Tvær konur til viðbótar saka R.Kelly um kynferðisbrot Andri Eysteinsson skrifar 21. febrúar 2019 23:50 Enn bætist á lista yfir konur sem saka R.Kelly um kynferðisbrot. Vísir/Getty Tvær konur, þær Rochelle Washington og Latresa Scaff, hafa nú stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segja að bandaríski tónlistarmaðurinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur sem R.Kelly, hafi beitt þær á tíunda áratug síðustu aldar. BBC greinir frá. Washington og Scaff, héldu ásamt lögfræðingi sínum, Gloriu Alfred, blaðamannafund í New York þar sem þær lýstu reynslu sinni af söngvaranum. Konurnar segja að starfsfólk söngvarans hafi hleypt þeim baksviðs eftir tónleika R. Kelly í borginni Baltimore í Marylandríki árið 1995 eða 1996. Konurnar sem í dag eru 40 og 39 ára gamlar segja að starfsfólkið hafi gefið þeim kókaín, kannabis og áfengi og sagt þeim að bíða eftir söngvaranum á hótelherbergi hans eftir tónleikana. Þar hafi hann króað þær af og krafist þess að þær stunduðu með honum kynlíf. Önnur kvennanna, Rochelle Washington, segist hafa neitað óskum söngvarans og farið á salernið en Scaff hafi stundað með honum kynlíf. Latresa Scaff sem var á þeim tíma 16-17 ára gömul segist ekki hafa verið í ástandi til þess að veita samþykki sitt, vegna ölvunar. Lögfræðingur kvennanna, Gloria Alfred, starfar einnig fyrir fleiri konur sem ásakað hafa R.Kelly. Á blaðamannafundinum hafði Alfreð þetta að segja um söngvarann: „Þú getur ekki flúið og þú hefur engan stað til að felast, þú hefur komist upp með kynferðisbrot þín í allt of langan tíma“ Skammt er frá því að heimildamyndin Surviving R. Kelly var í umræðunni en þar var ljósi varpað á skuggalega fortíð söngvarans. Leiddi myndin til þess að tónlist R.Kelly var fjarlægð af Spotify ásamt því að fjöldi tónlistarmanna baðst afsökunar á því að hafa unnið með honum. Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir „Öllum var sama því við vorum svartar stelpur“ Fjöldi kvenna hefur undanfarin misseri stigið fram og sakað bandaríska R&B-tónlistarmanninn R Kelly um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi. 18. janúar 2019 11:45 Sony lætur R. Kelly gossa Fyrirtækið vill hafa lágt um ákvörðunina og ætlar ekki að senda frá sér sérstaka yfirlýsingu vegna málsins. 18. janúar 2019 20:58 R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi í 19 mínútna löngu lagi Lagið er titlað I Admit, eða Ég játa, og var gefið út á Soundcloud-reikningi R Kelly í dag. 23. júlí 2018 17:46 „R. Kelly er elskulegur maður. Robert er djöfullinn sjálfur“ Lifetime gerir þrjá þætti þar sem rætt er við fórnarlömb R. Kelly. 23. október 2018 11:33 Chance The Rapper biðst afsökunar á að hafa starfað með R. Kelly Rapparinn Chance The Rapper birti í dag afsökunarbeiðni til fórnarlamba rapparans R. Kelly. Chance The Rapper gaf út lagið Somewhere In Paradise með R. Kelly árið 2015. 6. janúar 2019 13:24 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Sjá meira
