Veltir fyrir sér hvort valdastéttin hafi myndað „ósýnilegt bandalag“ sem stjórni landinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. febrúar 2019 15:46 Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, veltir því fyrir sér hvort á Íslandi sé til svokallað djúpríki eða "Deep State“ eins og það er kallað á ensku. Vísir/GVA Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, veltir því fyrir sér hvort á Íslandi sé til svokallað djúpríki eða „Deep State“ eins og það er kallað á ensku. „Ég er að velta fyrir mér hvort það geti verið að það sé til orðið svona ákveðið ósýnilegt bandalag ýmissa aðila í okkar stjórnkerfi, bæði embættismenn, æðstu embættismenn, stjórnmálamennirnir sjálfir, ýmis hagsmunasamtök sem tengjast atvinnulífi, viðskiptalífi og fjármálalífi sem sé raunverulega að notfæra sér aðstöðu sína til þess að tryggja sinn eigin hag á kostnað allra hinna.“ Þetta sagði Styrmir í viðtali í stjórnmálaþættinum Silfrinu í morgun en tilefnið var pistill sem hann skrifaði í Morgunblaðið í gær undir yfirskriftinni „Er til „djúpríki“ á Íslandi?“ Styrmir veltir því fyrir sér hvort valdamenn séu í auknum mæli farnir að gæta meira að sínum eigin hagsmunum heldur en þjóðarhagsmunum. Hann varpar fram þeirri spurningu hvort íslenska djúpríkið hafi haft meiri áhrif á innihald skattatillagna ríkisstjórnarinnar heldur en verkalýðsfélögin sem hafi fundað reglulega saman í rúmt ár í ljósi þess hversu mjög boðaðar skattkerfisbreytingar komu verkalýðsforystunni í opna skjöldu. „Er það skýringin á útgöngu Vilhjálms Birgissonar?“ spyr Styrmir í pistli sínum. „Kjaradeilurnar sem nú standa yfir og stefna í þau ósköp sem hafa verið fyrirsjáanleg frá sumri og hausti 2016 þegar kjararáð tók sínar ákvarðanir um kaup og kjör æðstu embættismanna, þingmanna, ráðherra og ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki og aðrir skyldir aðilar litu til sem fordæmis, snúast um meira en kaup og kjör,“ segir Styrmir sem bendir á að deilurnar snúist um þá tvískiptingu sem hafi orðið á í íslensku samfélagi eftir efnahagshrunið haustið 2008. „Að vísu var íslenzka djúpríkið orðið til fyrir hrun. Þá var það fjármálageirinn og viðskiptalífið sem stjórnaði ferðinni en ekki kjörnir fulltrúar þjóðarinnar. Hrunið gerði ekki út af við það djúpríki. Það endurskipulagði sig bara með nýjum hætti,“ segir Styrmir. Hann veltir því fyrir sér hvort enginn þingmaður sé reiðubúinn að setja hnefann í borðið. „Getur verið að á Alþingi Íslendinga nú um stundir sé ekki til fólk í öllum flokkum sem er tilbúið að taka af skarið og segja: Hingað og ekki lengra. Við verðum að ná saman í yfirstandandi kjaradeilu, ekki bara samningum um kaup og kjör, heldur sátt um samfélagssáttmála sem hafi þau áhrif að framtíð Íslands vilji eiga heima hér áfram,“ segir Styrmir. Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. 22. febrúar 2019 13:00 Sakar verkalýðshreyfinguna um leikaraskap Friðjón Friðjónsson, almannatengill, sakaði verkalýðsfélögin um leikaraskap í kringum kjaraviðræðurnar. 24. febrúar 2019 12:51 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, veltir því fyrir sér hvort á Íslandi sé til svokallað djúpríki eða „Deep State“ eins og það er kallað á ensku. „Ég er að velta fyrir mér hvort það geti verið að það sé til orðið svona ákveðið ósýnilegt bandalag ýmissa aðila í okkar stjórnkerfi, bæði embættismenn, æðstu embættismenn, stjórnmálamennirnir sjálfir, ýmis hagsmunasamtök sem tengjast atvinnulífi, viðskiptalífi og fjármálalífi sem sé raunverulega að notfæra sér aðstöðu sína til þess að tryggja sinn eigin hag á kostnað allra hinna.“ Þetta sagði Styrmir í viðtali í stjórnmálaþættinum Silfrinu í morgun en tilefnið var pistill sem hann skrifaði í Morgunblaðið í gær undir yfirskriftinni „Er til „djúpríki“ á Íslandi?“ Styrmir veltir því fyrir sér hvort valdamenn séu í auknum mæli farnir að gæta meira að sínum eigin hagsmunum heldur en þjóðarhagsmunum. Hann varpar fram þeirri spurningu hvort íslenska djúpríkið hafi haft meiri áhrif á innihald skattatillagna ríkisstjórnarinnar heldur en verkalýðsfélögin sem hafi fundað reglulega saman í rúmt ár í ljósi þess hversu mjög boðaðar skattkerfisbreytingar komu verkalýðsforystunni í opna skjöldu. „Er það skýringin á útgöngu Vilhjálms Birgissonar?“ spyr Styrmir í pistli sínum. „Kjaradeilurnar sem nú standa yfir og stefna í þau ósköp sem hafa verið fyrirsjáanleg frá sumri og hausti 2016 þegar kjararáð tók sínar ákvarðanir um kaup og kjör æðstu embættismanna, þingmanna, ráðherra og ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki og aðrir skyldir aðilar litu til sem fordæmis, snúast um meira en kaup og kjör,“ segir Styrmir sem bendir á að deilurnar snúist um þá tvískiptingu sem hafi orðið á í íslensku samfélagi eftir efnahagshrunið haustið 2008. „Að vísu var íslenzka djúpríkið orðið til fyrir hrun. Þá var það fjármálageirinn og viðskiptalífið sem stjórnaði ferðinni en ekki kjörnir fulltrúar þjóðarinnar. Hrunið gerði ekki út af við það djúpríki. Það endurskipulagði sig bara með nýjum hætti,“ segir Styrmir. Hann veltir því fyrir sér hvort enginn þingmaður sé reiðubúinn að setja hnefann í borðið. „Getur verið að á Alþingi Íslendinga nú um stundir sé ekki til fólk í öllum flokkum sem er tilbúið að taka af skarið og segja: Hingað og ekki lengra. Við verðum að ná saman í yfirstandandi kjaradeilu, ekki bara samningum um kaup og kjör, heldur sátt um samfélagssáttmála sem hafi þau áhrif að framtíð Íslands vilji eiga heima hér áfram,“ segir Styrmir.
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. 22. febrúar 2019 13:00 Sakar verkalýðshreyfinguna um leikaraskap Friðjón Friðjónsson, almannatengill, sakaði verkalýðsfélögin um leikaraskap í kringum kjaraviðræðurnar. 24. febrúar 2019 12:51 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira
Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00
Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. 22. febrúar 2019 13:00
Sakar verkalýðshreyfinguna um leikaraskap Friðjón Friðjónsson, almannatengill, sakaði verkalýðsfélögin um leikaraskap í kringum kjaraviðræðurnar. 24. febrúar 2019 12:51