Endatakmarkið ekki breyst þrátt fyrir slitin Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. febrúar 2019 15:35 Fréttamenn hópuðust að Halldóri Benjamín Þorbergssyni þegar hann kom af fundi í Karphúsinu í dag. Kjaradeilur Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra, sem slitu viðræðunum í dag, eru komnar á annað stig að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA. Þeim sé hins vegar ekki lokið, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til annars samingafundar á næstu vikum. Forsvarsmenn verkalýðsfélaganna, VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur, gengu út af sameiginlegum fundi með SA í húsakynnum ríkissáttasemjara á þriðja tímanum í dag. Fastlega má búast við því að félögin hefji nú undirbúning atkvæðagreiðslna um boðun verkfalla. Halldór Benjamín tjáði blaðamönnum sem hópuðust að honum eftir fund hans með félögunum fjórum að SA hafi ekki lagt fram nýtt tilboð í dag. Áfram væri stuðst við þær útfærslur sem SA kynnti verkalýðsforystunni um miðja síðustu viku. Sjá einnig: „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ „Við lýstum því sjónarmiði okkar að grundvöllur kjarasamnings við Samtök atvinnulífsins, gagnvart öllum okkar viðsemjendum, væri að skapa skilyrði hér fyrir vaxtalækkun Seðlabanka Íslands, stuðla að jákvæðri kaupmáttarþróun á næstu árum og ekki síður að koma í veg fyrir verðhækkanir og lægra atvinnustig,“ sagði Halldór Benjamín. Tilboð SA hvíli á því svigrúmi sem samtökin telja vera til staðar á íslensku vinnumarkaði. „Miðað við þessar gríðarlega mikilvægu forsendur getum við ekki sem ábyrgur samningsaðili hvikað frá þessu tilboði og þar við sat í dag,“ útskýrði Halldór. Þrátt fyrir að viðræðum hafi verið slitið í dag er endatakmarkið áfram það sama að sögn Halldórs. Það þurfi að ljúka gerð kjarasamnings á næstu vikum - „en takturinn gæti mögulega hafa breyst í dag.“Fréttin hefur verið uppfærðKlippa: Halldór Benjamín um viðræðuslit Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09 SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58 Búið að slíta viðræðum Búið er að slíta viðræðum á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísuðu kjaradeilunni til sáttasemjara. 21. febrúar 2019 14:39 Mest lesið Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Innlent Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Innlent Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Innlent Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum Innlent Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Innlent Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Innlent Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Innlent Fleiri fréttir Segir mörgum spurningum ósvarað Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Dómgreindarleysi ráðherra og hneykslismál flokksins Fátæk börn upplifa meiri vanlíðan og minna öryggi Vaka kynnti listann með hjálp töframanns „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Ekki skárra fyrir 35 árum Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Bein útsending: Hreint vatn til framtíðar Afsögn Ásthildar Lóu og lokun á Heathrow flugvelli Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Tóku fyrstu skóflustunguna að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Jón Björn tekinn við af Heiðu Björgu Búnaðarþing og geltandi hundar Grunaður um að stinga mann tvívegis en á sitthvorum staðnum „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Sjá meira
Kjaradeilur Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra, sem slitu viðræðunum í dag, eru komnar á annað stig að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA. Þeim sé hins vegar ekki lokið, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til annars samingafundar á næstu vikum. Forsvarsmenn verkalýðsfélaganna, VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur, gengu út af sameiginlegum fundi með SA í húsakynnum ríkissáttasemjara á þriðja tímanum í dag. Fastlega má búast við því að félögin hefji nú undirbúning atkvæðagreiðslna um boðun verkfalla. Halldór Benjamín tjáði blaðamönnum sem hópuðust að honum eftir fund hans með félögunum fjórum að SA hafi ekki lagt fram nýtt tilboð í dag. Áfram væri stuðst við þær útfærslur sem SA kynnti verkalýðsforystunni um miðja síðustu viku. Sjá einnig: „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ „Við lýstum því sjónarmiði okkar að grundvöllur kjarasamnings við Samtök atvinnulífsins, gagnvart öllum okkar viðsemjendum, væri að skapa skilyrði hér fyrir vaxtalækkun Seðlabanka Íslands, stuðla að jákvæðri kaupmáttarþróun á næstu árum og ekki síður að koma í veg fyrir verðhækkanir og lægra atvinnustig,“ sagði Halldór Benjamín. Tilboð SA hvíli á því svigrúmi sem samtökin telja vera til staðar á íslensku vinnumarkaði. „Miðað við þessar gríðarlega mikilvægu forsendur getum við ekki sem ábyrgur samningsaðili hvikað frá þessu tilboði og þar við sat í dag,“ útskýrði Halldór. Þrátt fyrir að viðræðum hafi verið slitið í dag er endatakmarkið áfram það sama að sögn Halldórs. Það þurfi að ljúka gerð kjarasamnings á næstu vikum - „en takturinn gæti mögulega hafa breyst í dag.“Fréttin hefur verið uppfærðKlippa: Halldór Benjamín um viðræðuslit
Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09 SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58 Búið að slíta viðræðum Búið er að slíta viðræðum á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísuðu kjaradeilunni til sáttasemjara. 21. febrúar 2019 14:39 Mest lesið Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Innlent Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Innlent Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Innlent Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum Innlent Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Innlent Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Innlent Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Innlent Fleiri fréttir Segir mörgum spurningum ósvarað Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Dómgreindarleysi ráðherra og hneykslismál flokksins Fátæk börn upplifa meiri vanlíðan og minna öryggi Vaka kynnti listann með hjálp töframanns „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Ekki skárra fyrir 35 árum Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Bein útsending: Hreint vatn til framtíðar Afsögn Ásthildar Lóu og lokun á Heathrow flugvelli Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Tóku fyrstu skóflustunguna að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Jón Björn tekinn við af Heiðu Björgu Búnaðarþing og geltandi hundar Grunaður um að stinga mann tvívegis en á sitthvorum staðnum „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Sjá meira
„Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09
SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58
Búið að slíta viðræðum Búið er að slíta viðræðum á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísuðu kjaradeilunni til sáttasemjara. 21. febrúar 2019 14:39