Búið að slíta viðræðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 14:39 Frá fundinum sem hófst klukkan 14 og stóð yfir í um hálftíma. vísir/sigurjón Búið er að slíta kjaraviðræðum á milli Samtaka atvinnulífsins og VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur. Fundur deiluaðila hófst klukkan 14 í dag og stóð því yfir í um hálftíma. Eftir að fundi deiluaðila lauk funduðu þeir áfram í sitthvoru lagi í húsakynnum sáttasemjara. Fastlega má búast við því að félögin hefji nú undirbúning atkvæðagreiðslna um boðun verkfalla en það tekur um hálfan mánuð að undirbúa verkföll eins og fjallað var um í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Félögin fjögur sem vísað höfðu kjaradeilunni til sáttasemjara hafa undanfarna daga lýst yfir miklum vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar í skattamálum sem kynntar voru í byrjun vikunnar og var ætlað að liðka fyrir kjaraviðræðum. Hér má sjá viðtal við Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, í kjölfar viðræðuslitanna.Klippa: Halldór Benjamín um viðræðuslit Hér má sjá viðtal við Sólveigu Önnu og Ragnar Þór í kjölfar viðræðuslitanna.Klippa: Sólveig Anna og Ragnar Þór um viðræðuslit Hér fyrir neðan má sjá yfirlýsingu Eflingar sem birt var á vef félagsins eftir að viðræðum var slitið: Í dag var viðræðum Eflingar og samflotsfélaga við SA slitið hjá Ríkissáttasemjara. Þar með hefur félagið fengið heimild til að hefja verkfallsaðgerðir.Verkafólk á Íslandi hefur of lengi þurft að þola láglaunastefnu og stjórnlausan ójöfnuð. Verkafólk hefur skapað góðæri síðustu ára með vinnu sinni. Atvinnurekendur hafa þó neitað að ganga að sanngjörnum kröfum Eflingar og samflotsfélaga. Verkfall er þaulreynd og lögvarin aðferð stéttarfélaga til að jafna hlut vinnandi fólks gagnvart atvinnurekendum.Mikilvægt er að félagsmenn séu upplýstir um eftirfarandi atriði varðandi verkföll:• Allar verkfallsaðgerðir þarf að samþykkja í kosningu meðal þeirra félagsmanna sem verkfall tekur til. Félagið mun senda allar nauðsynlegar upplýsingar til félagsmanna varðandi verkfallskosningu með eins miklum fyrirvara og hægt er.• Félagsmenn eru hvattir til að láta félagið hafa réttar upplýsingar um netfang þeirra og símanúmer, til að auðvelt sé að ná sambandi við þá. Senda má póst á efling@efling.is og láta þar koma fram kennitölu, netfang og símanúmer. Efling fer með slíkar upplýsingar í samræmi við persónuverndarlög.• Félagsmenn eru hvattir til að setja sig í samband við trúnaðarmann á sínum vinnustað, þar sem trúnaðarmaður er fyrir hendi.• Svar við algengustu spurningum um verkföll má finna á samningavef Eflingar is• Félagsmenn eru að lokum hvattir til að fylgjast vel með öllum fréttum á samningavef, heimasíðu og Facebook síðu Nýjustu upplýsingar um viðræður og verkföll birtast að jafnaði fyrst á samningavefnum.Fréttin var uppfærð klukkan 15:08. Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig býst við viðræðuslitum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fengu í gær í gær umboð frá samninganefndum félaganna til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef þess þarf. 21. febrúar 2019 07:00 SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58 Tekur um hálfan mánuð að undirbúa verkfall Það tekur allajafna rúman hálfan mánuð að undirbúa stór verkföll, en verkfall má framkvæma með ýmsum hætti. Stéttarfélögin hafa í valdi sínu hversu víðtæk þau eru. 21. febrúar 2019 13:06 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira
