Innlent

Ríkis­starfs­menn þurfa ekki lengur ís­lenskan ríkis­borgara­rétt

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Pawel Bartoszek lagði frumvarp um málið fyrst fram árið 2016.
Pawel Bartoszek lagði frumvarp um málið fyrst fram árið 2016. vÍSIR/ANTON
Alþingi samþykkti nú í morgun einróma að fella á brott úr lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins kröfu þess efnis að einstaklingur verði að vera íslenskur ríkisborgari til að geta fengið starf hjá ríkinu.

Frumvarpið var fyrst lagt fram árið 2016 af Pawel Bartoszek, þáverandi þingmanni Viðreisnar og nú borgarfulltrúa flokksins.

Það var svo Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sem mælti fyrir málinu á yfirstandandi þingi.

Með samþykkt frumvarpsins fellur á brott 4. töluliður 1. málsgreinar 6. greinar laganna sem kvað á um að íslenskur ríkisborgararéttur væri skilyrði þess að fá skipun eða ráðningu í starf hjá ríkinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×