Komin aftur á HM þremur árum eftir að hafa hálsbrotnað í keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2019 15:30 Victoria Williamson. Getty/Alex Livesey Endurkoma bresku hjólreiðakonunnar Victoria Williamson í hóp þeirra bestu í heimi hefur vakið mikla athygli enda var óttast að hún gæti ekki gengið aftur eftir hryllilegt slys í hjólareiðakeppni árið 2016. Nú þremur árum síðar er Victoria meðal keppenda á HM í hjólreiðum sem fer fram í Pruszkow í Póllandi BBC fjallar um þessa ótrúlegu endurkomu Victoriu en í slysinu í Rotterdam 2016 þá hálsbrotnaði hún, hyggbrotnaði, mjaðmagrindarbrotnaði og hlaut mjög ljót opin sár. Victoria Williamson féll illa eftir slæman árekstur við heimastúlkuna Elis Ligtlee og afleiðingarnar voru hræðilegar.Three years ago, there were fears British cyclist Victoria Williamson may never walk again. Now, she's set for a return at the Track Cycling World Championships. Incredible. ➡ https://t.co/TKHlQVfn0vpic.twitter.com/9uii0vD7HD — BBC Sport (@BBCSport) February 26, 2019Eitt opna sárið á baki hennar var það slæmt að það sást í mænu hennar og hún fór úr mörgum liðum auk þessa að brotna á hálsi, baki og mjaðmagrind. „Ef þú skoðar læknayfirlitið yfir meiðslin mín þá ætti ég ekki að vera hérna í dag,“ sagði Victoria Williamson við BBC Sport. „Ég er stollt af sjálfri mér en meira samt þakklát fyrir allan þann stuðning sem ég fékk og hjálpaði mér að koma aftur til baka,“ sagði Victoria. Læknar höfðu miklar áhyggjur af því að Victoria Williamson myndi lamast eftir slysið. Hún missti hvað eftir annað meðvitund og þurfti að taka inn Fentanyl sem er hundrað sinnum sterkara en morfín. Victoria komst aftur á fætur og með mikilli hörku og eftir mjög erfiða endurhæfingu þá er hún komin aftur á fulla ferð á hjólinu sínu. Hér fyrir neðan má sjá myndband með frétt BBC um þessa mögnuðu hjólreiðakonu."If you look at my hospital discharge sheet I shouldn't even be here." An incredible story. pic.twitter.com/2xGtipwepj — BBC Sport (@BBCSport) February 26, 2019 Aðrar íþróttir Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Sjá meira
Endurkoma bresku hjólreiðakonunnar Victoria Williamson í hóp þeirra bestu í heimi hefur vakið mikla athygli enda var óttast að hún gæti ekki gengið aftur eftir hryllilegt slys í hjólareiðakeppni árið 2016. Nú þremur árum síðar er Victoria meðal keppenda á HM í hjólreiðum sem fer fram í Pruszkow í Póllandi BBC fjallar um þessa ótrúlegu endurkomu Victoriu en í slysinu í Rotterdam 2016 þá hálsbrotnaði hún, hyggbrotnaði, mjaðmagrindarbrotnaði og hlaut mjög ljót opin sár. Victoria Williamson féll illa eftir slæman árekstur við heimastúlkuna Elis Ligtlee og afleiðingarnar voru hræðilegar.Three years ago, there were fears British cyclist Victoria Williamson may never walk again. Now, she's set for a return at the Track Cycling World Championships. Incredible. ➡ https://t.co/TKHlQVfn0vpic.twitter.com/9uii0vD7HD — BBC Sport (@BBCSport) February 26, 2019Eitt opna sárið á baki hennar var það slæmt að það sást í mænu hennar og hún fór úr mörgum liðum auk þessa að brotna á hálsi, baki og mjaðmagrind. „Ef þú skoðar læknayfirlitið yfir meiðslin mín þá ætti ég ekki að vera hérna í dag,“ sagði Victoria Williamson við BBC Sport. „Ég er stollt af sjálfri mér en meira samt þakklát fyrir allan þann stuðning sem ég fékk og hjálpaði mér að koma aftur til baka,“ sagði Victoria. Læknar höfðu miklar áhyggjur af því að Victoria Williamson myndi lamast eftir slysið. Hún missti hvað eftir annað meðvitund og þurfti að taka inn Fentanyl sem er hundrað sinnum sterkara en morfín. Victoria komst aftur á fætur og með mikilli hörku og eftir mjög erfiða endurhæfingu þá er hún komin aftur á fulla ferð á hjólinu sínu. Hér fyrir neðan má sjá myndband með frétt BBC um þessa mögnuðu hjólreiðakonu."If you look at my hospital discharge sheet I shouldn't even be here." An incredible story. pic.twitter.com/2xGtipwepj — BBC Sport (@BBCSport) February 26, 2019
Aðrar íþróttir Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Sjá meira