NASA hefur áhyggjur af þróun geimfara SpaceX og Boeing Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2019 12:30 Heimildarmenn Reuters segja starfsmenn NASA hafa gert lista yfir atriði sem þeir hafa áhyggjur af og á listunum eru 30 til 35 atriði sem nauðsynlegt sé fyrir Boeing og SpaceX að taka á, áður en hægt verður að senda geimfara með förum fyrirtækjanna. EPA/PAUL BUCK Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hafa varað SpaceX og Boeing við áhyggjum stofnunarinnar vegna hönnunar og öryggis þegar kemur að þróun fyrirtækjanna á eldflaugum og geimförum sem bera eiga menn út í geim. Útlit er fyrir að frekari tafir gætu orðið á því að Bandaríkin geti sent menn út í geim en það hefur ekki verið gert frá Bandaríkjunum síðan geimskutlurnar voru teknar úr notkun árið 2011. NASA hefur sett út á veikleika í smíði geimfari Boeing sem tengist hitaskyldi farsins og varðandi SpaceX hefur stofnunin sett út á endurhönnun á eldflaug fyrirtækisins eftir að ein slík sprakk árið 2016 og ferli SpaceX varðandi eldsneytisnotkun eldflauga. Sérstaklega það að setja eigi eldsneyti á eldflaugarnar eftir að geimfarar verði komnir um borð. Það vill SpaceX gera svo hægt sé að halda eldsneytinu sérstaklega köldu eins lengi og mögulegt er. Kuldinn dregur úr rúmmáli eldsneytisins og þannig er hægt að koma meira eldsneyti fyrir í eldflaugunum. Bæði Boeing og SpaceX hafa þar að auki átt í vandræðum með fallhlífar geimfaranna. Í skýrslu öryggisráðsnefndar NASA sem gefin var út fyrr í þessum mánuði segir að verulega hæpið sé að fyrirtækin muni geta staðið við áætlanir sínar.Samkvæmt heimildum Reuters eru áhyggjur starfsmanna NASA umfangsmeiri en nefndar eru í skýrslunni.Tveir heimildarmenn fréttaveitunnar segja starfsmenn NASA hafa gert lista yfir atriði sem þeir hafa áhyggjur af og á listunum eru 30 til 35 atriði sem nauðsynlegt sé fyrir Boeing og SpaceX að taka á, áður en hægt verður að senda geimfara með förum fyrirtækjanna. Talsmaður NASA vísaði fyrirspurnum Reuters til fyrirtækjanna tveggja en sagði að öryggi geimfara væri alltaf mikilvægara en að standast áætlanir. Algengt er að áætlanir standist ekki við þróun eldflauga og geimfara.Sjá einnig: Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra uppFrá Boeing fengust þau svör að búið væri að taka á einhverjum atriðum sem NASA hefur bent á og verið sé að vinna í öðrum. Talsmaður SpaceX sagði eingöngu að fyrirtækið væri að vinna með NASA að því að skapa eitt öruggasta og háþróaðasta geimfar sögunnar. Öryggi geimfara væri í fyrirrúmi. Á morgun munu starfsmenn NASA kanna hvort SpaceX sé tilbúið til að skjóta geimfari sínu, Dragon 2, á loft án geimfara 2. mars. Verkefnið er mikilvægt vegna þess að Bandaríkin hafa verið að greiða Rússum um 80 milljónir dala fyrir hvern geimfara sem sendur hefur verið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar frá Baikonur í Kasakstan. Bandaríkin hafa ekki keypt sæti fyrir geimfara árið 2020 en NASA sagði þó í síðustu viku að verið væri að íhuga að kaupa tvö sæti árið 2020 til að tryggja að Bandaríkin hefðu aðgang að geimstöðinni. Boeing Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hafa varað SpaceX og Boeing við áhyggjum stofnunarinnar vegna hönnunar og öryggis þegar kemur að þróun fyrirtækjanna á eldflaugum og geimförum sem bera eiga menn út í geim. Útlit er fyrir að frekari tafir gætu orðið á því að Bandaríkin geti sent menn út í geim en það hefur ekki verið gert frá Bandaríkjunum síðan geimskutlurnar voru teknar úr notkun árið 2011. NASA hefur sett út á veikleika í smíði geimfari Boeing sem tengist hitaskyldi farsins og varðandi SpaceX hefur stofnunin sett út á endurhönnun á eldflaug fyrirtækisins eftir að ein slík sprakk árið 2016 og ferli SpaceX varðandi eldsneytisnotkun eldflauga. Sérstaklega það að setja eigi eldsneyti á eldflaugarnar eftir að geimfarar verði komnir um borð. Það vill SpaceX gera svo hægt sé að halda eldsneytinu sérstaklega köldu eins lengi og mögulegt er. Kuldinn dregur úr rúmmáli eldsneytisins og þannig er hægt að koma meira eldsneyti fyrir í eldflaugunum. Bæði Boeing og SpaceX hafa þar að auki átt í vandræðum með fallhlífar geimfaranna. Í skýrslu öryggisráðsnefndar NASA sem gefin var út fyrr í þessum mánuði segir að verulega hæpið sé að fyrirtækin muni geta staðið við áætlanir sínar.Samkvæmt heimildum Reuters eru áhyggjur starfsmanna NASA umfangsmeiri en nefndar eru í skýrslunni.Tveir heimildarmenn fréttaveitunnar segja starfsmenn NASA hafa gert lista yfir atriði sem þeir hafa áhyggjur af og á listunum eru 30 til 35 atriði sem nauðsynlegt sé fyrir Boeing og SpaceX að taka á, áður en hægt verður að senda geimfara með förum fyrirtækjanna. Talsmaður NASA vísaði fyrirspurnum Reuters til fyrirtækjanna tveggja en sagði að öryggi geimfara væri alltaf mikilvægara en að standast áætlanir. Algengt er að áætlanir standist ekki við þróun eldflauga og geimfara.Sjá einnig: Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra uppFrá Boeing fengust þau svör að búið væri að taka á einhverjum atriðum sem NASA hefur bent á og verið sé að vinna í öðrum. Talsmaður SpaceX sagði eingöngu að fyrirtækið væri að vinna með NASA að því að skapa eitt öruggasta og háþróaðasta geimfar sögunnar. Öryggi geimfara væri í fyrirrúmi. Á morgun munu starfsmenn NASA kanna hvort SpaceX sé tilbúið til að skjóta geimfari sínu, Dragon 2, á loft án geimfara 2. mars. Verkefnið er mikilvægt vegna þess að Bandaríkin hafa verið að greiða Rússum um 80 milljónir dala fyrir hvern geimfara sem sendur hefur verið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar frá Baikonur í Kasakstan. Bandaríkin hafa ekki keypt sæti fyrir geimfara árið 2020 en NASA sagði þó í síðustu viku að verið væri að íhuga að kaupa tvö sæti árið 2020 til að tryggja að Bandaríkin hefðu aðgang að geimstöðinni.
Boeing Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira