Erlent

Söngvari Talk Talk er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Mark Hollis varð 64 ára að aldri.
Mark Hollis varð 64 ára að aldri. Getty
Mark Hollis, söngvari bresku sveitarinnar Talk Talk, er látinn, 64 ára að aldri. Hollis hélt sig mikið frá kastljósi fjölmiðla og eftir útgáfu sólóplötu árið 1998 dró hann sig nær alveg í hlé frá tónlistinni.

Það var Anthony Costello, sem er giftur frænku Hollis, sem var fyrstur til að greina frá andláti Hollis á Twitter. „Hvíl í friði, Mark Hollis,“ sagði Costello. Lýsti hann Hollis sem „einstökum eiginmanni og föður“ og „heillandi manni með prinsipp“.

Talk Talk hófu ferilinn sem „new romantics“-sveit árið 1981 og átti smelli á borð við Talk Talk, Today, It‘s My Life, It‘s So Serious, Life‘s What You Make It, Living in Another World og Such a Shame.

Sveitin No Doubt, með Gwen Stefani í fararbroddi, gerði ábreiðu á laginu It‘s My Life árið 2003 og varð lagið mun vinsælli en upprunalega útgáfan.

Vinsælasta breiðskífa Talk Talk var The Colour of Spring frá árinu 1986.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×