Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2019 12:00 Gistihús og veitingastaðir í Reykjavík færu ekki varhluta af verkfalli. Vísir/vilhelm Fyrstu verkfallsaðgerðir verkalýðsfélaganna fjögurra sem slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær munu hafa áhrif á starfsemi bróðurhluta allra gisti- og veitingastaða á landinu. En hundruð starfsmanna við þrif og ræstingar munu leggja niður störf í tæpan sólahring eftir þrjár vikur verði verkfall samþykkt í atkvæðagreiðslu félagsmanna í næstu viku. Almenn rafræn og leynileg atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hluta starfsmanna Eflingar hefst klukkan tíu á mánudagsmorgun og lýkur klukkan tíu að kveldi fimmtudagsins næstkomandi. Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis; allra þrifa, hreingerninga og frágangs herbergja og annarrar gistiaðstöðu þ.m.t. á göngum, salernum og í sameiginlegu rými, á öllum hótelum og gistihúsum á því félagssvæði Eflingar sem tekur til starfa á veitinga- og gistihúsum. Þetta mun hafa áhrif á veitinga- og gistihús í Reykjavík, Kópavogi, á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ og Kjósarsýslu að Botnsá, í Grímsnes- og Grafningshreppi, Hveragerði og sveitarfélagsinu Ölfusi auk Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar segir að ef af verkfallinu verði muni nokkur hundruð manns leggja niður störf. Þörf verði á nokkuð umfangsmikilli verkfallsvörslu. „En við reiknum hins vegar ekki með öðru en að þetta verði verkfall sem muni njóta víðtæks stuðnings. Það er okkar upplegg og hugmyndin með þessu. Þannig að verkfallsvarsla mun þá vonandi bara felast í því að greiða úr misskilningi og slíku sem getur komið upp varðandi félagsaðild fólks sem stundum getur verið eitthvað á reiki og slík atriði,” segir Viðar. Þeir sem geta tekið þátt í atkvæðagreiðslunni um verkfallið er starfsfólk á þeim kjarasamningum sem nefndir voru hér að framan og einfaldur meirihluti þeirra sem tekur þátt í atkvæðagreiðslunni ræður niðurstöðunni. Verkalýðsfélögin fjögur sem slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins boða röð verkfallsaðgerða. Viðar reiknar þó ekki með að önnur vinustöðvun en sú sem nú er fyrirhuguð hinn 8. mars geti átt sér stað fyrir þann tíma. „Nú er það þannig með verkfallsaðgerðir að það er ekki hlaupið að þeim. Þær þurfa að fara í gegnum ferli. Það þarf að vera fyrirvari frá því samninganefnd samþykkir þangað til atkvæðagreiðslu má ljúka. Svo er aftur frestur frá því verkfallsboðunin er kynnt fyrir ríkissáttasemjara og þeim sem aðgerðir beinast gegn. Þarna er annar sjö daga gluggi. Þannig að ég held að af þeirri ástæðu eingöngu sé nánast útilokað að aðgerðir geti hafist mikið fyrr.“ Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00 Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Með tæknivæðingunni hafi fleiri möguleikar opnast til að meiða Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Sjá meira
Fyrstu verkfallsaðgerðir verkalýðsfélaganna fjögurra sem slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær munu hafa áhrif á starfsemi bróðurhluta allra gisti- og veitingastaða á landinu. En hundruð starfsmanna við þrif og ræstingar munu leggja niður störf í tæpan sólahring eftir þrjár vikur verði verkfall samþykkt í atkvæðagreiðslu félagsmanna í næstu viku. Almenn rafræn og leynileg atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hluta starfsmanna Eflingar hefst klukkan tíu á mánudagsmorgun og lýkur klukkan tíu að kveldi fimmtudagsins næstkomandi. Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis; allra þrifa, hreingerninga og frágangs herbergja og annarrar gistiaðstöðu þ.m.t. á göngum, salernum og í sameiginlegu rými, á öllum hótelum og gistihúsum á því félagssvæði Eflingar sem tekur til starfa á veitinga- og gistihúsum. Þetta mun hafa áhrif á veitinga- og gistihús í Reykjavík, Kópavogi, á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ og Kjósarsýslu að Botnsá, í Grímsnes- og Grafningshreppi, Hveragerði og sveitarfélagsinu Ölfusi auk Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar segir að ef af verkfallinu verði muni nokkur hundruð manns leggja niður störf. Þörf verði á nokkuð umfangsmikilli verkfallsvörslu. „En við reiknum hins vegar ekki með öðru en að þetta verði verkfall sem muni njóta víðtæks stuðnings. Það er okkar upplegg og hugmyndin með þessu. Þannig að verkfallsvarsla mun þá vonandi bara felast í því að greiða úr misskilningi og slíku sem getur komið upp varðandi félagsaðild fólks sem stundum getur verið eitthvað á reiki og slík atriði,” segir Viðar. Þeir sem geta tekið þátt í atkvæðagreiðslunni um verkfallið er starfsfólk á þeim kjarasamningum sem nefndir voru hér að framan og einfaldur meirihluti þeirra sem tekur þátt í atkvæðagreiðslunni ræður niðurstöðunni. Verkalýðsfélögin fjögur sem slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins boða röð verkfallsaðgerða. Viðar reiknar þó ekki með að önnur vinustöðvun en sú sem nú er fyrirhuguð hinn 8. mars geti átt sér stað fyrir þann tíma. „Nú er það þannig með verkfallsaðgerðir að það er ekki hlaupið að þeim. Þær þurfa að fara í gegnum ferli. Það þarf að vera fyrirvari frá því samninganefnd samþykkir þangað til atkvæðagreiðslu má ljúka. Svo er aftur frestur frá því verkfallsboðunin er kynnt fyrir ríkissáttasemjara og þeim sem aðgerðir beinast gegn. Þarna er annar sjö daga gluggi. Þannig að ég held að af þeirri ástæðu eingöngu sé nánast útilokað að aðgerðir geti hafist mikið fyrr.“
Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00 Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Með tæknivæðingunni hafi fleiri möguleikar opnast til að meiða Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Sjá meira
Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00
Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00
Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17