Erlent

Dæmdur í fangelsi fyrir að stela sænskum konungs­djásnum

Atli Ísleifsson skrifar
Djásnin eru frá fyrri hluta sautjándu aldar og eign Karls níunda Svíakonungs og Kristínar hinnar eldri.
Djásnin eru frá fyrri hluta sautjándu aldar og eign Karls níunda Svíakonungs og Kristínar hinnar eldri. Vísir/EPA
Dómstóll í Eskilstuna í Svíþjóð hefur dæmt 22 ára karlmann í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir stuld á konungsdjásnum úr Dómkirkjunni í Strängnäs síðasta sumar.

Málið vakti mikla athygli eftir að þjófurinn laumaði sér inn í dómkirkjuna síðasta dag júlímánuðar og greip með sér tvær kórónur og veldissprota.

Athygli gesta dómkirkjunnar beindist á meðan að sýningu sem fram fór á torginu fyrir framan kirkjuna. Flúði maðurinn úr kirkjunni á hjóli og síðar á sjósleða út á vatnið Mälaren. Hann játaði sök fyrir dómi.

Munirnir eru frá upphafi sautjándu aldar úr valdatíð Karls níunda Svíakonungs og Kristínar eldri. Djásnin fundust í ruslatunnu í úthverfi Stokkhólms, en orðið „BOMB“ (í. sprengja) stók á tunnunni.

Skemmdir höfðu verið unnar á veldissprotanum, en verðmæti djásnanna er talið um 65 milljónir sænskra króna, um 860 milljónir íslenskra.


Tengdar fréttir

Einn handtekinn vegna konungsdjásnanna

Saksóknarar í Svíþjóð segja að einn aðili hafi verið handtekinn vegna þjófnaðar á konungsdjásnum frá sautjándu öld.

Sænskum konungsdjásnum stolið

Skargripaþjófar flýja nú sænska lögreglumenn eftir að þeim tókst að nappa konungsdjásnum úr dómkirkju einni í bænum Strängnäs, áður en þeir stungu af á hraðbáti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×