Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. febrúar 2019 18:47 Listinn sést hér hanga á töflu, að því er virðist í almennu rými á Grand hótel. Mynd/Efling Stéttarfélagið Efling segir það ekki rétt að listi yfir veikindi starfsmanna á Grand hótel í Reykjavík hafi aðeins legið á skrifstofu yfirmanns, líkt og fram kom í máli framkvæmdastjóra hjá Íslandshótelum í dag. Efling birti mynd af listanum, þar sem hann sést hanga í almennu rými á hótelinu, máli sínu til stuðnings nú síðdegis. Efling sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem fyrst var greint frá listanum. Þar var fullyrt að áðurnefndur „skammarlisti“, þar sem nöfnum starfsfólks var raðað eftir því hver tók mesta veikindadaga árinu 2018, hefði hangið uppi á hóteli í Reykjavík. Með fylgdi nærmynd af listanum. Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók hins vegar fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. Listinn hafi aðeins legið inni á skrifstofu yfirmanns og að um væri að ræða eðlilegt yfirlit um veikindi starfsmanna. Efling svaraði svo ummælum framkvæmdastjórans með nýrri mynd af listanum þar sem hann sést hanga uppi á töflu í almennu rými. Í færslu Eflingar, sem birt var á Facebook í dag, segir að framkvæmdastjórinn hafi farið með rangmæli. „Myndin sem við birtum í morgun var tekin í almennu rými fyrir starfsfólk, sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Starfsfólk hefur haft samband við Eflingu til að benda á þessar rangfærslur.“ Ekki náðist í Salvöru Lilju Brandsdóttur, hótelstjóra Grand hótel, við vinnslu þessarar fréttar. Hún sagði í samtali við RÚV í dag að það væri af og frá að listinn hafi hangið uppi fyrir allra augum. Listinn hafi verið á lokaðri stjórnendastöð yfirkokks en síðan farið á flakk. Þá verði hann að sjálfsögðu fjarlægður. Kjaramál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Stéttarfélagið Efling segir það ekki rétt að listi yfir veikindi starfsmanna á Grand hótel í Reykjavík hafi aðeins legið á skrifstofu yfirmanns, líkt og fram kom í máli framkvæmdastjóra hjá Íslandshótelum í dag. Efling birti mynd af listanum, þar sem hann sést hanga í almennu rými á hótelinu, máli sínu til stuðnings nú síðdegis. Efling sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem fyrst var greint frá listanum. Þar var fullyrt að áðurnefndur „skammarlisti“, þar sem nöfnum starfsfólks var raðað eftir því hver tók mesta veikindadaga árinu 2018, hefði hangið uppi á hóteli í Reykjavík. Með fylgdi nærmynd af listanum. Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók hins vegar fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. Listinn hafi aðeins legið inni á skrifstofu yfirmanns og að um væri að ræða eðlilegt yfirlit um veikindi starfsmanna. Efling svaraði svo ummælum framkvæmdastjórans með nýrri mynd af listanum þar sem hann sést hanga uppi á töflu í almennu rými. Í færslu Eflingar, sem birt var á Facebook í dag, segir að framkvæmdastjórinn hafi farið með rangmæli. „Myndin sem við birtum í morgun var tekin í almennu rými fyrir starfsfólk, sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Starfsfólk hefur haft samband við Eflingu til að benda á þessar rangfærslur.“ Ekki náðist í Salvöru Lilju Brandsdóttur, hótelstjóra Grand hótel, við vinnslu þessarar fréttar. Hún sagði í samtali við RÚV í dag að það væri af og frá að listinn hafi hangið uppi fyrir allra augum. Listinn hafi verið á lokaðri stjórnendastöð yfirkokks en síðan farið á flakk. Þá verði hann að sjálfsögðu fjarlægður.
Kjaramál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira