Móð og másandi á nýju brautarmeti þegar hún sigldi sínu fyrsta frumvarpi í höfn Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2019 15:00 Áslaug Arna í ræðustól Alþingis í dag. Vísir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk sitt fyrsta frumvarp samþykkt á Alþingi á dag. Um er að ræða breytingu á lögum sem varða nálgunarbann og brottvísun af heimili. Er breytingunni ætlað að gera málsmeðferðina við nálgunarbann auðveldari og léttari og skilja á milli málsmeðferðar við nálgunarbann og brottvísunar af heimili. Áslaug mætti á miklum hlaupum inn í þingsal og átti erfitt með sig í ræðustól sökum þess hversu móð hún var. Vakti það mikla kátínu þingmanna líkt og sjá má í myndbandi neðar í fréttinni. „Það er ekki jafn mikil þvingun í því að fá á sig nálgunarbann og láta vísa sér af heimili,“ segir Áslaug Arna í samtali við Vísi. Lögin um nálgunarbann og brottvísun af heimili eru frá árinu 2011 og komin reynsla á þau og er verið að taka mið af henni með þessari breytingu. „Það má margt betur fara þegar kemur að þessum úrræði. Markmiðið með lögunum er að bæta meðferðina hvað varðar beitingu nálgunarbanns þannig að hún sé ekki jafn þung í vöfum og hún hefur verið. Sér í lagi þegar þannig háttar að sakborningur er samþykkur um nálgunarbann,“ segir Áslaug. „Markmiðið með breytingunum er að vernda betur þann sem er brotið á. Það er auðvitað markmiðið með nálgunarbanni og þetta er mikilvægt skref að stíga til að bæta lögin.“Geta samþykkt nálgunarbann án aðkomu dómsÁsmundir Einari Daðasyni félagsmálaráðherra var augljóslega skemmt þegar Áslaug Arna gerði grein fyrir atkvæði sínu í dag.VísirFyrir lagabreytinguna þurfti ávallt að fara með ákvörðun um nálgunarbann fyrir dómstóla þó að sakborningur væri samþykkur banninu. Með breytingunni getur lögreglustjóri tekið ákvörðunina án þess að bera hana undir dómstóla ef sakborningur er samþykkur því. Í frumvarpi Áslaugar er að finna breytingar um vægari úrræði sem höfðu ekki verið skilgreind nægjanlega vel í lögunum. Í dómaframkvæmd er oft vísað til þess að reyna eigi vægari úrræði fyrst áður en gripið er til nálgunarbanns en hvergi var að finna reglur um hver þessi vægari úrræði eiga að vera og engin samræmd framkvæmd varðandi það. Í greinargerð frumvarpsins er einnig ítrekað að röskun á friði sé nægjanlegt skilyrði til að fá nálgunarbann. „En það virðist oft vera að sett séu strangari skilyrði í dómaframkvæmd en lögin kveða á um. En ég tel að með þessum breytingum séu lögin orðin betri en svo þarf reynsla að komast á þau,“ segir Áslaug Arna. Hún tók einnig fram í ræðu sinni á Alþingi að skoða þurfi þyngingar á dómum þegar brotið er gegn nálgunarbanni því dómar við slíkum brotum séu afskaplega vægir. Fékk símtal 5 mínútum fyrir atkvæðagreiðslu Þetta fyrsta frumvarp sem Áslaug Arna fékk samþykkt var ekki það eina sem vakti athygli í morgun. Áslaug Arna mætti móð og másandi í ræðupúlt Alþingis þar sem hún gerði grein fyrir atkvæði sínu og vakti það mikla kátínu þingmanna. Klippa: Áslaug Arna hleypur í ræðustól á Alþingi Áslaug segir að hún hafi einfaldlega ruglast á því í fyrsta skipti á ferli sínum sem þingmaður hvenær atkvæðagreiðsla fer fram. Á þriðjudögum fer hún fram klukkan 14 en klukkan 11 á fimmtudögum. Áslaug stóð í þeirri trú að atkvæðagreiðslan færi fram klukkan 14 í dag þegar hún var stödd í miðri kynningu í Ljósmyndaskólanum úti á Granda í Reykjavík. „Ég fæ þá símtal um að það séu fimm mínútur í atkvæðagreiðslu,“ segir Áslaug Arna. Þá voru góð ráð dýr og ekkert annað um að ræða en að hendast út í bíl og bruna upp í þinghús. „Ég setti örugglega brautarmet og sér í lagi örugglega hlaupamet frá bílastæði þinghússins og inn í þingsal,“ segir Áslaug Arna sem var mætt í pontu rúmum fjórum mínútum eftir að hún fékk símtalið út á Granda. Hún segist hafa verið mjög heppin með litla umferð og lenti ekki á neinu rauðu ljósi og gekk því vel að komast fljótt upp í þinghús. Alþingi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk sitt fyrsta frumvarp samþykkt á Alþingi á dag. Um er að ræða breytingu á lögum sem varða nálgunarbann og brottvísun af heimili. Er breytingunni ætlað að gera málsmeðferðina við nálgunarbann auðveldari og léttari og skilja á milli málsmeðferðar við nálgunarbann og brottvísunar af heimili. Áslaug mætti á miklum hlaupum inn í þingsal og átti erfitt með sig í ræðustól sökum þess hversu móð hún var. Vakti það mikla kátínu þingmanna líkt og sjá má í myndbandi neðar í fréttinni. „Það er ekki jafn mikil þvingun í því að fá á sig nálgunarbann og láta vísa sér af heimili,“ segir Áslaug Arna í samtali við Vísi. Lögin um nálgunarbann og brottvísun af heimili eru frá árinu 2011 og komin reynsla á þau og er verið að taka mið af henni með þessari breytingu. „Það má margt betur fara þegar kemur að þessum úrræði. Markmiðið með lögunum er að bæta meðferðina hvað varðar beitingu nálgunarbanns þannig að hún sé ekki jafn þung í vöfum og hún hefur verið. Sér í lagi þegar þannig háttar að sakborningur er samþykkur um nálgunarbann,“ segir Áslaug. „Markmiðið með breytingunum er að vernda betur þann sem er brotið á. Það er auðvitað markmiðið með nálgunarbanni og þetta er mikilvægt skref að stíga til að bæta lögin.“Geta samþykkt nálgunarbann án aðkomu dómsÁsmundir Einari Daðasyni félagsmálaráðherra var augljóslega skemmt þegar Áslaug Arna gerði grein fyrir atkvæði sínu í dag.VísirFyrir lagabreytinguna þurfti ávallt að fara með ákvörðun um nálgunarbann fyrir dómstóla þó að sakborningur væri samþykkur banninu. Með breytingunni getur lögreglustjóri tekið ákvörðunina án þess að bera hana undir dómstóla ef sakborningur er samþykkur því. Í frumvarpi Áslaugar er að finna breytingar um vægari úrræði sem höfðu ekki verið skilgreind nægjanlega vel í lögunum. Í dómaframkvæmd er oft vísað til þess að reyna eigi vægari úrræði fyrst áður en gripið er til nálgunarbanns en hvergi var að finna reglur um hver þessi vægari úrræði eiga að vera og engin samræmd framkvæmd varðandi það. Í greinargerð frumvarpsins er einnig ítrekað að röskun á friði sé nægjanlegt skilyrði til að fá nálgunarbann. „En það virðist oft vera að sett séu strangari skilyrði í dómaframkvæmd en lögin kveða á um. En ég tel að með þessum breytingum séu lögin orðin betri en svo þarf reynsla að komast á þau,“ segir Áslaug Arna. Hún tók einnig fram í ræðu sinni á Alþingi að skoða þurfi þyngingar á dómum þegar brotið er gegn nálgunarbanni því dómar við slíkum brotum séu afskaplega vægir. Fékk símtal 5 mínútum fyrir atkvæðagreiðslu Þetta fyrsta frumvarp sem Áslaug Arna fékk samþykkt var ekki það eina sem vakti athygli í morgun. Áslaug Arna mætti móð og másandi í ræðupúlt Alþingis þar sem hún gerði grein fyrir atkvæði sínu og vakti það mikla kátínu þingmanna. Klippa: Áslaug Arna hleypur í ræðustól á Alþingi Áslaug segir að hún hafi einfaldlega ruglast á því í fyrsta skipti á ferli sínum sem þingmaður hvenær atkvæðagreiðsla fer fram. Á þriðjudögum fer hún fram klukkan 14 en klukkan 11 á fimmtudögum. Áslaug stóð í þeirri trú að atkvæðagreiðslan færi fram klukkan 14 í dag þegar hún var stödd í miðri kynningu í Ljósmyndaskólanum úti á Granda í Reykjavík. „Ég fæ þá símtal um að það séu fimm mínútur í atkvæðagreiðslu,“ segir Áslaug Arna. Þá voru góð ráð dýr og ekkert annað um að ræða en að hendast út í bíl og bruna upp í þinghús. „Ég setti örugglega brautarmet og sér í lagi örugglega hlaupamet frá bílastæði þinghússins og inn í þingsal,“ segir Áslaug Arna sem var mætt í pontu rúmum fjórum mínútum eftir að hún fékk símtalið út á Granda. Hún segist hafa verið mjög heppin með litla umferð og lenti ekki á neinu rauðu ljósi og gekk því vel að komast fljótt upp í þinghús.
Alþingi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira