Nafngreindu óvænt drenginn sem myrti Aleshu MacPhail Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 21:17 Aaron Thomas Campbell má sjá til vinstri á mynd. Fórnarlamb hans, hin sex ára Alesha MacPhail, er til hægri á mynd. Mynd/Samsett Fjölmiðlum í Bretlandi var í gær leyft að nafngreina drenginn sem fundinn var sekur um morðið á hinni sex ára Aleshu MacPhail. Drengurinn heitir Aaron Thomas Campbell en þetta er í fyrsta sinn sem nafngreiningarbanni á grundvelli aldurs er aflétt í Skotlandi, að því er fram kemur í frétt The Guardian. Alesha fannst látin í rústum gistiheimilis á skosku eyjunni Bute í fyrrasumar. Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. Pilturinn, sem nú hefur komið fram að er áðurnefndur Campbell, var handtekinn í sumar grunaður um að hafa tekið Aleshu úr rúmi hennar, nauðgað henni og loks myrt hana. Hann var fundinn sekur um morðið og nauðgunina nú í febrúar.Sjá einnig: Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Lög í Skotlandi kveða á um að ungmenni undir lögaldri, sem hafa stöðu sakbornings, þolanda eða vitnis í sakamálum, séu ekki nafngreind opinberlega í umfjöllun um málin. Campbell hafði því ekki verið nafngreindur í fjölmiðlum þar til nú. Því má þakka formlegri beiðni nokkurra breskra fjölmiðla, þar sem farið var fram á að Campbell yrði nafngreindur á grundvelli almannahagsmuna. Dómarinn í málinu varð við beiðninni og sagði ákvörðun sína m.a. grundvallast á því hversu ógeðfelldur glæpurinn hefði verið. Hann lagði jafnframt áherslu á sérstöðu málsins en þetta er í fyrsta sinn sem banni af þessu tagi er aflétt í Skotlandi. Þá var einnig tekið tillit til þess að Campbell hafði reynt að koma sökinni yfir á annan ungling, hinn átján ára Toni McLachlan. MacLachlan naut ekki nafnleyndar, þar sem hann hafði náð lögaldri, og þótti ósanngjarnt að hinn raunverulegi morðingi gæti falið sig á bak við áðurnefnt lagaákvæði. Gert er ráð fyrir að dómur falli í máli Campbells þann 21. mars næstkomandi en hann á yfir höfði sér fangelsisvist. Þá verður hann ævilangt á skrá yfir kynferðisafbrotamenn í Bretlandi. Bretland Skotland Tengdar fréttir Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. 12. febrúar 2019 08:37 Minnast sex ára stúlku sem fannst látin í hótelrústum Fyrstu fregnir af hvarfi stúlkunnar bárust á mánudag þegar amma hennar birti færslu þess efnis á Facebook. Voru notendur samfélagsmiðilsins beðnir um að hjálpa til við leitina að MacPhail. 3. júlí 2018 15:46 Lát Aleshu rannsakað sem morð Lögregla á skosku eyjunni Bute hefur staðfest að andlát hinnar sex ára Aleshu MacPhail sé nú rannsakað sem morð. 4. júlí 2018 09:56 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira
Fjölmiðlum í Bretlandi var í gær leyft að nafngreina drenginn sem fundinn var sekur um morðið á hinni sex ára Aleshu MacPhail. Drengurinn heitir Aaron Thomas Campbell en þetta er í fyrsta sinn sem nafngreiningarbanni á grundvelli aldurs er aflétt í Skotlandi, að því er fram kemur í frétt The Guardian. Alesha fannst látin í rústum gistiheimilis á skosku eyjunni Bute í fyrrasumar. Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. Pilturinn, sem nú hefur komið fram að er áðurnefndur Campbell, var handtekinn í sumar grunaður um að hafa tekið Aleshu úr rúmi hennar, nauðgað henni og loks myrt hana. Hann var fundinn sekur um morðið og nauðgunina nú í febrúar.Sjá einnig: Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Lög í Skotlandi kveða á um að ungmenni undir lögaldri, sem hafa stöðu sakbornings, þolanda eða vitnis í sakamálum, séu ekki nafngreind opinberlega í umfjöllun um málin. Campbell hafði því ekki verið nafngreindur í fjölmiðlum þar til nú. Því má þakka formlegri beiðni nokkurra breskra fjölmiðla, þar sem farið var fram á að Campbell yrði nafngreindur á grundvelli almannahagsmuna. Dómarinn í málinu varð við beiðninni og sagði ákvörðun sína m.a. grundvallast á því hversu ógeðfelldur glæpurinn hefði verið. Hann lagði jafnframt áherslu á sérstöðu málsins en þetta er í fyrsta sinn sem banni af þessu tagi er aflétt í Skotlandi. Þá var einnig tekið tillit til þess að Campbell hafði reynt að koma sökinni yfir á annan ungling, hinn átján ára Toni McLachlan. MacLachlan naut ekki nafnleyndar, þar sem hann hafði náð lögaldri, og þótti ósanngjarnt að hinn raunverulegi morðingi gæti falið sig á bak við áðurnefnt lagaákvæði. Gert er ráð fyrir að dómur falli í máli Campbells þann 21. mars næstkomandi en hann á yfir höfði sér fangelsisvist. Þá verður hann ævilangt á skrá yfir kynferðisafbrotamenn í Bretlandi.
Bretland Skotland Tengdar fréttir Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. 12. febrúar 2019 08:37 Minnast sex ára stúlku sem fannst látin í hótelrústum Fyrstu fregnir af hvarfi stúlkunnar bárust á mánudag þegar amma hennar birti færslu þess efnis á Facebook. Voru notendur samfélagsmiðilsins beðnir um að hjálpa til við leitina að MacPhail. 3. júlí 2018 15:46 Lát Aleshu rannsakað sem morð Lögregla á skosku eyjunni Bute hefur staðfest að andlát hinnar sex ára Aleshu MacPhail sé nú rannsakað sem morð. 4. júlí 2018 09:56 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira
Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. 12. febrúar 2019 08:37
Minnast sex ára stúlku sem fannst látin í hótelrústum Fyrstu fregnir af hvarfi stúlkunnar bárust á mánudag þegar amma hennar birti færslu þess efnis á Facebook. Voru notendur samfélagsmiðilsins beðnir um að hjálpa til við leitina að MacPhail. 3. júlí 2018 15:46
Lát Aleshu rannsakað sem morð Lögregla á skosku eyjunni Bute hefur staðfest að andlát hinnar sex ára Aleshu MacPhail sé nú rannsakað sem morð. 4. júlí 2018 09:56