Getur ómögulega lifað af launum sem ræstitæknir Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 22. febrúar 2019 18:14 Zsófia hefur unnið í fullu starfi sem ræstitæknir í tæp tvö ár en hún var í hálfu starfi þar á undan. Hún er trúnaðarmaður starfsfólks í þrifum á Hótel Borg. Vísir/Baldur Zsófia Sidlovits, ungverskur ræstitæknir og trúnaðarmaður félagsmanna Eflingar á Hótel Borg, segir það ómögulegt að lifa af laununum þar og að hún eigi jafnvel erfitt með að kaupa matvörur þegar líður á mánuðinn. Hún segist nokkuð viss um að félagar hennar greiði atkvæði með vinnustöðvun 8. mars. Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að efna til atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun í veitinga- og gistiþjónustu. Atkvæðagreiðslan fer fram í næstu viku. Félagar í Eflingu leggja niður störf 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi verkakvenna, verði vinnustöðvunin samþykkt. Zsófia hefur unnið sem ræstitæknir í fullu starfi í næstum tvö ár. Hún segir að hún og félagar hennar séu á lágmarkslaunum. Stefna fyrirtækisins sé að starfsmenn vinni ekki yfirvinnu og því beri þeir lítið úr bítum, jafnvel þó að þeir vinni helgar. Launin segir hún á bilinu 220 til 240 þúsund krónur á mánuði. Erfitt sé fyrir fólk að lifa á því, ekki síst þau sem á börn og er á leigumarkaði. Flestir sem hætta í vinnunni geri það vegna lágra launa og vegna þess að þeim finnist störf sín lítils metin. „Nei, það er ómögulegt fyrir mig. Ég held að ég geti talað fyrir hönd félaga minna að strax í annarri eða þriðju viku mánaðarins á ég jafnvel erfitt með að kaupa matvörur,“ segir Zsófia sem er þó barnlaus. Í samanburði við heimalandið Ungverjaland segir Zsófia launin á Íslandi mun hærri. Á móti komi að verðlag sé einnig hærra. „En ég kem frá Ungverjalandi, það er ekki mjög lífvænlegt land. Ég myndi vilja búa hér ef ég fengi skikkanlega borgað,“ segir hún.Hrædd við að missa vinnuna Atkvæðagreiðslan um vinnustöðvunina hefst á mánudag. Zsófia segist næstum viss um að niðurstaðan verði afgerandi já. Trúnaðarmenn sem fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við í dag töldu að allt að 95% félagsmanna gætu greitt atkvæði með vinnustöðvuninni. Einhverjir eru þó hræddir segir Zsófia. Fólk frá fátækum löndum, sem á börn, þarf að greiða leigu eða af húsnæðislánum, sé hrætt við að missa vinnuna. „Sumt fólk er hrætt en ég er að reyna að stappa í það stálinu. Ég held að við ættum samt að láta í okkur heyra gegn þessu því þetta getur ekki verið svona áfram,“ segir hún. Spurð um hvaða áhrif vinnustöðvun myndi hafa á vinnustað hennar segir Zsófia að hún myndi skapa mikil vandræði. „Vegna þess að við erum undirstaða hótelsins. Við búum um rúmin, undirbúum herbergin, þrífum þau fyrir gestina. Við veitum þeim þjónustu og ég býst við að þau verði að finna út úr þessu vegna þess að við leggjum hart að okkur og ef það er ekki metið að verðleikum verðum við að sýna að svo er ekki,“ segir hún.Klippa: Ræstitæknir á Hótel Borg segist ekki geta lifað af laununum Kjaramál Tengdar fréttir Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59 Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45 Segir vinnustöðvun í hótel- og gistiþjónustu áhyggjuefni Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu. 21. febrúar 2019 22:56 Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Sjá meira
Zsófia Sidlovits, ungverskur ræstitæknir og trúnaðarmaður félagsmanna Eflingar á Hótel Borg, segir það ómögulegt að lifa af laununum þar og að hún eigi jafnvel erfitt með að kaupa matvörur þegar líður á mánuðinn. Hún segist nokkuð viss um að félagar hennar greiði atkvæði með vinnustöðvun 8. mars. Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að efna til atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun í veitinga- og gistiþjónustu. Atkvæðagreiðslan fer fram í næstu viku. Félagar í Eflingu leggja niður störf 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi verkakvenna, verði vinnustöðvunin samþykkt. Zsófia hefur unnið sem ræstitæknir í fullu starfi í næstum tvö ár. Hún segir að hún og félagar hennar séu á lágmarkslaunum. Stefna fyrirtækisins sé að starfsmenn vinni ekki yfirvinnu og því beri þeir lítið úr bítum, jafnvel þó að þeir vinni helgar. Launin segir hún á bilinu 220 til 240 þúsund krónur á mánuði. Erfitt sé fyrir fólk að lifa á því, ekki síst þau sem á börn og er á leigumarkaði. Flestir sem hætta í vinnunni geri það vegna lágra launa og vegna þess að þeim finnist störf sín lítils metin. „Nei, það er ómögulegt fyrir mig. Ég held að ég geti talað fyrir hönd félaga minna að strax í annarri eða þriðju viku mánaðarins á ég jafnvel erfitt með að kaupa matvörur,“ segir Zsófia sem er þó barnlaus. Í samanburði við heimalandið Ungverjaland segir Zsófia launin á Íslandi mun hærri. Á móti komi að verðlag sé einnig hærra. „En ég kem frá Ungverjalandi, það er ekki mjög lífvænlegt land. Ég myndi vilja búa hér ef ég fengi skikkanlega borgað,“ segir hún.Hrædd við að missa vinnuna Atkvæðagreiðslan um vinnustöðvunina hefst á mánudag. Zsófia segist næstum viss um að niðurstaðan verði afgerandi já. Trúnaðarmenn sem fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við í dag töldu að allt að 95% félagsmanna gætu greitt atkvæði með vinnustöðvuninni. Einhverjir eru þó hræddir segir Zsófia. Fólk frá fátækum löndum, sem á börn, þarf að greiða leigu eða af húsnæðislánum, sé hrætt við að missa vinnuna. „Sumt fólk er hrætt en ég er að reyna að stappa í það stálinu. Ég held að við ættum samt að láta í okkur heyra gegn þessu því þetta getur ekki verið svona áfram,“ segir hún. Spurð um hvaða áhrif vinnustöðvun myndi hafa á vinnustað hennar segir Zsófia að hún myndi skapa mikil vandræði. „Vegna þess að við erum undirstaða hótelsins. Við búum um rúmin, undirbúum herbergin, þrífum þau fyrir gestina. Við veitum þeim þjónustu og ég býst við að þau verði að finna út úr þessu vegna þess að við leggjum hart að okkur og ef það er ekki metið að verðleikum verðum við að sýna að svo er ekki,“ segir hún.Klippa: Ræstitæknir á Hótel Borg segist ekki geta lifað af laununum
Kjaramál Tengdar fréttir Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59 Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45 Segir vinnustöðvun í hótel- og gistiþjónustu áhyggjuefni Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu. 21. febrúar 2019 22:56 Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Sjá meira
Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59
Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45
Segir vinnustöðvun í hótel- og gistiþjónustu áhyggjuefni Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu. 21. febrúar 2019 22:56