slafra grænkálssmúðinga í allar máltíðir er ekki gott fyrir þig. Að drekka átta lítra af vatni á dag er heldur ekki gott fyrir þig. Það sem er hins vegar gott fyrir okkur er að borða næringarríka fæðu fram yfir næringarsnauða. Það er líka gott fyrir okkur að tileinka sér fjölbreytt mataræði með eins mörgum matvælum og komast fyrir.Þarft öll orkuefnin Það sem er langbest fyrir okkur er að borða allskonar mat án þess að fá samviskubit þó að heit súrdeigssneið með smjöri rati á matardiskinn.“ Ragga spyr sína fylgjendur, sem eru 23 þúsund, hvernig þeirra matarræði líti út? „Ef þú ert að fá öll orkuefnin sem þú þarft. Prótein. Kolvetni. Fitu. Ef þú ert að næra þig vel með heilum afurðum. Þá mun einstaka brauðskorpa í radíus við munnvikin ekki spika þig upp eins og aligæs. Þú munt ekki missa kontrólið og kúlið og tæta upp allan Samsölupokann.“ Ragga segir að fólk eigi frekar að skora á þessar gömlu hugsanir sem eru yfirleitt runnar undan rifjum megrunariðnaðarins og borðaðu matvæli sem hafa ratað á bannlistann þinn. „Engin matvæli koma úr forgarði helvítis. Stundum er það frekar mataræðið í heildina sem þarf smá fínpússun. Stundum eru það eigin hugsanir og óraunhæfur ótti við matvæli sem halda okkur frá gleðinni. Jafnvægi er lykilinn að langtímaárangri.“ Heilsa Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
„Nú þegar Ketókúrinn er yfir og allt um kring eins og hönd Guðs gætirðu allt eins snúið kettling úr hálsliðnum í kaffistofunni en að dúndra heitri beyglu í ristina.“ Svona hefst nýjasti heilsupistill Ragnhildar Þórðardóttur, sem er betur þekkt sem Ragga Nagli, á Facebook. Þar talar hún um að brauð sé ekki ógn við heimsfriði og að djöfullinn liggi í magninu. „Of mikið er ekki gott fyrir okkur. Það á við um allt. Að gleypa sjö beyglur á sólarhring er ekki gott fyrir þig. Að juða í sig súkkulaði allan daginn er ekki gott fyrir þig.“ Nú þegar ketó-matarræðið tröllríður öllu tekur Ragga Nagli einnig fram að það sé heldur ekki gott að borða eingöngu ribeye steik. „Að slafra grænkálssmúðinga í allar máltíðir er ekki gott fyrir þig. Að drekka átta lítra af vatni á dag er heldur ekki gott fyrir þig. Það sem er hins vegar gott fyrir okkur er að borða næringarríka fæðu fram yfir næringarsnauða. Það er líka gott fyrir okkur að tileinka sér fjölbreytt mataræði með eins mörgum matvælum og komast fyrir.Þarft öll orkuefnin Það sem er langbest fyrir okkur er að borða allskonar mat án þess að fá samviskubit þó að heit súrdeigssneið með smjöri rati á matardiskinn.“ Ragga spyr sína fylgjendur, sem eru 23 þúsund, hvernig þeirra matarræði líti út? „Ef þú ert að fá öll orkuefnin sem þú þarft. Prótein. Kolvetni. Fitu. Ef þú ert að næra þig vel með heilum afurðum. Þá mun einstaka brauðskorpa í radíus við munnvikin ekki spika þig upp eins og aligæs. Þú munt ekki missa kontrólið og kúlið og tæta upp allan Samsölupokann.“ Ragga segir að fólk eigi frekar að skora á þessar gömlu hugsanir sem eru yfirleitt runnar undan rifjum megrunariðnaðarins og borðaðu matvæli sem hafa ratað á bannlistann þinn. „Engin matvæli koma úr forgarði helvítis. Stundum er það frekar mataræðið í heildina sem þarf smá fínpússun. Stundum eru það eigin hugsanir og óraunhæfur ótti við matvæli sem halda okkur frá gleðinni. Jafnvægi er lykilinn að langtímaárangri.“
Heilsa Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira