Sport

Komin aftur á HM þremur árum eftir að hafa hálsbrotnað í keppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Victoria Williamson.
Victoria Williamson. Getty/Alex Livesey
Endurkoma bresku hjólreiðakonunnar Victoria Williamson í hóp þeirra bestu í heimi hefur vakið mikla athygli enda var óttast að hún gæti ekki gengið aftur eftir hryllilegt slys í hjólareiðakeppni árið 2016.

Nú þremur árum síðar er Victoria meðal keppenda á HM í hjólreiðum sem fer fram í Pruszkow í Póllandi

BBC fjallar um þessa ótrúlegu endurkomu Victoriu en í slysinu í Rotterdam 2016 þá hálsbrotnaði hún, hyggbrotnaði, mjaðmagrindarbrotnaði og hlaut mjög ljót opin sár.

Victoria Williamson féll illa eftir slæman árekstur við heimastúlkuna Elis Ligtlee og afleiðingarnar voru hræðilegar.





Eitt opna sárið á baki hennar var það slæmt að það sást í mænu hennar og hún fór úr mörgum liðum auk þessa að brotna á hálsi, baki og mjaðmagrind.

„Ef þú skoðar læknayfirlitið yfir meiðslin mín þá ætti ég ekki að vera hérna í dag,“ sagði Victoria Williamson við BBC Sport.

„Ég er stollt af sjálfri mér en meira samt þakklát fyrir allan þann stuðning sem ég fékk og hjálpaði mér að koma aftur til baka,“ sagði Victoria.

Læknar höfðu miklar áhyggjur af því að Victoria Williamson myndi lamast eftir slysið. Hún missti hvað eftir annað meðvitund og þurfti að taka inn Fentanyl sem er hundrað sinnum sterkara en morfín.

Victoria komst aftur á fætur og með mikilli hörku og eftir mjög erfiða endurhæfingu þá er hún komin aftur á fulla ferð á hjólinu sínu.

Hér fyrir neðan má sjá myndband með frétt BBC um þessa mögnuðu hjólreiðakonu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×