Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2019 12:00 Gistihús og veitingastaðir í Reykjavík færu ekki varhluta af verkfalli. Vísir/vilhelm Fyrstu verkfallsaðgerðir verkalýðsfélaganna fjögurra sem slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær munu hafa áhrif á starfsemi bróðurhluta allra gisti- og veitingastaða á landinu. En hundruð starfsmanna við þrif og ræstingar munu leggja niður störf í tæpan sólahring eftir þrjár vikur verði verkfall samþykkt í atkvæðagreiðslu félagsmanna í næstu viku. Almenn rafræn og leynileg atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hluta starfsmanna Eflingar hefst klukkan tíu á mánudagsmorgun og lýkur klukkan tíu að kveldi fimmtudagsins næstkomandi. Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis; allra þrifa, hreingerninga og frágangs herbergja og annarrar gistiaðstöðu þ.m.t. á göngum, salernum og í sameiginlegu rými, á öllum hótelum og gistihúsum á því félagssvæði Eflingar sem tekur til starfa á veitinga- og gistihúsum. Þetta mun hafa áhrif á veitinga- og gistihús í Reykjavík, Kópavogi, á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ og Kjósarsýslu að Botnsá, í Grímsnes- og Grafningshreppi, Hveragerði og sveitarfélagsinu Ölfusi auk Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar segir að ef af verkfallinu verði muni nokkur hundruð manns leggja niður störf. Þörf verði á nokkuð umfangsmikilli verkfallsvörslu. „En við reiknum hins vegar ekki með öðru en að þetta verði verkfall sem muni njóta víðtæks stuðnings. Það er okkar upplegg og hugmyndin með þessu. Þannig að verkfallsvarsla mun þá vonandi bara felast í því að greiða úr misskilningi og slíku sem getur komið upp varðandi félagsaðild fólks sem stundum getur verið eitthvað á reiki og slík atriði,” segir Viðar. Þeir sem geta tekið þátt í atkvæðagreiðslunni um verkfallið er starfsfólk á þeim kjarasamningum sem nefndir voru hér að framan og einfaldur meirihluti þeirra sem tekur þátt í atkvæðagreiðslunni ræður niðurstöðunni. Verkalýðsfélögin fjögur sem slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins boða röð verkfallsaðgerða. Viðar reiknar þó ekki með að önnur vinustöðvun en sú sem nú er fyrirhuguð hinn 8. mars geti átt sér stað fyrir þann tíma. „Nú er það þannig með verkfallsaðgerðir að það er ekki hlaupið að þeim. Þær þurfa að fara í gegnum ferli. Það þarf að vera fyrirvari frá því samninganefnd samþykkir þangað til atkvæðagreiðslu má ljúka. Svo er aftur frestur frá því verkfallsboðunin er kynnt fyrir ríkissáttasemjara og þeim sem aðgerðir beinast gegn. Þarna er annar sjö daga gluggi. Þannig að ég held að af þeirri ástæðu eingöngu sé nánast útilokað að aðgerðir geti hafist mikið fyrr.“ Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00 Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Fyrstu verkfallsaðgerðir verkalýðsfélaganna fjögurra sem slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær munu hafa áhrif á starfsemi bróðurhluta allra gisti- og veitingastaða á landinu. En hundruð starfsmanna við þrif og ræstingar munu leggja niður störf í tæpan sólahring eftir þrjár vikur verði verkfall samþykkt í atkvæðagreiðslu félagsmanna í næstu viku. Almenn rafræn og leynileg atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hluta starfsmanna Eflingar hefst klukkan tíu á mánudagsmorgun og lýkur klukkan tíu að kveldi fimmtudagsins næstkomandi. Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis; allra þrifa, hreingerninga og frágangs herbergja og annarrar gistiaðstöðu þ.m.t. á göngum, salernum og í sameiginlegu rými, á öllum hótelum og gistihúsum á því félagssvæði Eflingar sem tekur til starfa á veitinga- og gistihúsum. Þetta mun hafa áhrif á veitinga- og gistihús í Reykjavík, Kópavogi, á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ og Kjósarsýslu að Botnsá, í Grímsnes- og Grafningshreppi, Hveragerði og sveitarfélagsinu Ölfusi auk Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar segir að ef af verkfallinu verði muni nokkur hundruð manns leggja niður störf. Þörf verði á nokkuð umfangsmikilli verkfallsvörslu. „En við reiknum hins vegar ekki með öðru en að þetta verði verkfall sem muni njóta víðtæks stuðnings. Það er okkar upplegg og hugmyndin með þessu. Þannig að verkfallsvarsla mun þá vonandi bara felast í því að greiða úr misskilningi og slíku sem getur komið upp varðandi félagsaðild fólks sem stundum getur verið eitthvað á reiki og slík atriði,” segir Viðar. Þeir sem geta tekið þátt í atkvæðagreiðslunni um verkfallið er starfsfólk á þeim kjarasamningum sem nefndir voru hér að framan og einfaldur meirihluti þeirra sem tekur þátt í atkvæðagreiðslunni ræður niðurstöðunni. Verkalýðsfélögin fjögur sem slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins boða röð verkfallsaðgerða. Viðar reiknar þó ekki með að önnur vinustöðvun en sú sem nú er fyrirhuguð hinn 8. mars geti átt sér stað fyrir þann tíma. „Nú er það þannig með verkfallsaðgerðir að það er ekki hlaupið að þeim. Þær þurfa að fara í gegnum ferli. Það þarf að vera fyrirvari frá því samninganefnd samþykkir þangað til atkvæðagreiðslu má ljúka. Svo er aftur frestur frá því verkfallsboðunin er kynnt fyrir ríkissáttasemjara og þeim sem aðgerðir beinast gegn. Þarna er annar sjö daga gluggi. Þannig að ég held að af þeirri ástæðu eingöngu sé nánast útilokað að aðgerðir geti hafist mikið fyrr.“
Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00 Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00
Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00
Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17