Úrvalsdeildin í pílu í beinni í kvöld og tveir meistarar mætast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2019 13:30 Hollendingurinn Michael van Gerwen og Skotinn Peter Wright eru báðir meðal keppenda í úrvalsdeildinni í pílu. EPA/ROBIN VAN LONKHUIJSEN Heimsmeistaramótið í pílu vakti mikla athygli þegar það var sýnt yfir hátíðirnar og nú fær píluáhugafólk einnig að fylgjast með úrvalsdeildinni í pílukasti í beinni á Stöð 2 Sport. Úrvalsdeildin í pílukasti er deildarkeppni á milli níu bestu pílukastara heims en auk þess fær einn boðsgestur að keppa á hverju kvöldi. Alls eru þetta sautján kvöld víðs vegar um Evrópu frá febrúar til maí. Fyrst er deildarkeppni en fjórir efstu komast síðan í úrslitakeppnina þar sem nýr meistari verður krýndur í maí. Að þessu sinni er komið að þriðju umferðinni og hún bíður upp á viðureign milli tveggja heimsmeistara. Úrvalsdeildin í pílukasti verður í beinni á Stöð 2 Sport 3 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.00. Páll Sævar Guðjónsson mætir aftur og lýsir keppninni eins og hann gerði á heimsmeistaramótinu. Stærsta viðureign kvöldsins er án efa leikur þeirra Michael van Gerwen og RobCross en þeir hafa unnið þrjá siðustu heimsmeistaratitla. RobCross vann í fyrra en Van Gerwen tryggði sér heimsmeistaratitilinn á dögunum og þá í annað skiptið á þremur árum. Michael van Gerwen hefndi fyrir ófarirnar á móti RobCross á heimsmeistaramótinu í fyrra með því að vinna hann þrisvar sinnum í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Van Gerwen vann á endanum úrvalsdeildina í fjórða sinn á ferlinum. „Ég týndi brosinu mínu á síðasta ári og allt virkaði svo erfitt í úrvalsdeildinni. Ég er miklu jákvæðari í ár,“ sagði RobCross og bætti við: „Úrvalsdeildin er miskunnarlaus keppni og ég er mættur til þess að spila almennilega. Ég hef unnið mikið í mínum leik og það er að skila sér. Michael er á flugi núna en ég ætla að reyna mitt besta,“ sagði Cross og það stefnir í magnaða viðureign. „Ef við verðum báðir í toppformi þá má búast við öðrum mögnuðum leik á milli okkar,“ sagði Cross. „Rob hefur byrjað vel í úrvalsdeildinni og er alltaf hættulegur andstæðingur. Ég veit samt að ef ég spila minn besta leik þá mun ég vinna,“ sagði Michael van Gerwen. Hann er einn á toppnum með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar. Þriðja umferðin í kvöld fer fram í 3Arena í Dublin á Írlandi. Þeir sem mætast í kvöld eru eftirtaldir:GerwynPrice - James WadeSteveLennon - Peter Wright Michael van Gerwen - RobCross Michael Smith - DarylGurneyMensurSuljovic - Raymond van Barneveld Aðrar íþróttir Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Sjá meira
Heimsmeistaramótið í pílu vakti mikla athygli þegar það var sýnt yfir hátíðirnar og nú fær píluáhugafólk einnig að fylgjast með úrvalsdeildinni í pílukasti í beinni á Stöð 2 Sport. Úrvalsdeildin í pílukasti er deildarkeppni á milli níu bestu pílukastara heims en auk þess fær einn boðsgestur að keppa á hverju kvöldi. Alls eru þetta sautján kvöld víðs vegar um Evrópu frá febrúar til maí. Fyrst er deildarkeppni en fjórir efstu komast síðan í úrslitakeppnina þar sem nýr meistari verður krýndur í maí. Að þessu sinni er komið að þriðju umferðinni og hún bíður upp á viðureign milli tveggja heimsmeistara. Úrvalsdeildin í pílukasti verður í beinni á Stöð 2 Sport 3 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.00. Páll Sævar Guðjónsson mætir aftur og lýsir keppninni eins og hann gerði á heimsmeistaramótinu. Stærsta viðureign kvöldsins er án efa leikur þeirra Michael van Gerwen og RobCross en þeir hafa unnið þrjá siðustu heimsmeistaratitla. RobCross vann í fyrra en Van Gerwen tryggði sér heimsmeistaratitilinn á dögunum og þá í annað skiptið á þremur árum. Michael van Gerwen hefndi fyrir ófarirnar á móti RobCross á heimsmeistaramótinu í fyrra með því að vinna hann þrisvar sinnum í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Van Gerwen vann á endanum úrvalsdeildina í fjórða sinn á ferlinum. „Ég týndi brosinu mínu á síðasta ári og allt virkaði svo erfitt í úrvalsdeildinni. Ég er miklu jákvæðari í ár,“ sagði RobCross og bætti við: „Úrvalsdeildin er miskunnarlaus keppni og ég er mættur til þess að spila almennilega. Ég hef unnið mikið í mínum leik og það er að skila sér. Michael er á flugi núna en ég ætla að reyna mitt besta,“ sagði Cross og það stefnir í magnaða viðureign. „Ef við verðum báðir í toppformi þá má búast við öðrum mögnuðum leik á milli okkar,“ sagði Cross. „Rob hefur byrjað vel í úrvalsdeildinni og er alltaf hættulegur andstæðingur. Ég veit samt að ef ég spila minn besta leik þá mun ég vinna,“ sagði Michael van Gerwen. Hann er einn á toppnum með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar. Þriðja umferðin í kvöld fer fram í 3Arena í Dublin á Írlandi. Þeir sem mætast í kvöld eru eftirtaldir:GerwynPrice - James WadeSteveLennon - Peter Wright Michael van Gerwen - RobCross Michael Smith - DarylGurneyMensurSuljovic - Raymond van Barneveld
Aðrar íþróttir Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Sjá meira