Tvær konur, þær Rochelle Washington og Latresa Scaff, hafa nú stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segja að bandaríski tónlistarmaðurinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur sem R.Kelly, hafi beitt þær á tíunda áratug síðustu aldar. BBC greinir frá. Washington og Scaff, héldu ásamt lögfræðingi sínum, Gloriu Alfred, blaðamannafund í New York þar sem þær lýstu reynslu sinni af söngvaranum. Konurnar segja að starfsfólk söngvarans hafi hleypt þeim baksviðs eftir tónleika R. Kelly í borginni Baltimore í Marylandríki árið 1995 eða 1996. Konurnar sem í dag eru 40 og 39 ára gamlar segja að starfsfólkið hafi gefið þeim kókaín, kannabis og áfengi og sagt þeim að bíða eftir söngvaranum á hótelherbergi hans eftir tónleikana. Þar hafi hann króað þær af og krafist þess að þær stunduðu með honum kynlíf. Önnur kvennanna, Rochelle Washington, segist hafa neitað óskum söngvarans og farið á salernið en Scaff hafi stundað með honum kynlíf. Latresa Scaff sem var á þeim tíma 16-17 ára gömul segist ekki hafa verið í ástandi til þess að veita samþykki sitt, vegna ölvunar. Lögfræðingur kvennanna, Gloria Alfred, starfar einnig fyrir fleiri konur sem ásakað hafa R.Kelly. Á blaðamannafundinum hafði Alfreð þetta að segja um söngvarann: „Þú getur ekki flúið og þú hefur engan stað til að felast, þú hefur komist upp með kynferðisbrot þín í allt of langan tíma“ Skammt er frá því að heimildamyndin Surviving R. Kelly var í umræðunni en þar var ljósi varpað á skuggalega fortíð söngvarans. Leiddi myndin til þess að tónlist R.Kelly var fjarlægð af Spotify ásamt því að fjöldi tónlistarmanna baðst afsökunar á því að hafa unnið með honum.
Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir „Öllum var sama því við vorum svartar stelpur“ Fjöldi kvenna hefur undanfarin misseri stigið fram og sakað bandaríska R&B-tónlistarmanninn R Kelly um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi. 18. janúar 2019 11:45 Sony lætur R. Kelly gossa Fyrirtækið vill hafa lágt um ákvörðunina og ætlar ekki að senda frá sér sérstaka yfirlýsingu vegna málsins. 18. janúar 2019 20:58 R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi í 19 mínútna löngu lagi Lagið er titlað I Admit, eða Ég játa, og var gefið út á Soundcloud-reikningi R Kelly í dag. 23. júlí 2018 17:46 „R. Kelly er elskulegur maður. Robert er djöfullinn sjálfur“ Lifetime gerir þrjá þætti þar sem rætt er við fórnarlömb R. Kelly. 23. október 2018 11:33 Chance The Rapper biðst afsökunar á að hafa starfað með R. Kelly Rapparinn Chance The Rapper birti í dag afsökunarbeiðni til fórnarlamba rapparans R. Kelly. Chance The Rapper gaf út lagið Somewhere In Paradise með R. Kelly árið 2015. 6. janúar 2019 13:24 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Sjá meira
„Öllum var sama því við vorum svartar stelpur“ Fjöldi kvenna hefur undanfarin misseri stigið fram og sakað bandaríska R&B-tónlistarmanninn R Kelly um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi. 18. janúar 2019 11:45
Sony lætur R. Kelly gossa Fyrirtækið vill hafa lágt um ákvörðunina og ætlar ekki að senda frá sér sérstaka yfirlýsingu vegna málsins. 18. janúar 2019 20:58
R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi í 19 mínútna löngu lagi Lagið er titlað I Admit, eða Ég játa, og var gefið út á Soundcloud-reikningi R Kelly í dag. 23. júlí 2018 17:46
„R. Kelly er elskulegur maður. Robert er djöfullinn sjálfur“ Lifetime gerir þrjá þætti þar sem rætt er við fórnarlömb R. Kelly. 23. október 2018 11:33
Chance The Rapper biðst afsökunar á að hafa starfað með R. Kelly Rapparinn Chance The Rapper birti í dag afsökunarbeiðni til fórnarlamba rapparans R. Kelly. Chance The Rapper gaf út lagið Somewhere In Paradise með R. Kelly árið 2015. 6. janúar 2019 13:24