Búið er að slíta kjaraviðræðum á milli Samtaka atvinnulífsins og VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur. Fundur deiluaðila hófst klukkan 14 í dag og stóð því yfir í um hálftíma. Eftir að fundi deiluaðila lauk funduðu þeir áfram í sitthvoru lagi í húsakynnum sáttasemjara. Fastlega má búast við því að félögin hefji nú undirbúning atkvæðagreiðslna um boðun verkfalla en það tekur um hálfan mánuð að undirbúa verkföll eins og fjallað var um í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Félögin fjögur sem vísað höfðu kjaradeilunni til sáttasemjara hafa undanfarna daga lýst yfir miklum vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar í skattamálum sem kynntar voru í byrjun vikunnar og var ætlað að liðka fyrir kjaraviðræðum. Hér má sjá viðtal við Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, í kjölfar viðræðuslitanna.Klippa: Halldór Benjamín um viðræðuslit Hér má sjá viðtal við Sólveigu Önnu og Ragnar Þór í kjölfar viðræðuslitanna.Klippa: Sólveig Anna og Ragnar Þór um viðræðuslit Hér fyrir neðan má sjá yfirlýsingu Eflingar sem birt var á vef félagsins eftir að viðræðum var slitið: Í dag var viðræðum Eflingar og samflotsfélaga við SA slitið hjá Ríkissáttasemjara. Þar með hefur félagið fengið heimild til að hefja verkfallsaðgerðir.Verkafólk á Íslandi hefur of lengi þurft að þola láglaunastefnu og stjórnlausan ójöfnuð. Verkafólk hefur skapað góðæri síðustu ára með vinnu sinni. Atvinnurekendur hafa þó neitað að ganga að sanngjörnum kröfum Eflingar og samflotsfélaga. Verkfall er þaulreynd og lögvarin aðferð stéttarfélaga til að jafna hlut vinnandi fólks gagnvart atvinnurekendum.Mikilvægt er að félagsmenn séu upplýstir um eftirfarandi atriði varðandi verkföll:• Allar verkfallsaðgerðir þarf að samþykkja í kosningu meðal þeirra félagsmanna sem verkfall tekur til. Félagið mun senda allar nauðsynlegar upplýsingar til félagsmanna varðandi verkfallskosningu með eins miklum fyrirvara og hægt er.• Félagsmenn eru hvattir til að láta félagið hafa réttar upplýsingar um netfang þeirra og símanúmer, til að auðvelt sé að ná sambandi við þá. Senda má póst á efling@efling.is og láta þar koma fram kennitölu, netfang og símanúmer. Efling fer með slíkar upplýsingar í samræmi við persónuverndarlög.• Félagsmenn eru hvattir til að setja sig í samband við trúnaðarmann á sínum vinnustað, þar sem trúnaðarmaður er fyrir hendi.• Svar við algengustu spurningum um verkföll má finna á samningavef Eflingar is• Félagsmenn eru að lokum hvattir til að fylgjast vel með öllum fréttum á samningavef, heimasíðu og Facebook síðu Nýjustu upplýsingar um viðræður og verkföll birtast að jafnaði fyrst á samningavefnum.Fréttin var uppfærð klukkan 15:08.
Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig býst við viðræðuslitum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fengu í gær í gær umboð frá samninganefndum félaganna til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef þess þarf. 21. febrúar 2019 07:00 SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58 Tekur um hálfan mánuð að undirbúa verkfall Það tekur allajafna rúman hálfan mánuð að undirbúa stór verkföll, en verkfall má framkvæma með ýmsum hætti. Stéttarfélögin hafa í valdi sínu hversu víðtæk þau eru. 21. febrúar 2019 13:06 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira
Sólveig býst við viðræðuslitum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fengu í gær í gær umboð frá samninganefndum félaganna til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef þess þarf. 21. febrúar 2019 07:00
SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58
Tekur um hálfan mánuð að undirbúa verkfall Það tekur allajafna rúman hálfan mánuð að undirbúa stór verkföll, en verkfall má framkvæma með ýmsum hætti. Stéttarfélögin hafa í valdi sínu hversu víðtæk þau eru. 21. febrúar 2019 13:06